Algjörlega byggður á myndasögunum 14. desember 2006 08:30 Án nokkurs vafa veglegasti Superman leikur sem hefur sést. Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt. Leikurinn er fyrst og fremst byggður þeim sagnaheimi sem skapaður hefur verið í þeim hasarblöðum sem hafa komið út um kappann frá DC undanfarin sextíu ár, en allir leikarar myndarinnar hafa ljáð persónum leiksins raddir sínar. Markmið leiksins er fyrst og fremst að berjast við glæpi og vernda borgina Metropolis frá illu. Framleiðendur leiksins státa sig af því að sjaldan hafi nein borg verið jafn „lifandi" og nú en í leiknum nær borgin yfir 207 ferkílómetra svæði og samanstendur af næstum tíu þúsund byggingum. Fólk á götum úti flýr frá glæpamönnum og hættum með miklum ofsa en er líka gjarnt á að taka myndir af Superman þegar hann flýgur um borgina. Smáatriði hafa aldrei verið jafn nákvæm. Superman notast auðvitað við alla ofurkrafta sína til þess að berjast gegn glæpamönnum, hvort sem það er styrkurinn, snerpan, flugið, ofurheyrn eða ofurandardrátturinn, en með honum getur Superman feykt burt bílum og braki sem og fryst andstæðinga sína og vatn. Einnig er hægt að samtvinna þessa hæfileika, til dæmis ef vatn bunar af miklum krafti úr brunahana getur Superman fryst vatnið og notað svo klakadröngulinn sem vopn gegn andstæðingum sínum. Glæpamenn eru þó alls ekki það eina sem ber að óttast í leiknum, en einnig ganga hvirfilbyljir, eldar og önnur náttúröfl yfir borgina með miklum látum. Allar skemmdir á borginni haldast í minni leiksins og er því mikilvægt að bregðast fljótt við, því um leið og borgin hefur orðið fyrir of miklum skemmdum er leiknum lokið. Stýringar í leiknum eiga að vera til fyrirmyndar en þær skiptast gróflega í þrjá hluta, flug, björgun og bardaga. Þegar Superman flýgur um getur hann gert alls konar kúnstir og undirbúið öðruvísi og öflugri árásir þaðan. Þegar hann svo bjargar fólki eru vissar stýringar, en í bardaga opnast fyrir enn aðrar stýringar sem eiga að veita manni fjöldann allan af valmöguleikum. Engu hefur verið tilsparað við gerð á grafík og hljóði leiksins sem er í þrívídd og tónlistin er öll samin og spiluð af sinfóníuhljómsveit. Superman er vænn leikur í jólapakkann. Metropolis. Engin borg í tölvuleik hefur verið jafn lifandi og þessi. . Í nærbuxunum utan yfir Superman getur barist við illþýði á ótal vegu og meðal annars feykt því burt. . Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt. Leikurinn er fyrst og fremst byggður þeim sagnaheimi sem skapaður hefur verið í þeim hasarblöðum sem hafa komið út um kappann frá DC undanfarin sextíu ár, en allir leikarar myndarinnar hafa ljáð persónum leiksins raddir sínar. Markmið leiksins er fyrst og fremst að berjast við glæpi og vernda borgina Metropolis frá illu. Framleiðendur leiksins státa sig af því að sjaldan hafi nein borg verið jafn „lifandi" og nú en í leiknum nær borgin yfir 207 ferkílómetra svæði og samanstendur af næstum tíu þúsund byggingum. Fólk á götum úti flýr frá glæpamönnum og hættum með miklum ofsa en er líka gjarnt á að taka myndir af Superman þegar hann flýgur um borgina. Smáatriði hafa aldrei verið jafn nákvæm. Superman notast auðvitað við alla ofurkrafta sína til þess að berjast gegn glæpamönnum, hvort sem það er styrkurinn, snerpan, flugið, ofurheyrn eða ofurandardrátturinn, en með honum getur Superman feykt burt bílum og braki sem og fryst andstæðinga sína og vatn. Einnig er hægt að samtvinna þessa hæfileika, til dæmis ef vatn bunar af miklum krafti úr brunahana getur Superman fryst vatnið og notað svo klakadröngulinn sem vopn gegn andstæðingum sínum. Glæpamenn eru þó alls ekki það eina sem ber að óttast í leiknum, en einnig ganga hvirfilbyljir, eldar og önnur náttúröfl yfir borgina með miklum látum. Allar skemmdir á borginni haldast í minni leiksins og er því mikilvægt að bregðast fljótt við, því um leið og borgin hefur orðið fyrir of miklum skemmdum er leiknum lokið. Stýringar í leiknum eiga að vera til fyrirmyndar en þær skiptast gróflega í þrjá hluta, flug, björgun og bardaga. Þegar Superman flýgur um getur hann gert alls konar kúnstir og undirbúið öðruvísi og öflugri árásir þaðan. Þegar hann svo bjargar fólki eru vissar stýringar, en í bardaga opnast fyrir enn aðrar stýringar sem eiga að veita manni fjöldann allan af valmöguleikum. Engu hefur verið tilsparað við gerð á grafík og hljóði leiksins sem er í þrívídd og tónlistin er öll samin og spiluð af sinfóníuhljómsveit. Superman er vænn leikur í jólapakkann. Metropolis. Engin borg í tölvuleik hefur verið jafn lifandi og þessi. . Í nærbuxunum utan yfir Superman getur barist við illþýði á ótal vegu og meðal annars feykt því burt. .
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira