Vannýtt tækifæri 14. nóvember 2006 06:15 Prófkjör undangenginna vikna sýna fram á fremur lítinn áhuga þátttakenda á að stilla upp fjölbreyttum listum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Konur virðast eiga ákaflega erfitt uppdráttar í prófkjörum, nema hlutfall þeirra sé þeim mun hærra í hópi þeirra sem gefa þar kost á sér. Sama máli gegnir um eldri borgara, en vissulega eru ekki margir í þeim hópi sem gefa kost á sér, og Íslendinga af erlendum uppruna sem eru enn færri í prófkjörum. Svo virðist sem karlmenn á tæplega miðjum aldri séu líklegastir til að ná árangri í prófkjörum og er það íhugunarefni hvað það er sem gerir þá svona trúverðuga í augum þátttakenda í prófkjörum. Það er mikið áhyggjuefni að svo virðist sem bakslag sé komið í hlutfall kvenna í stjórnmálum. Konum fækkaði í sveitarstjórnum landsins eftir kosningarnar í vor sem leið og niðurstöður undangenginna prófkjara hafa verið á þann veg að fátt virðist geta komið í veg fyrir að hlutfall kvenna á Alþingi Íslendinga lækki á næsta kjörtímabili og er það þó ekki sérlega glæsilegt á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið. Vissulega liggja fyrir þær staðreyndir að færri konur en karlar gefa kost á sér í prófkjörum. Sömuleiðis sækjast konur að meðaltali eftir sætum neðar á lista en karlmenn. Engar tölur liggja fyrir um kynjahlutfall og aldurssamsetningu þeirra sem taka þátt í prófkjörum en leiða má líkur að því að sá hópur endurspegli kjósendur að minnsta kosti betur en hópurinn sem gefur kost á sér, þ.e. að kynja- og aldurssamsetning sé þar tiltölulega jöfn. Flestir hljóta að vera sammála um að til þess að listi höfðaði sem best til breiðs hóps kjósenda ætti að vera að finna á honum tiltölulega breiðan hóp fólks. Gallinn við prófkjörin er vitanlega sá að ekki er raðað á lista með tilliti til þessa heldur fer uppröðun eftir því hvernig atkvæði falla. Á landsbyggðinni, og raunar í öllum kjördæmum utan Reykjavíkurkjördæmanna, virðast sjónarmið byggðarlaga einnig vega þyngra en það sjónarmið að velja fjölbreyttan hóp fólks til starfa. Þannig virðist bæði þátttakendum í prófkjörum og forsvarsmönnum flokka finnast skipta meira máli að hvert byggðarlag eigi sinn fulltrúa á lista heldur en að hann sé skipaður fjölbreyttum hópi karla og kvenna á öllum aldri. Kynjahlutfall á framboðslistum stjórnmálaflokkanna er graf-alvarlegt mál. Þeir sem þessa lista skipa eru fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi næstu fjögur ár. Að flokkarnir, með fulltingi stuðningsmanna sinna sem þátt taka í prófkjörum, skuli hver á fætur öðrum birta framboðslista sem að miklum meirihluta eru skipaðir einsleitum hópi tæplega miðaldra karlmanna er til skammar. Kjósendur 21. aldarinnar hljóta að gera þá kröfu til stjórnmálaflokka að listar þeirra endurspegli þjóðina með skýrari hætti en nú virðist líta út fyrir, annað er gróf tímaskekkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Prófkjör undangenginna vikna sýna fram á fremur lítinn áhuga þátttakenda á að stilla upp fjölbreyttum listum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Konur virðast eiga ákaflega erfitt uppdráttar í prófkjörum, nema hlutfall þeirra sé þeim mun hærra í hópi þeirra sem gefa þar kost á sér. Sama máli gegnir um eldri borgara, en vissulega eru ekki margir í þeim hópi sem gefa kost á sér, og Íslendinga af erlendum uppruna sem eru enn færri í prófkjörum. Svo virðist sem karlmenn á tæplega miðjum aldri séu líklegastir til að ná árangri í prófkjörum og er það íhugunarefni hvað það er sem gerir þá svona trúverðuga í augum þátttakenda í prófkjörum. Það er mikið áhyggjuefni að svo virðist sem bakslag sé komið í hlutfall kvenna í stjórnmálum. Konum fækkaði í sveitarstjórnum landsins eftir kosningarnar í vor sem leið og niðurstöður undangenginna prófkjara hafa verið á þann veg að fátt virðist geta komið í veg fyrir að hlutfall kvenna á Alþingi Íslendinga lækki á næsta kjörtímabili og er það þó ekki sérlega glæsilegt á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið. Vissulega liggja fyrir þær staðreyndir að færri konur en karlar gefa kost á sér í prófkjörum. Sömuleiðis sækjast konur að meðaltali eftir sætum neðar á lista en karlmenn. Engar tölur liggja fyrir um kynjahlutfall og aldurssamsetningu þeirra sem taka þátt í prófkjörum en leiða má líkur að því að sá hópur endurspegli kjósendur að minnsta kosti betur en hópurinn sem gefur kost á sér, þ.e. að kynja- og aldurssamsetning sé þar tiltölulega jöfn. Flestir hljóta að vera sammála um að til þess að listi höfðaði sem best til breiðs hóps kjósenda ætti að vera að finna á honum tiltölulega breiðan hóp fólks. Gallinn við prófkjörin er vitanlega sá að ekki er raðað á lista með tilliti til þessa heldur fer uppröðun eftir því hvernig atkvæði falla. Á landsbyggðinni, og raunar í öllum kjördæmum utan Reykjavíkurkjördæmanna, virðast sjónarmið byggðarlaga einnig vega þyngra en það sjónarmið að velja fjölbreyttan hóp fólks til starfa. Þannig virðist bæði þátttakendum í prófkjörum og forsvarsmönnum flokka finnast skipta meira máli að hvert byggðarlag eigi sinn fulltrúa á lista heldur en að hann sé skipaður fjölbreyttum hópi karla og kvenna á öllum aldri. Kynjahlutfall á framboðslistum stjórnmálaflokkanna er graf-alvarlegt mál. Þeir sem þessa lista skipa eru fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi næstu fjögur ár. Að flokkarnir, með fulltingi stuðningsmanna sinna sem þátt taka í prófkjörum, skuli hver á fætur öðrum birta framboðslista sem að miklum meirihluta eru skipaðir einsleitum hópi tæplega miðaldra karlmanna er til skammar. Kjósendur 21. aldarinnar hljóta að gera þá kröfu til stjórnmálaflokka að listar þeirra endurspegli þjóðina með skýrari hætti en nú virðist líta út fyrir, annað er gróf tímaskekkja.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun