Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? 24. október 2006 06:45 Jörundur Áki Sveinsson. Kominn á fornar slóðir í Kópavoginum eftir að hafa þjálfað karlalið Stjörnunnar. Hann segir Blika ætla að styrkja hópinn og svo gæti farið að Ásthildur Helgadóttir snúi heim á leið.fréttablaðið/e.ól Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira