Wii-tölvan uppseld 13. desember 2006 06:30 Nintendo Wii leikjatölva Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir nýjustu leikjatölvunni frá Nintendo að skipta varð eintökum bróðurlega á milli umboða í Evrópu. Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir. Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir.
Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira