Háskólinn árið 2011 3. desember 2006 06:00 Stúdentar við Háskóla Íslands hafa þann góða sið að halda sérstaklega upp á 1. desember. Þá minnast þeir fullveldis þjóðarinnar, votta minningu þeirra sem fyrir því börðust virðingu og um leið staðfesta þeir mikilvægi Háskóla Íslands fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Háskólinn var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar og nú styttist óðum í aldarafmæli skólans. Við megum vænta þess að það verði heilmikið tilstand á afmælinu og það er mjög við hæfi, tilefnið er ærið. En við eigum að nota þessi fimm ár fram að afmælinu til þess að gera átak í að efla Háskóla Íslands. Skólinn hefur verið ein meginstoð þeirrar lífskjarabyltingar sem við Íslendingar höfum notið á síðustu öld. Hann hefur átt drjúgan þátt í því að Ísland er nú eitt ríkasta land veraldarinnar. Forystumenn skólans hafa lýst því markmiði sínu að Háskóli Íslands eigi að verða einn af hundrað bestu skólum heimsins. Þetta er mjög metnaðarfullt markmið og það sýnir mikla dirfsku hjá stjórnendum skólans að setja það fram. Ég er ekki endilega viss um að hægt sé að ná þessu markmiði en nú er búið að setja viðmið og það er hægt að mæla hvernig miðar. Ég er samt mjög hrifinn af þessari ákvörðun háskólayfirvalda því ég er sannfærður um að ekki hafi verið lagt af stað með þetta markmið nema vilji væri til þess innan háskólans að taka á skipulagsmálum skólans. Skólinn þarf að auka metnað sinn, bæði á kennslu- og á rannsóknasviðinu. Það þarf að auka kröfur til árangurs í kennslu og halda samkeppni um rannsóknafé innan skólans til að verðlauna afburðafólk og ýta frá þeim sem litlu afkasta. Jafnframt þarf að auka fjármuni til skólans. Háskóli Íslands þarf meira fé ef hann á að vera í fremstu röð í heiminum, framhjá þessu verður ekki litið. Ísland er nú eitt ríkasta land heimsins. Við gerum því kröfur til þess að hjá okkur sé allt fyrsta flokks. Heilbrigðiskerfið, aðbúnaður aldraðra og barna, félagsþjónustan, allt á þetta að standast samanburð við það sem best þekkist annars staðar. Til þess að við verðum áfram í hópi ríkustu þjóða, til þess að við getum áfram veitt þá samfélagsþjónustu sem við viljum og til þess að almenn lífskjör séu góð, þá verður hagkerfið að vera öflugt, öflugra en hjá flestum öðrum þjóðum. Háskólar landsins eru aflvél hagkerfisins og mikilvægasti hluti vélarinnar er Háskóli Íslands. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur unnið afrek þegar litið er til háskólanna, um það þarf ekki að deila. Fjölgun þeirra og aukin fjölbreytni í námsframboði hefur gert það að verkum að Ísland er nú í fremsta flokki þegar reiknaður er fjöldi háskólanema sem hlutfall af fólksfjölda. Á næstu fimm árum þarf að setja það markmið að fjárframlög til Háskóla Íslands vaxi jafnt og þétt þannig að á hundrað ára afmæli skólans hafi hann það fjármagn milli handanna sem dugar til að ná árangri. Á sama tíma þarf skólinn að efla innviði sína og auka gæðakröfur sínar. Þannig á að fara saman aukið fjármagn og betur skipulagður skóli. Á næstu fimm árum mun Háskóli Íslands ekki verða einn af hundrað bestu háskólum heims. En við getum, með samstilltu átaki lagt þann grunn sem dugar til þess að á aldarafmæli skólans eigi hann sóknarfæri, möguleika á því að verða í fremstu röð. Ef háskólinn á ekki möguleika á því að vera afburðagóður þá óttast ég mjög að þjóðin eigi ekki möguleika á því að halda áfram að vera í hópi ríkustu þjóða heims. Ríkisvaldið þarf því að auka framlag sitt á næstu fimm árum og skólinn sjálfur þarf að gera upp við sig hvort hann vill innheimta hóflegt gjald af nemendum sínum með sama hætti og aðrir háskólar í landinu gera. Gjöful fiskimið, ódýr orka, gríðarleg vinnuharka og menntun lyftu þjóðinni upp úr fátækt. Hnattvæðing viðskiptalífsins hefur breytt samkeppnisaðstæðum þannig að framleiðsla sem þarf á miklu vinnuafli að halda hefur færst austur á bóginn. Möguleikar okkar og annarra Evrópulanda í þeirri samkeppni felast í starfsemi sem byggir á háu tæknistigi eða miklu fjármagni. Þetta sést glögglega þegar hlutdeild álfunnar í heimsviðskiptum er skoðað. Við Íslendingar erum á réttri leið í þessum efnum. Fjármálaviðskipti, líftækni og aðrar slíkar greinar sem byggja á hátækni og menntun hafa vaxið gríðarlega hér á landi. Hver hefði til dæmis trúað því að á örfáum árum yrði fjármálastarfsemi sem hlutfall þjóðarframleiðslu jafn mikilvæg og sjávarútvegurinn? Þessi þróun grundvallast meðal annars á því að háskólar landsins séu öflugir. Við eigum því að setja okkur það markmið að búa til besta grunn- og menntaskóla í heimi. Á þeim grunni eigum við að byggja háskólaumhverfi sem stenst samanburð við það sem best þekkist. Þar skiptir mestu að Háskóli Íslands sé í fremstu röð á alþjóðamælikvarða. Þannig fáum við staðist þá samkeppni sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Stúdentar við Háskóla Íslands hafa þann góða sið að halda sérstaklega upp á 1. desember. Þá minnast þeir fullveldis þjóðarinnar, votta minningu þeirra sem fyrir því börðust virðingu og um leið staðfesta þeir mikilvægi Háskóla Íslands fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Háskólinn var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar og nú styttist óðum í aldarafmæli skólans. Við megum vænta þess að það verði heilmikið tilstand á afmælinu og það er mjög við hæfi, tilefnið er ærið. En við eigum að nota þessi fimm ár fram að afmælinu til þess að gera átak í að efla Háskóla Íslands. Skólinn hefur verið ein meginstoð þeirrar lífskjarabyltingar sem við Íslendingar höfum notið á síðustu öld. Hann hefur átt drjúgan þátt í því að Ísland er nú eitt ríkasta land veraldarinnar. Forystumenn skólans hafa lýst því markmiði sínu að Háskóli Íslands eigi að verða einn af hundrað bestu skólum heimsins. Þetta er mjög metnaðarfullt markmið og það sýnir mikla dirfsku hjá stjórnendum skólans að setja það fram. Ég er ekki endilega viss um að hægt sé að ná þessu markmiði en nú er búið að setja viðmið og það er hægt að mæla hvernig miðar. Ég er samt mjög hrifinn af þessari ákvörðun háskólayfirvalda því ég er sannfærður um að ekki hafi verið lagt af stað með þetta markmið nema vilji væri til þess innan háskólans að taka á skipulagsmálum skólans. Skólinn þarf að auka metnað sinn, bæði á kennslu- og á rannsóknasviðinu. Það þarf að auka kröfur til árangurs í kennslu og halda samkeppni um rannsóknafé innan skólans til að verðlauna afburðafólk og ýta frá þeim sem litlu afkasta. Jafnframt þarf að auka fjármuni til skólans. Háskóli Íslands þarf meira fé ef hann á að vera í fremstu röð í heiminum, framhjá þessu verður ekki litið. Ísland er nú eitt ríkasta land heimsins. Við gerum því kröfur til þess að hjá okkur sé allt fyrsta flokks. Heilbrigðiskerfið, aðbúnaður aldraðra og barna, félagsþjónustan, allt á þetta að standast samanburð við það sem best þekkist annars staðar. Til þess að við verðum áfram í hópi ríkustu þjóða, til þess að við getum áfram veitt þá samfélagsþjónustu sem við viljum og til þess að almenn lífskjör séu góð, þá verður hagkerfið að vera öflugt, öflugra en hjá flestum öðrum þjóðum. Háskólar landsins eru aflvél hagkerfisins og mikilvægasti hluti vélarinnar er Háskóli Íslands. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur unnið afrek þegar litið er til háskólanna, um það þarf ekki að deila. Fjölgun þeirra og aukin fjölbreytni í námsframboði hefur gert það að verkum að Ísland er nú í fremsta flokki þegar reiknaður er fjöldi háskólanema sem hlutfall af fólksfjölda. Á næstu fimm árum þarf að setja það markmið að fjárframlög til Háskóla Íslands vaxi jafnt og þétt þannig að á hundrað ára afmæli skólans hafi hann það fjármagn milli handanna sem dugar til að ná árangri. Á sama tíma þarf skólinn að efla innviði sína og auka gæðakröfur sínar. Þannig á að fara saman aukið fjármagn og betur skipulagður skóli. Á næstu fimm árum mun Háskóli Íslands ekki verða einn af hundrað bestu háskólum heims. En við getum, með samstilltu átaki lagt þann grunn sem dugar til þess að á aldarafmæli skólans eigi hann sóknarfæri, möguleika á því að verða í fremstu röð. Ef háskólinn á ekki möguleika á því að vera afburðagóður þá óttast ég mjög að þjóðin eigi ekki möguleika á því að halda áfram að vera í hópi ríkustu þjóða heims. Ríkisvaldið þarf því að auka framlag sitt á næstu fimm árum og skólinn sjálfur þarf að gera upp við sig hvort hann vill innheimta hóflegt gjald af nemendum sínum með sama hætti og aðrir háskólar í landinu gera. Gjöful fiskimið, ódýr orka, gríðarleg vinnuharka og menntun lyftu þjóðinni upp úr fátækt. Hnattvæðing viðskiptalífsins hefur breytt samkeppnisaðstæðum þannig að framleiðsla sem þarf á miklu vinnuafli að halda hefur færst austur á bóginn. Möguleikar okkar og annarra Evrópulanda í þeirri samkeppni felast í starfsemi sem byggir á háu tæknistigi eða miklu fjármagni. Þetta sést glögglega þegar hlutdeild álfunnar í heimsviðskiptum er skoðað. Við Íslendingar erum á réttri leið í þessum efnum. Fjármálaviðskipti, líftækni og aðrar slíkar greinar sem byggja á hátækni og menntun hafa vaxið gríðarlega hér á landi. Hver hefði til dæmis trúað því að á örfáum árum yrði fjármálastarfsemi sem hlutfall þjóðarframleiðslu jafn mikilvæg og sjávarútvegurinn? Þessi þróun grundvallast meðal annars á því að háskólar landsins séu öflugir. Við eigum því að setja okkur það markmið að búa til besta grunn- og menntaskóla í heimi. Á þeim grunni eigum við að byggja háskólaumhverfi sem stenst samanburð við það sem best þekkist. Þar skiptir mestu að Háskóli Íslands sé í fremstu röð á alþjóðamælikvarða. Þannig fáum við staðist þá samkeppni sem hnattvæðingin hefur í för með sér.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun