Sport

Garðar skoraði þrennu

KR - Valur í VISA bikar karla sumar 2005 knattspyrna.  Garðar Gunnlaugsson Val
KR - Valur í VISA bikar karla sumar 2005 knattspyrna. Garðar Gunnlaugsson Val
Garðar Gunnlaugsson hefur látið vel til sín taka í sænsku 1. deildinni eftir að hann kom til Norrköping um mitt sumar. Hann skoraði tíu mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu, þar af þrennu í lokaumferðinni er Norrköping vann Qviding, 5-0. Stefán Þór Þórðarson skoraði eitt mark og varð markahæsti maður liðsins með tólf mörk. Trelleborg og Örebro tryggðu sér úrvalsdeildarsætin sem í boði voru, það síðarnefnda eftir að Brommapojkarna frá Stokkhólmi tapaði sínum leik í lokaumferðinni. Það lið þarf nú að spila við liðið sem lendir í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar um laust sæti í deildinni á næsta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×