Bandaríkin ráða ekki ein við Írak 8. desember 2006 00:01 Varla líður sá dagur nú undanfarna mánuði að ekki berist fréttir af mannfalli í Íraks þar sem í hlut eiga saklausir íraskir borgarar, nýráðnir lögreglumenn í landinu eða erlendir hermenn - einkum þó bandarískir. Það virðist ekki vera ofmælt sem Kofi Annan aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í vikunni að ástandið í Írak sé verra en í borgarastyrjöld og er þá langt til jafnað. Annan er kannski berorðari nú um ástandið þarna vegna þess að hann er að láta af embætti um áramótin, og hans sjónarmið réðu ekki ferðinni þegar Bandaríkin og nánustu bandamenn þeirra ákváðu að gera innrás í landið fyrir tæpum þremur árum. Mörg þúsund manns hafa látið lífið eftir innrásina í mars 2003, þar af upp undir þrjú þúsund bandarískir hermenn. Tölur um fallna almenna borgara í landinu eru mjög á reiki, og virðist enginn vita nákvæmlega hve margir hafa fallið, og er það til vitnis um ástandið í landinu. Heilbrigðisyfirvöld þar tala um tölur á bilinu 100 - 150 þúsund manns, en aðrar heimildir nefna tölurnar 50 - 500 þúsund manns sem hafa orðið að gjalda með lífi sínu fyrir ástandið í landinu. Þá nefna erlendir miðlar að mörg hunduð þúsund manns hafi flúið til nágrannalandanna, án þess þó að nokkrar nákvæmr tölur liggi fyrir um flóttamennina frekar en margt annað í þessu stríðshrjáða landi. Um þessar mundir eru í kringum 140 þúsund bandarískir hermnan í Írak , og stöðugt berast til heimalands þeirra fréttir af slæmu gengi bandaríska hersins í landinu. Ástandið er farið að minna á tíma Víetnamstríðsins og skyldi engan undra. Baker-skýrslan svonefnda, sem var gerð opinber um miðja vikuna, kemur ekki með neina afgerandi lausn á Íraks vandanum, en hún skýrir væntanlega stöðu mála fyrir stjórnmálamönnum og almenningi í Bandaríkjunum og víðar. Það virðist ljóst að Bandaríkjamenn eru orðnir fastir í eigin stríðsgildru í Írak , því þeir virðast hvorki geta farið þaðan, né haldið áfram dvöl sinni þar. Hin þverpólitíska Baker- nefnd gerir að vísu ráð fyrir að bandarískir hermenn hverfi frá landinu eigi síðar en árið 2008, en hvort það tekst er svo allt annað mál. Á þessu stigi virðist deginum ljósara að Bandaríkjamenn og nánustu bandamenn þeirra ráða ekki einir og sér við það ástand í Írak sem þeir eru upphafsmenn að. Þar þurfa fleiri að koma til, en hverjir má svo spyrja? Í öðru lagi er vandmálið ekki einangrað við Írak eitt, heldur þarf að líta á óróasvæðið í Mið-Austurlöndum í heild, og kannski er lausnin ekki síst falin í víðtæku samkomulagi um Palestínuvandamálið, sem verður að vísu ekki hrist fram úr erminni nú um stundir frekar en á undanförnum áratugum. Grundvöllur fyrir þessu öllu er svo stefnubreyting þeirra sem nú ráða ríkjum í Hvíta húsinu í Washington, en hún verður varla fyrr en þar verða húsbóndaskipti. Það er ekki nóg að fórna varnarmálaráðherranum fyrrverandi og skipa nýjan í hans stað. Þarna þarf miklu meira að koma til, og líkt og í Víetnam stíðinu hér fyrr á árum, hefur almenningsálitð í Bandaríkjunumn mikið að segja, því stjórnmálamenn eru alltaf stjórnmálamenn, hvort sem þeir eru kjörnir af bandarískum almenningi eða borgurumannarra landa. Til almennings sækja þeir umboð sitt og því hefur hann sitt að segja á nokkurra ára fresti, þótt lítið fari kannski fyrir því þess á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Varla líður sá dagur nú undanfarna mánuði að ekki berist fréttir af mannfalli í Íraks þar sem í hlut eiga saklausir íraskir borgarar, nýráðnir lögreglumenn í landinu eða erlendir hermenn - einkum þó bandarískir. Það virðist ekki vera ofmælt sem Kofi Annan aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í vikunni að ástandið í Írak sé verra en í borgarastyrjöld og er þá langt til jafnað. Annan er kannski berorðari nú um ástandið þarna vegna þess að hann er að láta af embætti um áramótin, og hans sjónarmið réðu ekki ferðinni þegar Bandaríkin og nánustu bandamenn þeirra ákváðu að gera innrás í landið fyrir tæpum þremur árum. Mörg þúsund manns hafa látið lífið eftir innrásina í mars 2003, þar af upp undir þrjú þúsund bandarískir hermenn. Tölur um fallna almenna borgara í landinu eru mjög á reiki, og virðist enginn vita nákvæmlega hve margir hafa fallið, og er það til vitnis um ástandið í landinu. Heilbrigðisyfirvöld þar tala um tölur á bilinu 100 - 150 þúsund manns, en aðrar heimildir nefna tölurnar 50 - 500 þúsund manns sem hafa orðið að gjalda með lífi sínu fyrir ástandið í landinu. Þá nefna erlendir miðlar að mörg hunduð þúsund manns hafi flúið til nágrannalandanna, án þess þó að nokkrar nákvæmr tölur liggi fyrir um flóttamennina frekar en margt annað í þessu stríðshrjáða landi. Um þessar mundir eru í kringum 140 þúsund bandarískir hermnan í Írak , og stöðugt berast til heimalands þeirra fréttir af slæmu gengi bandaríska hersins í landinu. Ástandið er farið að minna á tíma Víetnamstríðsins og skyldi engan undra. Baker-skýrslan svonefnda, sem var gerð opinber um miðja vikuna, kemur ekki með neina afgerandi lausn á Íraks vandanum, en hún skýrir væntanlega stöðu mála fyrir stjórnmálamönnum og almenningi í Bandaríkjunum og víðar. Það virðist ljóst að Bandaríkjamenn eru orðnir fastir í eigin stríðsgildru í Írak , því þeir virðast hvorki geta farið þaðan, né haldið áfram dvöl sinni þar. Hin þverpólitíska Baker- nefnd gerir að vísu ráð fyrir að bandarískir hermenn hverfi frá landinu eigi síðar en árið 2008, en hvort það tekst er svo allt annað mál. Á þessu stigi virðist deginum ljósara að Bandaríkjamenn og nánustu bandamenn þeirra ráða ekki einir og sér við það ástand í Írak sem þeir eru upphafsmenn að. Þar þurfa fleiri að koma til, en hverjir má svo spyrja? Í öðru lagi er vandmálið ekki einangrað við Írak eitt, heldur þarf að líta á óróasvæðið í Mið-Austurlöndum í heild, og kannski er lausnin ekki síst falin í víðtæku samkomulagi um Palestínuvandamálið, sem verður að vísu ekki hrist fram úr erminni nú um stundir frekar en á undanförnum áratugum. Grundvöllur fyrir þessu öllu er svo stefnubreyting þeirra sem nú ráða ríkjum í Hvíta húsinu í Washington, en hún verður varla fyrr en þar verða húsbóndaskipti. Það er ekki nóg að fórna varnarmálaráðherranum fyrrverandi og skipa nýjan í hans stað. Þarna þarf miklu meira að koma til, og líkt og í Víetnam stíðinu hér fyrr á árum, hefur almenningsálitð í Bandaríkjunumn mikið að segja, því stjórnmálamenn eru alltaf stjórnmálamenn, hvort sem þeir eru kjörnir af bandarískum almenningi eða borgurumannarra landa. Til almennings sækja þeir umboð sitt og því hefur hann sitt að segja á nokkurra ára fresti, þótt lítið fari kannski fyrir því þess á milli.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun