Dagsbrún lýkur störfum 18. nóvember 2006 07:00 Dagsbrún skipt upp í 365 og teymi Ari Edwald, forstjóri 365, ræðir við Þórdísi J. Sigurðardóttur, fyrrum stjórnarformann Dagsbrúnar og núverandi stjórnarformann Teymis. Á milli þeirra eru Matthías Páll Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express og stjórnarmaður í Teymi, og Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365. MYND/GVA Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. Hluthafar í Dagsbrún samþykktu í gær að skipta félaginu upp í tvö rekstrarfélög; annars vegar fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. og hins vegar upplýsingatækni- og fjarskiptafélagið Teymi. Verða bæði félögin skráð í Kauphöll Íslands næstkomandi mánudag og fá hluthafar Dagsbrúnar hlutabréf í hvoru félagi. Við skiptinguna er fjölmiðlahlutinn metinn á 55 prósent af heildarvirði Dagsbrúnar en fjarskiptahlutinn á 45 prósent. Ari Edwald er forstjóri 365 en Árni Pétur Jónsson stýrir Teymi. Í stjórn 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, setjast Jón Ásgeir Jóhannesson, Árni Hauksson, Magnús Ármann, Pálmi Haraldsson og Þorsteinn M. Jónsson. Jón Ásgeir tekur við starfi stjórnarformanns. Stjórn Teymis er skipuð þeim Þórdísi J. Sigurðardóttur, fyrrum stjórnarformanni Dagsbrúnar, Guðmundi Ólasyni, Matthíasi Páli Imsland, Þorsteini M. Jónssyni og Þór Sigfússyni. Þórdís, fráfarandi stjórnarformaður, sagði á fundinum að uppstokkun Dagsbrúnar væri liður í því að efla rekstur félagsins og stjórnin teldi það farsæla niðurstöðu fyrir hluthafa og starfsmenn að eignast hluti í tveimur skráðum félögum. „Á undanförnum tveimur árum hefur verið unnið að því að styrkja bæði fjölmiðla- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar með innri og ytri vexti. Við teljum að því verki sé lokið og eftir standi tvö félög sem hvort um sig búi við sterka stöðu á markaði og eru skýr valkostur fyrir fjárfesta." Ari Edwald, forstjóri 365, segir að félagið ætli sér að selja hlut sinn í Hands og bróðurpart bréfa í breska útgáfu- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press og einbeita sér að innanlandsmarkaði. Velta 365 er áætluð tólf milljarðar króna. Lokað var fyrir viðskipti með Dagsbrún í gær vegna skiptingarinnar. Á fimmtudaginn sendi Dagsbrún frá sér neikvæða afkomuviðvörun fyrir fyrstu níu mánuði ársins og hefur 1,5 milljarða varúðarfærsla verið færð vegna eignarhlutar í Wyndeham Press. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans reikna með miklu tapi félagsins á 3. ársfjórðungi en það tapaði 1,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og hafa hlutabréf þess lækkað um 24 prósent frá ársbyrjun. Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. Hluthafar í Dagsbrún samþykktu í gær að skipta félaginu upp í tvö rekstrarfélög; annars vegar fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. og hins vegar upplýsingatækni- og fjarskiptafélagið Teymi. Verða bæði félögin skráð í Kauphöll Íslands næstkomandi mánudag og fá hluthafar Dagsbrúnar hlutabréf í hvoru félagi. Við skiptinguna er fjölmiðlahlutinn metinn á 55 prósent af heildarvirði Dagsbrúnar en fjarskiptahlutinn á 45 prósent. Ari Edwald er forstjóri 365 en Árni Pétur Jónsson stýrir Teymi. Í stjórn 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, setjast Jón Ásgeir Jóhannesson, Árni Hauksson, Magnús Ármann, Pálmi Haraldsson og Þorsteinn M. Jónsson. Jón Ásgeir tekur við starfi stjórnarformanns. Stjórn Teymis er skipuð þeim Þórdísi J. Sigurðardóttur, fyrrum stjórnarformanni Dagsbrúnar, Guðmundi Ólasyni, Matthíasi Páli Imsland, Þorsteini M. Jónssyni og Þór Sigfússyni. Þórdís, fráfarandi stjórnarformaður, sagði á fundinum að uppstokkun Dagsbrúnar væri liður í því að efla rekstur félagsins og stjórnin teldi það farsæla niðurstöðu fyrir hluthafa og starfsmenn að eignast hluti í tveimur skráðum félögum. „Á undanförnum tveimur árum hefur verið unnið að því að styrkja bæði fjölmiðla- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar með innri og ytri vexti. Við teljum að því verki sé lokið og eftir standi tvö félög sem hvort um sig búi við sterka stöðu á markaði og eru skýr valkostur fyrir fjárfesta." Ari Edwald, forstjóri 365, segir að félagið ætli sér að selja hlut sinn í Hands og bróðurpart bréfa í breska útgáfu- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press og einbeita sér að innanlandsmarkaði. Velta 365 er áætluð tólf milljarðar króna. Lokað var fyrir viðskipti með Dagsbrún í gær vegna skiptingarinnar. Á fimmtudaginn sendi Dagsbrún frá sér neikvæða afkomuviðvörun fyrir fyrstu níu mánuði ársins og hefur 1,5 milljarða varúðarfærsla verið færð vegna eignarhlutar í Wyndeham Press. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans reikna með miklu tapi félagsins á 3. ársfjórðungi en það tapaði 1,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og hafa hlutabréf þess lækkað um 24 prósent frá ársbyrjun.
Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira