Reikningurinn hinum megin 1. nóvember 2006 16:56 Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira