Innflutningur vinnuafls: Taka tvö 30. nóvember 2006 06:00 Eystrasaltslöndin eru næsti bær við Norðurlönd og glíma nú að sumu leyti við svipaða vaxtarverki og Íslendingar. Eistland, Lettland og Litháen hafa haft hamskipti síðan 1991, þegar þau losnuðu undan oki Sovétríkjanna og endurheimtu langþráð frelsi og sjálfstæði. Umskiptin hafa lyft lífskjörum Letta í nýjar hæðir, en nýfengnu frelsi og meðfylgjandi lífskjarabyltingu fylgja ýmis vandamál svo sem við var að búast. Hér segir frá því. Hefjum leikinn í Lettlandi. Þar búa rösklega tvær milljónir manns, þar af þriðjungurinn í höfuðborginni, Rigu. Landið er á fleygiferð. Landsframleiðslan hefur aukizt um tíu prósent í ár. Fá lönd önnur en Kína geta státað af svo örum vexti. Þriðjungur íbúa Lettlands kann þó ekki lettnesku. Flest þetta fólk er Rússar. Forsagan er sú, að Sovétstjórnin rak Letta á sínum tíma tugþúsundum saman burt úr eigin landi, suma í fangabúðir, aðra í opinn dauðann, og sendi í þeirra stað til Lettlands Rússa, sem urðu ný yfirstétt í Lettlandi. Margir aðrir Lettar flúðu land, ef þeir gátu. Samsetning mannfjöldans gerbreyttist smám saman. Þegar veldi Sovétríkjanna í Lettlandi hrundi 1991, hafði Rússum þar fjölgað svo, að þeir voru orðnir tæpur helmingur landsmanna. Rússneska var aðalmálið í Rigu. Annað var eftir því. Flestir Rússar höfðu ekki séð ástæðu til að læra lettnesku, enda voru Lettar kúguð undirstétt í eigin landi. Þegar Lettar náðu landi sínu á sitt vald á ný 1991 við hrun Sovétríkjanna, tóku þeir til óspilltra málanna. Þeir samþykktu strax ný lög þess efnis, að atkvæðisréttur og kjörgengi gætu ekki öðrum hlotnazt en þeim, sem kunna lettnesku og kunna einnig viðhlítandi skil á sögu Lettlands. Þetta þýðir í reynd, að rússneskir íbúar Lettlands þurfa að þreyta próf í lettnesku og sögu til að öðlast sömu lýðréttindi og innfæddir Lettar - og samt eru þessir Rússar margir innfæddir sjálfir, þeir eru afkomendur Rússanna, sem byrjuðu að flykkjast til Lettlands 1940, þegar Sovétríkin sölsuðu landið undir sig með ofbeldi. Rússarnir hafa þó fæstir kosið að hverfa aftur til Rússlands. Þeir virðast líta svo á, að þeim sé nú betur borgið sem hálfmállausri láglaunastétt í Lettlandi en sem óbreyttum borgurum í Rússlandi. Rússarnir vinna ýmis störf, sem Lettar kæra sig ekki um. Þeir eru eins og nýbúar í landi, þar sem þeir hafa þó flestir átt heima alla ævi. Ríkisstjórnin í Kreml fylgist gerla með afdrifum Rússa í Lettlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum tveim og lætur á sér skiljast, að hún muni ekki láta bjóða þeim hvað sem er. Lettar óttast eins og gefur að skilja grannann í austri. Sumir rússneskir íbúar landsins af eldri kynslóðinni kæra sig ekki um að læra lettnesku og segjast bíða þess, að Rússar ráðist á ný inn í landið. Þetta viðhorf er ekki til þess fallið að treysta böndin milli lettneska meiri hlutans og rússneska minni hlutans. Aðrir Rússar eru vinveittari Lettum og lögðu þeim lið í baráttunni gegn yfirráðum Sovétstjórnarinnar fyrir 1991. Lettar hafa látið hendur standa fram úr ermum. Þeir gengu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið 2004 og bíða þess með nokkurri óþreyju að fá að taka upp evruna. Síðan 2004 hafa 100.000 Lettar - fjögur prósent þjóðarinnar - neytt lags og flutt af landi brott í leit að betri lífskjörum í öðrum ESB-löndum. Við þetta myndaðist djúp hola á lettneskum vinnumarkaði. Hvað gerðu vinnuveitendur? Þeir fluttu inn ódýrt vinnuafl - einkum frá Rússlandi. Nú standa Lettar frammi fyrir tveim kostum. Annar kosturinn er að horfa aftur í tímann og fara í ljósi hins liðna hægt í innflutning á nýju rússnesku vinnuafli til að styrkja ekki stöðu rússneska minni hlutans í landinu og eiga það ekki á hættu að ýfa upp ný átök um réttleysi Rússa í landinu. Hinn kosturinn er að horfa heldur fram á veginn og færa sér í nyt ódýrt vinnuafl, hvaðan sem það kemur, til að fóstra hagvöxtinn, sem Lettar þurfa svo mjög á að halda til að bæta skaðann, sem kúgun Sovétríkjanna bakaði þeim 1940-1991. Hér er úr vöndu að ráða. Það er yfirleitt ekki heppilegt, að íbúar lands séu klofnir í tvær fylkingar eftir bæði þjóðerni og efnahag. Það er púðurtunna. Á Íslandi býr nú ört vaxandi fjöldi erlendra verkamanna og annarra innflytjenda. Sumt af þessu fólki býr við húsakost og kjör, sem innfæddir myndu fæstir láta bjóða sér. Íslendingar þurfa að búa í haginn fyrir nýbúa og aðra, sem eru hingað komnir til skemmri vinnudvalar, til að jafna kjörin. Kennum þeim að minnsta kosti íslenzku, og sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun
Eystrasaltslöndin eru næsti bær við Norðurlönd og glíma nú að sumu leyti við svipaða vaxtarverki og Íslendingar. Eistland, Lettland og Litháen hafa haft hamskipti síðan 1991, þegar þau losnuðu undan oki Sovétríkjanna og endurheimtu langþráð frelsi og sjálfstæði. Umskiptin hafa lyft lífskjörum Letta í nýjar hæðir, en nýfengnu frelsi og meðfylgjandi lífskjarabyltingu fylgja ýmis vandamál svo sem við var að búast. Hér segir frá því. Hefjum leikinn í Lettlandi. Þar búa rösklega tvær milljónir manns, þar af þriðjungurinn í höfuðborginni, Rigu. Landið er á fleygiferð. Landsframleiðslan hefur aukizt um tíu prósent í ár. Fá lönd önnur en Kína geta státað af svo örum vexti. Þriðjungur íbúa Lettlands kann þó ekki lettnesku. Flest þetta fólk er Rússar. Forsagan er sú, að Sovétstjórnin rak Letta á sínum tíma tugþúsundum saman burt úr eigin landi, suma í fangabúðir, aðra í opinn dauðann, og sendi í þeirra stað til Lettlands Rússa, sem urðu ný yfirstétt í Lettlandi. Margir aðrir Lettar flúðu land, ef þeir gátu. Samsetning mannfjöldans gerbreyttist smám saman. Þegar veldi Sovétríkjanna í Lettlandi hrundi 1991, hafði Rússum þar fjölgað svo, að þeir voru orðnir tæpur helmingur landsmanna. Rússneska var aðalmálið í Rigu. Annað var eftir því. Flestir Rússar höfðu ekki séð ástæðu til að læra lettnesku, enda voru Lettar kúguð undirstétt í eigin landi. Þegar Lettar náðu landi sínu á sitt vald á ný 1991 við hrun Sovétríkjanna, tóku þeir til óspilltra málanna. Þeir samþykktu strax ný lög þess efnis, að atkvæðisréttur og kjörgengi gætu ekki öðrum hlotnazt en þeim, sem kunna lettnesku og kunna einnig viðhlítandi skil á sögu Lettlands. Þetta þýðir í reynd, að rússneskir íbúar Lettlands þurfa að þreyta próf í lettnesku og sögu til að öðlast sömu lýðréttindi og innfæddir Lettar - og samt eru þessir Rússar margir innfæddir sjálfir, þeir eru afkomendur Rússanna, sem byrjuðu að flykkjast til Lettlands 1940, þegar Sovétríkin sölsuðu landið undir sig með ofbeldi. Rússarnir hafa þó fæstir kosið að hverfa aftur til Rússlands. Þeir virðast líta svo á, að þeim sé nú betur borgið sem hálfmállausri láglaunastétt í Lettlandi en sem óbreyttum borgurum í Rússlandi. Rússarnir vinna ýmis störf, sem Lettar kæra sig ekki um. Þeir eru eins og nýbúar í landi, þar sem þeir hafa þó flestir átt heima alla ævi. Ríkisstjórnin í Kreml fylgist gerla með afdrifum Rússa í Lettlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum tveim og lætur á sér skiljast, að hún muni ekki láta bjóða þeim hvað sem er. Lettar óttast eins og gefur að skilja grannann í austri. Sumir rússneskir íbúar landsins af eldri kynslóðinni kæra sig ekki um að læra lettnesku og segjast bíða þess, að Rússar ráðist á ný inn í landið. Þetta viðhorf er ekki til þess fallið að treysta böndin milli lettneska meiri hlutans og rússneska minni hlutans. Aðrir Rússar eru vinveittari Lettum og lögðu þeim lið í baráttunni gegn yfirráðum Sovétstjórnarinnar fyrir 1991. Lettar hafa látið hendur standa fram úr ermum. Þeir gengu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið 2004 og bíða þess með nokkurri óþreyju að fá að taka upp evruna. Síðan 2004 hafa 100.000 Lettar - fjögur prósent þjóðarinnar - neytt lags og flutt af landi brott í leit að betri lífskjörum í öðrum ESB-löndum. Við þetta myndaðist djúp hola á lettneskum vinnumarkaði. Hvað gerðu vinnuveitendur? Þeir fluttu inn ódýrt vinnuafl - einkum frá Rússlandi. Nú standa Lettar frammi fyrir tveim kostum. Annar kosturinn er að horfa aftur í tímann og fara í ljósi hins liðna hægt í innflutning á nýju rússnesku vinnuafli til að styrkja ekki stöðu rússneska minni hlutans í landinu og eiga það ekki á hættu að ýfa upp ný átök um réttleysi Rússa í landinu. Hinn kosturinn er að horfa heldur fram á veginn og færa sér í nyt ódýrt vinnuafl, hvaðan sem það kemur, til að fóstra hagvöxtinn, sem Lettar þurfa svo mjög á að halda til að bæta skaðann, sem kúgun Sovétríkjanna bakaði þeim 1940-1991. Hér er úr vöndu að ráða. Það er yfirleitt ekki heppilegt, að íbúar lands séu klofnir í tvær fylkingar eftir bæði þjóðerni og efnahag. Það er púðurtunna. Á Íslandi býr nú ört vaxandi fjöldi erlendra verkamanna og annarra innflytjenda. Sumt af þessu fólki býr við húsakost og kjör, sem innfæddir myndu fæstir láta bjóða sér. Íslendingar þurfa að búa í haginn fyrir nýbúa og aðra, sem eru hingað komnir til skemmri vinnudvalar, til að jafna kjörin. Kennum þeim að minnsta kosti íslenzku, og sögu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun