Brotið siðferði eða tæknivilla 19. nóvember 2006 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn er í sérkennilegri stöðu í aðdraganda komandi kosninga eftir sigur Árna Johnsen í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Það er augljóst að maður, sem hefur verið dæmdur vegna brota í trúnaðarstarfi fyrir þjóðina og fær afgerandi kosningu í annað sæti listans og verulegan stuðning í forystusæti í sínu kjördæmi, hefur unnið mikinn kosningasigur. Nú er mikilvægt að halda því til haga að misgjörðir manna eiga ekki að útiloka þá um lífstíð. Menn greiða skuld sína við samfélagið og smátt og smátt með góðri breytni eiga þeir að geta endurreist sig til sama sess í samfélaginu. Slíkt tekur tíma og verkin verða að sýna merkin. Hitt er svo annað að það er á engan hátt sjálfgefið að fyrri sess fáist í fyrstu lotu. Gjaldkeri sem dregur sér fé verður tæpast gjaldkeri á ný. Ef hann verður það, þá er það að löngum tíma liðnum. Það er því ekkert sjálfgefið að Árni Johnsen setjist á þing og fari með vald fyrir hönd almennings í landinu á ný. Misgjörðir fólks eru mestan part af tvennum toga. Annars vegar greina menn ekki mun á réttu og röngu. Eru með öðrum orðum siðblindir. Hins vegar vita menn hvað er rétt, en breyta ekki samkvæmt því vegna veiklyndis og lítillar stjórnar á hvötum sínum. Breyta gegn betri vitund. Slíkt er í daglegu tali nefnt breyskleiki og undan honum er enginn laus að fullu. Mismunur þessa birtist gjarnan í viðhorfum manna til misgjörðanna. Sá breyski iðrast gjörða sinna á þeirri forsendu að hann hafi látið veikleika sína sigra raunverulegt gildismat sitt og siðferði. Sá sem er siðblindur sér ekki að hann hafi gert neitt rangt og því síður að nokkur hafi skaðast. Meinsemdin er í augum hans fyrst og fremst að upp komst. Því miður virðist skorta nokkuð upp á, miðað við svör Árna Johnsen, að honum sé ljóst að hann brást með alvarlegum hætti trúnaði almennings í landinu. Mistök Árna voru af siðferðilegum toga, en ekki tæknilegum. Það er alvarlegt að gera ekki greinarmun á slíku og það er alvarlegt ef öflugt stjórnmálaafl skrifar upp á skilningsleysi á þeim greinarmuni. Í því ljósi var stuðningsyfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins fljótfærnisleg, enda þótt hún hafi vísast verið gefin af góðum hug og áður en Árni lýsti misgjörðir sínar af tæknilegri rót. Misgjörðir fólks eru mestan part af tvennum toga. Annars vegar greina menn ekki mun á réttu og röngu. Eru með öðrum orðum siðblindir. Hins vegar vita menn hvað er rétt, en breyta ekki samkvæmt því vegna veiklyndis og lítillar stjórnar á hvötum sínum. Breyta gegn betri vitund. Hafliði Helgason skrifar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn er í sérkennilegri stöðu í aðdraganda komandi kosninga eftir sigur Árna Johnsen í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Það er augljóst að maður, sem hefur verið dæmdur vegna brota í trúnaðarstarfi fyrir þjóðina og fær afgerandi kosningu í annað sæti listans og verulegan stuðning í forystusæti í sínu kjördæmi, hefur unnið mikinn kosningasigur. Nú er mikilvægt að halda því til haga að misgjörðir manna eiga ekki að útiloka þá um lífstíð. Menn greiða skuld sína við samfélagið og smátt og smátt með góðri breytni eiga þeir að geta endurreist sig til sama sess í samfélaginu. Slíkt tekur tíma og verkin verða að sýna merkin. Hitt er svo annað að það er á engan hátt sjálfgefið að fyrri sess fáist í fyrstu lotu. Gjaldkeri sem dregur sér fé verður tæpast gjaldkeri á ný. Ef hann verður það, þá er það að löngum tíma liðnum. Það er því ekkert sjálfgefið að Árni Johnsen setjist á þing og fari með vald fyrir hönd almennings í landinu á ný. Misgjörðir fólks eru mestan part af tvennum toga. Annars vegar greina menn ekki mun á réttu og röngu. Eru með öðrum orðum siðblindir. Hins vegar vita menn hvað er rétt, en breyta ekki samkvæmt því vegna veiklyndis og lítillar stjórnar á hvötum sínum. Breyta gegn betri vitund. Slíkt er í daglegu tali nefnt breyskleiki og undan honum er enginn laus að fullu. Mismunur þessa birtist gjarnan í viðhorfum manna til misgjörðanna. Sá breyski iðrast gjörða sinna á þeirri forsendu að hann hafi látið veikleika sína sigra raunverulegt gildismat sitt og siðferði. Sá sem er siðblindur sér ekki að hann hafi gert neitt rangt og því síður að nokkur hafi skaðast. Meinsemdin er í augum hans fyrst og fremst að upp komst. Því miður virðist skorta nokkuð upp á, miðað við svör Árna Johnsen, að honum sé ljóst að hann brást með alvarlegum hætti trúnaði almennings í landinu. Mistök Árna voru af siðferðilegum toga, en ekki tæknilegum. Það er alvarlegt að gera ekki greinarmun á slíku og það er alvarlegt ef öflugt stjórnmálaafl skrifar upp á skilningsleysi á þeim greinarmuni. Í því ljósi var stuðningsyfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins fljótfærnisleg, enda þótt hún hafi vísast verið gefin af góðum hug og áður en Árni lýsti misgjörðir sínar af tæknilegri rót. Misgjörðir fólks eru mestan part af tvennum toga. Annars vegar greina menn ekki mun á réttu og röngu. Eru með öðrum orðum siðblindir. Hins vegar vita menn hvað er rétt, en breyta ekki samkvæmt því vegna veiklyndis og lítillar stjórnar á hvötum sínum. Breyta gegn betri vitund. Hafliði Helgason skrifar