Aðgerðir gegn ofbeldi 6. desember 2006 00:01 Í viku hverri berast okkur fréttir af því að ofbeldi hafi verið beitt í samskiptum fólks. Oft tengjast fréttirnar skemmtunum og ofbeldið á sér þá gjarnan stað fyrir opnum tjöldum. Enda þótt ekkert réttlæti beitingu ofbeldis við þær kringumstæður leyfi ég mér að halda því fram að það sé enn alvarlega þegar ofbeldi á sér stað innan fjölskyldna í skjóli friðhelgi einkalífs. Hér á ég bæði við kynferðisofbeldi og annað ofbeldi sem virðist viðgangast í flestum samfélögum innan fjölskyldna og inni á heimilum. Það er smánarlegt en því miður beinist slíkt ofbeldi oftast að konum og börnum. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarRíkisstjórnin hefur samþykkt ítarlega aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis fyrir tímabilið 2006 - 2011. Hún byggist á margvíslegum aðgerðum sem stjórnvöld munu beita sér fyrir til að sporna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisbrotum sem beinast gegn börnum auk aðgerða til að koma þeim til aðstoðar sem orðið hafa fyrir þess háttar ofbeldi. Frjáls félagasamtök hafa unnið ómetanlegt starf á þessu sviði og segja má að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé að verulegu leyti byggð á fyrirmyndum sem fulltrúar þeirra hafa kynnt fyrir stjórnvöldum. Áætlunin var unnin á vettvangi samráðsnefndar félagsmálaráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meginmarkmið áætlunarinnarSett eru fram fjögur meginmarkmið í aðgerðaáætluninni. Tilgreindir eru ábyrgðaraðilar við hverja aðgerð og aðrir sem koma að framkvæmd þeirra. Verklok og tímarammi aðgerða eru tilgreind. Eftirfarandi markmið eru höfð að leiðarljósi:Að auka fyrirbyggjandi aðgerðir sem stuðla að viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu og opinni umræðu um ofbeldi gegn börnum og um kynbundið ofbeldi.- Að styrkja starfsfólk stofnana í því að koma auga á einkenni ofbeldis hjá börnum og kynbundins ofbeldis og koma þolendum til aðstoðar.- Að tryggja einstaklingum sem eru þolendur ofbeldis á heimili eða kynbundins ofbeldis viðeigandi aðstoð.- Að rjúfa vítahring ofbeldis með því að styrkja meðferðarúrræði fyrir gerendur. Um er að ræða efnismikla aðgerðaáætlun sem felur í sér 37 aðgerðir. Þær byggjast á samhæfingu, fræðslu, þjálfun og viðeigandi meðferð eða öðrum nauðsynlegum viðbrögðum. Hverri aðgerð er lýst sérstaklega ásamt tilgangi hennar. Einstökum ráðuneytum hefur verið falin ábyrgð á framkvæmd sérhverrar aðgerðar ásamt því að tilgreindur er tiltekinn tímarammi um framkvæmdina. Ég hvet almenning til að kynna sér áætlunina í heild á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins á vefslóðinni www.felagsmalaraduneyti.is.Við viljum árangurÉg ítreka það að félagasamtök hér á landi hafa unnið ómetanlegt starf gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa einstaklingar sem hafa verið beittir slíku ofbeldi gengið fram fyrir skjöldu og greint frá reynslu sinni. Með því hafa þeir opnað umræðuna og aukið skilning samfélagsins á alvarleika ofbeldisins og afleiðingum þess. Fyrir það vil ég þakka.Ég vil jafnframt undirstrika að þeir sem beita ofbeldi geti leitað sér aðstoðar. Verkefninu "Karlar til ábyrgðar" sem félagsmálaráðuneytið stendur að er meðal annars ætlað að ráðast að rótum vandans og rjúfa þann vítahring sem beiting ofbeldis getur verið.Ég legg ríka áherslu á að þeirri aðgerðaáætlun sem nú hefur verið samþykkt verði fylgt eftir og að árangur af henni verði metinn eftir því sem verkefnum og aðgerðum vindur fram. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi eiga það svo sannarlega skilið að sem flestir komi þeim til hjálpar. Við viljum sjá árangur og við viljum sjá breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Í viku hverri berast okkur fréttir af því að ofbeldi hafi verið beitt í samskiptum fólks. Oft tengjast fréttirnar skemmtunum og ofbeldið á sér þá gjarnan stað fyrir opnum tjöldum. Enda þótt ekkert réttlæti beitingu ofbeldis við þær kringumstæður leyfi ég mér að halda því fram að það sé enn alvarlega þegar ofbeldi á sér stað innan fjölskyldna í skjóli friðhelgi einkalífs. Hér á ég bæði við kynferðisofbeldi og annað ofbeldi sem virðist viðgangast í flestum samfélögum innan fjölskyldna og inni á heimilum. Það er smánarlegt en því miður beinist slíkt ofbeldi oftast að konum og börnum. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarRíkisstjórnin hefur samþykkt ítarlega aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis fyrir tímabilið 2006 - 2011. Hún byggist á margvíslegum aðgerðum sem stjórnvöld munu beita sér fyrir til að sporna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisbrotum sem beinast gegn börnum auk aðgerða til að koma þeim til aðstoðar sem orðið hafa fyrir þess háttar ofbeldi. Frjáls félagasamtök hafa unnið ómetanlegt starf á þessu sviði og segja má að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé að verulegu leyti byggð á fyrirmyndum sem fulltrúar þeirra hafa kynnt fyrir stjórnvöldum. Áætlunin var unnin á vettvangi samráðsnefndar félagsmálaráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meginmarkmið áætlunarinnarSett eru fram fjögur meginmarkmið í aðgerðaáætluninni. Tilgreindir eru ábyrgðaraðilar við hverja aðgerð og aðrir sem koma að framkvæmd þeirra. Verklok og tímarammi aðgerða eru tilgreind. Eftirfarandi markmið eru höfð að leiðarljósi:Að auka fyrirbyggjandi aðgerðir sem stuðla að viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu og opinni umræðu um ofbeldi gegn börnum og um kynbundið ofbeldi.- Að styrkja starfsfólk stofnana í því að koma auga á einkenni ofbeldis hjá börnum og kynbundins ofbeldis og koma þolendum til aðstoðar.- Að tryggja einstaklingum sem eru þolendur ofbeldis á heimili eða kynbundins ofbeldis viðeigandi aðstoð.- Að rjúfa vítahring ofbeldis með því að styrkja meðferðarúrræði fyrir gerendur. Um er að ræða efnismikla aðgerðaáætlun sem felur í sér 37 aðgerðir. Þær byggjast á samhæfingu, fræðslu, þjálfun og viðeigandi meðferð eða öðrum nauðsynlegum viðbrögðum. Hverri aðgerð er lýst sérstaklega ásamt tilgangi hennar. Einstökum ráðuneytum hefur verið falin ábyrgð á framkvæmd sérhverrar aðgerðar ásamt því að tilgreindur er tiltekinn tímarammi um framkvæmdina. Ég hvet almenning til að kynna sér áætlunina í heild á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins á vefslóðinni www.felagsmalaraduneyti.is.Við viljum árangurÉg ítreka það að félagasamtök hér á landi hafa unnið ómetanlegt starf gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa einstaklingar sem hafa verið beittir slíku ofbeldi gengið fram fyrir skjöldu og greint frá reynslu sinni. Með því hafa þeir opnað umræðuna og aukið skilning samfélagsins á alvarleika ofbeldisins og afleiðingum þess. Fyrir það vil ég þakka.Ég vil jafnframt undirstrika að þeir sem beita ofbeldi geti leitað sér aðstoðar. Verkefninu "Karlar til ábyrgðar" sem félagsmálaráðuneytið stendur að er meðal annars ætlað að ráðast að rótum vandans og rjúfa þann vítahring sem beiting ofbeldis getur verið.Ég legg ríka áherslu á að þeirri aðgerðaáætlun sem nú hefur verið samþykkt verði fylgt eftir og að árangur af henni verði metinn eftir því sem verkefnum og aðgerðum vindur fram. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi eiga það svo sannarlega skilið að sem flestir komi þeim til hjálpar. Við viljum sjá árangur og við viljum sjá breytingar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun