Óánægðir kennarar 30. október 2006 23:56 Síðustu daga hafa ýmsir málsmetandi menn og konur látið gamminn geisa í dagblöðum landsins, þ.á m. um mennta- og skólamál. Þetta hafa um margt verið áhugaverðar og stundum fróðlegar greinar og kennarar hafa væntanlega lesið þessi tilskrif af áhuga. Greinarnar hafa undantekningarlítið, jafnvel án undantekninga, tengst því að greinarhöfundar hafa hug á að verða þingmenn og þá telst áhugi á menntamálum gott veganesti inn í prófkjör. Hitt er öllu verra að minna vill verða um efndirnar þótt viðkomandi komist í lykilstöðu. @Megin-Ol Idag 8,3p :Nú hef ég ekki umboð til að tala fyrir hönd kennarastéttarinnar en ég vinn í nokkuð stórum skóla og heyri hvar þar er rætt, sem og víðar. Það er skemmst frá því að segja að kennarar virðast óánægðir. Fyrir tveimur árum lauk verkfalli grunnskólakennara, í raun án sátta við kennara. Það er geymt en ekki gleymt. Meðal ákvæða, í því sem kallað var samningur, var að taka skyldi „upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verði sammála um". Samningsaðilar, þ.e. kennarar og launanefnd sveitarfélaga munu sammála um að slíkar breytingar hafi orðið en hins vegar mjög ósammála um hvaða viðbragða sé þörf. Kennarar benda m.a. á að verðbólga hefur verið langt um fram þau 2- 3% sem reiknað var með og ýmsar stéttir hafa fengið talsverðar breytingar á sínum kjörum, þ.á m. leikskólakennarar, og var ekki vanþörf á. Helstu ráðamenn þjóðarinnar eru líka meðal þeirra sem fengið hafa launahækkun nýlega og má kannski deila um þörfina þar. En kennarar eru ekki sáttir við sína stöðu og undanfarna daga hafa birst ályktanir og samþykktir frá kennarahópum þar að lútandi. En hvað er til ráða? Mér er til efs að stéttin sé tilbúin í annað verkfall. Þetta var hart stríð og árangurslítið. Kennarar máttu sitja undir svívirðingum úr samfélaginu, flestum nafnlausum, fyrir það eitt að krefjast ásættanlegra launa og voru í lokin reknir inn á vinnustaðina. Samningaviðræður eru til lítils gagns þegar annar aðilinn er ekki til viðræðu. Nú eru reyndar alþingiskosningar fram undan og kannski geta kennarar reynt að velja sér nýja yfirmenn, einhverja sem þeir treysta betur. En það virðist þrautin þyngri. Á síðustu 4 árum hef ég haft Sjálfstæðisflokkinn sem yfirmann í formi menntamálaráðherra og Framsóknarflokkurinn hefur verið hans samstarfsaðili í ríkisstjórn. R-listinn stjórnaði Reykjavíkurborg til skamms tíma og þar sat fulltrúi Samfylkingarinnar í æðsta sæti menntamála en aðrir samstarfsaðilar R-listans voru auðvitað með í för. Í þessi 4 ár hafa mér, satt best að segja, hugnast þessir yfirmenn hóflega vel og virðist fátt um fína drætti. Nýr meirihluti í borgarstjórn virðist ekki hafa látið að sér kveða í menntamálum, a.m.k. enn sem komið er. Ákvarðanir um stefnumótun í skólamálum eru teknar á leikvelli stjórnmálanna og eru því í eðli sínu pólitískar. Vafalaust þyrftu kennarar að koma í stórauknum mæli að slíkum umræðum en stéttin er svo störfum hlaðin að hún hefur hvorki tíma né orku til að sinna því verkefni. En eftir stendur sú staðreynd að kennarar eru almennt mjög óánægðir með kjör sín, ekki síst launin. Það ríkir líka óánægja með starfsumhverfi, sem verður æ erfiðara. Eitt dæmi af mörgum er stefna Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um skóla án aðgreiningar sem var mörkuð og fylgt eftir án faglegra ráðstafana til að mæta auknu álagi innan skólanna. Annað lítið dæmi innan Reykjavíkurborgar er hversu erfitt er að fá fulltrúa borgarinnar til að standa við gerða samninga um viðhald skólahúsa og lóða. Vanræksla starfsumhverfis nemenda og starfsfólks er virðingarleysi og þetta virðingarleysi, sem birtist í ýmsum myndum, er kannski það sem hefur þreytt kennara mest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Síðustu daga hafa ýmsir málsmetandi menn og konur látið gamminn geisa í dagblöðum landsins, þ.á m. um mennta- og skólamál. Þetta hafa um margt verið áhugaverðar og stundum fróðlegar greinar og kennarar hafa væntanlega lesið þessi tilskrif af áhuga. Greinarnar hafa undantekningarlítið, jafnvel án undantekninga, tengst því að greinarhöfundar hafa hug á að verða þingmenn og þá telst áhugi á menntamálum gott veganesti inn í prófkjör. Hitt er öllu verra að minna vill verða um efndirnar þótt viðkomandi komist í lykilstöðu. @Megin-Ol Idag 8,3p :Nú hef ég ekki umboð til að tala fyrir hönd kennarastéttarinnar en ég vinn í nokkuð stórum skóla og heyri hvar þar er rætt, sem og víðar. Það er skemmst frá því að segja að kennarar virðast óánægðir. Fyrir tveimur árum lauk verkfalli grunnskólakennara, í raun án sátta við kennara. Það er geymt en ekki gleymt. Meðal ákvæða, í því sem kallað var samningur, var að taka skyldi „upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verði sammála um". Samningsaðilar, þ.e. kennarar og launanefnd sveitarfélaga munu sammála um að slíkar breytingar hafi orðið en hins vegar mjög ósammála um hvaða viðbragða sé þörf. Kennarar benda m.a. á að verðbólga hefur verið langt um fram þau 2- 3% sem reiknað var með og ýmsar stéttir hafa fengið talsverðar breytingar á sínum kjörum, þ.á m. leikskólakennarar, og var ekki vanþörf á. Helstu ráðamenn þjóðarinnar eru líka meðal þeirra sem fengið hafa launahækkun nýlega og má kannski deila um þörfina þar. En kennarar eru ekki sáttir við sína stöðu og undanfarna daga hafa birst ályktanir og samþykktir frá kennarahópum þar að lútandi. En hvað er til ráða? Mér er til efs að stéttin sé tilbúin í annað verkfall. Þetta var hart stríð og árangurslítið. Kennarar máttu sitja undir svívirðingum úr samfélaginu, flestum nafnlausum, fyrir það eitt að krefjast ásættanlegra launa og voru í lokin reknir inn á vinnustaðina. Samningaviðræður eru til lítils gagns þegar annar aðilinn er ekki til viðræðu. Nú eru reyndar alþingiskosningar fram undan og kannski geta kennarar reynt að velja sér nýja yfirmenn, einhverja sem þeir treysta betur. En það virðist þrautin þyngri. Á síðustu 4 árum hef ég haft Sjálfstæðisflokkinn sem yfirmann í formi menntamálaráðherra og Framsóknarflokkurinn hefur verið hans samstarfsaðili í ríkisstjórn. R-listinn stjórnaði Reykjavíkurborg til skamms tíma og þar sat fulltrúi Samfylkingarinnar í æðsta sæti menntamála en aðrir samstarfsaðilar R-listans voru auðvitað með í för. Í þessi 4 ár hafa mér, satt best að segja, hugnast þessir yfirmenn hóflega vel og virðist fátt um fína drætti. Nýr meirihluti í borgarstjórn virðist ekki hafa látið að sér kveða í menntamálum, a.m.k. enn sem komið er. Ákvarðanir um stefnumótun í skólamálum eru teknar á leikvelli stjórnmálanna og eru því í eðli sínu pólitískar. Vafalaust þyrftu kennarar að koma í stórauknum mæli að slíkum umræðum en stéttin er svo störfum hlaðin að hún hefur hvorki tíma né orku til að sinna því verkefni. En eftir stendur sú staðreynd að kennarar eru almennt mjög óánægðir með kjör sín, ekki síst launin. Það ríkir líka óánægja með starfsumhverfi, sem verður æ erfiðara. Eitt dæmi af mörgum er stefna Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um skóla án aðgreiningar sem var mörkuð og fylgt eftir án faglegra ráðstafana til að mæta auknu álagi innan skólanna. Annað lítið dæmi innan Reykjavíkurborgar er hversu erfitt er að fá fulltrúa borgarinnar til að standa við gerða samninga um viðhald skólahúsa og lóða. Vanræksla starfsumhverfis nemenda og starfsfólks er virðingarleysi og þetta virðingarleysi, sem birtist í ýmsum myndum, er kannski það sem hefur þreytt kennara mest.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun