Leikjavísir

Nintendo Wii uppseld í Japan

Líklega vinsælasta leikjatölvan sem seld verður fyrir þessi jól.
Líklega vinsælasta leikjatölvan sem seld verður fyrir þessi jól.

Leikjatölvan Nintendo Wii kom á markað í Japan um síðustu helgi, en tvær vikur eru síðan tölvan var sett á markað í Bandaríkjunum. Rúmlega 400 þúsund eintök voru í fyrsta upplagi tölvunnar sem kom á laugardaginn var og seldust þau öll upp samdægurs.

Búist er við því að milljón eintök seljist í Japan fyrir árslok, en tölvunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hafa Nintendo-menn engu til sparað við auglýsingaherferð tölvunnar. Tölvan er væntanleg til Íslands hinn 8. desember en ekki er búið að ákveða verð gripsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.