Suðurland fær meðbyr 15. desember 2006 15:30 Stefán Karl gæti hugsanlega tekið að sér hlutverk í mynd sem verður framleidd af sömu aðilum og gerðu Crouching Tiger, Hidden Dragon „Maður getur aldrei sagt af eða á í svona málum, væri bjánalegt að staðfesta eitt eða annað enda er það með þennan bransa eins og með svo margt annað að hlutirnir breytast ansi hratt," segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að framleiðendur Óskarsverðlaunakvikmyndarinnar Crouching Tiger, Hidden Dragon sem Ang Lee gerði á sínum tíma vilji ólmir fá Íslendinginn til að leika í vampírumynd fyrir sig. Stefán neitaði að tjá sig um málið en viðurkenndi að góður gangur væri á málum um þessar mundir. „Stefnir í að verða mjög gott ár," útskýrir Stefán sem sat með morgunkaffið í sólinni í Los Angeles þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ferill sem fer hægt af stað fer hægt niður en ferill sem fer hratt upp á við er líka ansi fljótur að hrapa," bætir hann spekingslega við og hlær. Velgengni Glanna glæps og Latabæjar hefur varla farið framhjá nokkrum Íslendingi, þátturinn fékk nýverið bresku Bafta-verðlaunin og smáskífan Bing Bang komst í fjórða sæti breska smáskífulistans. Stefán viðurkennir að þessi velgengni hafi sitt að segja fyrir sinn feril en segir þó að fólk sem eigi ekki börn kannist varla við fyrirbærið. „Kvikmyndin Night at the Museum hefur til að mynda vakið mun meiri athygli á mér," útskýrir Stefán en þar talar leikarinn fyrir kolgeðveikan víking sem hótar bandaríska stórleikaranum Ben Stiller öllu illu á íslensku. Myndin skartar, auk þeirra Stillers og Stefáni, leikurum á borð við Ricky Gervais, Robin Williams og Owen Wilson. Hjónin Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa í nógu að snúast um þessar mundir þar vestra því á meðan leikarinn reynir fyrir sér í hinum harða heimi Englaborgarinnar eru þau að fara að framleiða stórslysamyndina Suðurlandið sem fjallar um það þegar flutningaskipið Suðurland fórst austnorðaustur af Langanesi á jólanótt árið 1985, en með því fórust sex manns. „Hún hefur fengið byr undir báða vængi, við erum í viðræðum við framleiðendurna Michael Shane og Tony Romano, sem framleiddu meðal annars Catch Me if You Can eftir Steven Spielberg, um fjármögnun og hún hefur þegar fengið alheimsdreifingu," útskýrir Stefán og upplýsir jafnframt að mjög virtur leikstjóri hafi sýnt verkefninu áhuga en vildi ekki gefa upp hver það væri. Stefán gerir allt hvað hann getur sem kolgeðveikur víkingur í kvikmyndinni Night at the Museum til að hræða líftóruna úr næturverði. . Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Maður getur aldrei sagt af eða á í svona málum, væri bjánalegt að staðfesta eitt eða annað enda er það með þennan bransa eins og með svo margt annað að hlutirnir breytast ansi hratt," segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að framleiðendur Óskarsverðlaunakvikmyndarinnar Crouching Tiger, Hidden Dragon sem Ang Lee gerði á sínum tíma vilji ólmir fá Íslendinginn til að leika í vampírumynd fyrir sig. Stefán neitaði að tjá sig um málið en viðurkenndi að góður gangur væri á málum um þessar mundir. „Stefnir í að verða mjög gott ár," útskýrir Stefán sem sat með morgunkaffið í sólinni í Los Angeles þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ferill sem fer hægt af stað fer hægt niður en ferill sem fer hratt upp á við er líka ansi fljótur að hrapa," bætir hann spekingslega við og hlær. Velgengni Glanna glæps og Latabæjar hefur varla farið framhjá nokkrum Íslendingi, þátturinn fékk nýverið bresku Bafta-verðlaunin og smáskífan Bing Bang komst í fjórða sæti breska smáskífulistans. Stefán viðurkennir að þessi velgengni hafi sitt að segja fyrir sinn feril en segir þó að fólk sem eigi ekki börn kannist varla við fyrirbærið. „Kvikmyndin Night at the Museum hefur til að mynda vakið mun meiri athygli á mér," útskýrir Stefán en þar talar leikarinn fyrir kolgeðveikan víking sem hótar bandaríska stórleikaranum Ben Stiller öllu illu á íslensku. Myndin skartar, auk þeirra Stillers og Stefáni, leikurum á borð við Ricky Gervais, Robin Williams og Owen Wilson. Hjónin Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa í nógu að snúast um þessar mundir þar vestra því á meðan leikarinn reynir fyrir sér í hinum harða heimi Englaborgarinnar eru þau að fara að framleiða stórslysamyndina Suðurlandið sem fjallar um það þegar flutningaskipið Suðurland fórst austnorðaustur af Langanesi á jólanótt árið 1985, en með því fórust sex manns. „Hún hefur fengið byr undir báða vængi, við erum í viðræðum við framleiðendurna Michael Shane og Tony Romano, sem framleiddu meðal annars Catch Me if You Can eftir Steven Spielberg, um fjármögnun og hún hefur þegar fengið alheimsdreifingu," útskýrir Stefán og upplýsir jafnframt að mjög virtur leikstjóri hafi sýnt verkefninu áhuga en vildi ekki gefa upp hver það væri. Stefán gerir allt hvað hann getur sem kolgeðveikur víkingur í kvikmyndinni Night at the Museum til að hræða líftóruna úr næturverði. .
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira