Sá alræmdi 16. desember 2006 05:00 Fallinn er Óli fígúra í Síle" sagði menntaskólakennari nokkur daginn eftir að einræðisherrann Augusto Pinochet hafði tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi völd árið 1989. Nemendur hans fengu frí þann daginn. Pinochet var eitt af mörgum fórnarlömbum þess að járntjaldið féll um þær mundir. Einræðisherra Paragvæ, Alfredo Stroessner, fór sömu leið og Pinochet fyrr á því ári og þeir urðu einnig samferða úr jarðlífinu, því að Stroessner er nýlátinn. Fall járntjaldsins kom sér illa fyrir þessa karla því að fram að því höfðu verið álitnir söguleg nauðsyn í baráttu „hinna frjálsu þjóða" við heimskommúnismann. Frægasti talsmaður þessa viðhorfs var Jeane Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem einnig er nýlátin og eflaust í góðum félagsskap þeirra Stroessners og Pinochets fyrir handan. Af öllum einræðisherrunum í bláa liðinu var Pinochet líklega sá sem var mest hataður. Það stafaði af ýmsum orsökum. Í fyrsta lagi þá hafði hann þá sérstöðu að hafa framið valdarán og komið á harðstjórn í gamalgrónu lýðræðisríki. Slíkt er ekki jafn algengt og fólk kynni að halda. Styrjaldir, innanlandsátök og skortur á lýðræðishefð eru helsti jarðvegur einræðisstjórna. Stjórn Pinochets einkenndist af pyntingum, mannránum og launmorðum á pólitískum andstæðingum. Að því leyti var hún þó ekki frábrugðin svipuðum fyrirbærum annars staðar í álfunni, t.d. í Argentínu, Úrúgvæ eða Paragvæ. En í Síle voru menn ekki vanir slíku og hrottaskapurinn því ennþá skelfilegri í því samhengi. Að sumu leyti væri ósanngjarnt að kenna Pinochet einum um valdaránið í Síle 11. september 1973. Þeir sem lögðu á ráðin um það voru bandarískir ráðamenn, þeir Nixon og Kissinger. Allir framámenn í her Síle tóku þátt í því en Pinochet var einungis leyft að taka þátt á lokastigum. Enda taldi Salvador Allende, hinn lýðræðislega kjörni forseti Síle, að Pinochet myndi verða eitt af fórnarlömbum valdaránsins. Það fór á annan veg. Ári eftir að herforingjastjórn hafði verið komið á voru öll völd kominn í hendur Pinochets. Hann náði að tryggja sér alræðisvald umfram aðra harðstjóra í álfunni, þar sem reglulega var skipt um forsvarsmenn herforingjastjórna. Pinochet hafði þá sérstöðu meðal suðuramerískra einræðisherra að honum var sérstaklega hampað af hægrimönnum á Vesturlöndum fyrir að hafa unnið „efnahagslegt kraftaverk" sem komið væri beint úr smiðju Miltons Friedmans. Það var hins vegar orðum aukið. Pinochet naut þess fyrst og fremst að fá mikla fyrirgreiðslu í alþjóðlegum lánastofnunum. Hann naut þar allt annarra kjara en lýðræðislega kjörinn fyrirrennari hans. Verndarar hans í Bandaríkjunum máttu ekki við því að þessi efnahagstilraun mistækist, en hún fór nálægt því í upphafi 9. áratugsins þegar skuldir ríkisins fóru úr böndunum og atvinnuleysi varð gríðarlegt. Tekjuskipting í Síle varð ójafnari en annars staðar í álfunni, nema í Brasilíu, sem bjó enda við svipaða herforingjastjórn. Frægð Pinochets og vinsældir á Vesturlöndum urðu honum að lokum að falli. Hann var handtekinn í Bretlandi 1998, að kröfu spænsks dómara, og ákærður fyrir alþjóðleg mannréttindabrot. Eftir 16 mánaða stofufangelsi var Pinochet leyft að snúa heim og var þá trúverðugleiki ríkisstjórnar Tonys Blair í mannréttindamálum að engu orðinn. Mannorð Pinochets gat þó ekki versnað neins staðar nema í heimalandinu. Þau forréttindi sem hann hafði tryggt sér við valdaskiptin voru tekin af honum og hann eyddi því sem eftir var ævinnar í að verjast ágangi dómstóla. Sama ár og Pinochet sneri heim, árið 2000, var sósíalisti kosinn forseti í Síle og ævistarf hans því unnið fyrir gýg. Eftir stendur arfleifð sem einkennist af spillingu, pyntingu og fjármögnun alþjóðlegra hryðjuverka. Sumum kann að finnast Pinochet hafa sloppið vel frá dómi sögunnar, vegna þess að Margaret Thatcher talar vel um hann og vegna þess að hann á sér ennþá formælendur í Síle. Það er misskilningur. Allir einræðisherrar njóta samúðar einhverra í eigin landi því að það er alltaf einhver sem græðir á slíkum stjórnum. Staðreyndin er hins vegar sú að jafnvel í hópi einræðisherra er Pinochet illa þokkaður. Við fráfall sitt er hann m.a.s. kallaður „einræðisherra" (dictator) í vestrænum fjölmiðlum en ekki kurteisisheitinu „valdstjóri" (authoritarian ruler) sem er þó jafnan notað yfir einræðisherra sem eru í liði með Bandaríkjunum, s.s. konunginn í Sádí-Arabíu. Það er athyglisvert að líta til þess að árið sem Pinochet féll frá voru vinstrisinnaðir forsetar kosnir til valda í flestöllum ríkjum Rómönsku-Ameríku. Fátt sýnir betur skipbrot þeirrar stefnu sem þeir Nixon og Kissinger kusu yfir Síle - þvert á þjóðarvilja þar í landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Fallinn er Óli fígúra í Síle" sagði menntaskólakennari nokkur daginn eftir að einræðisherrann Augusto Pinochet hafði tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi völd árið 1989. Nemendur hans fengu frí þann daginn. Pinochet var eitt af mörgum fórnarlömbum þess að járntjaldið féll um þær mundir. Einræðisherra Paragvæ, Alfredo Stroessner, fór sömu leið og Pinochet fyrr á því ári og þeir urðu einnig samferða úr jarðlífinu, því að Stroessner er nýlátinn. Fall járntjaldsins kom sér illa fyrir þessa karla því að fram að því höfðu verið álitnir söguleg nauðsyn í baráttu „hinna frjálsu þjóða" við heimskommúnismann. Frægasti talsmaður þessa viðhorfs var Jeane Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem einnig er nýlátin og eflaust í góðum félagsskap þeirra Stroessners og Pinochets fyrir handan. Af öllum einræðisherrunum í bláa liðinu var Pinochet líklega sá sem var mest hataður. Það stafaði af ýmsum orsökum. Í fyrsta lagi þá hafði hann þá sérstöðu að hafa framið valdarán og komið á harðstjórn í gamalgrónu lýðræðisríki. Slíkt er ekki jafn algengt og fólk kynni að halda. Styrjaldir, innanlandsátök og skortur á lýðræðishefð eru helsti jarðvegur einræðisstjórna. Stjórn Pinochets einkenndist af pyntingum, mannránum og launmorðum á pólitískum andstæðingum. Að því leyti var hún þó ekki frábrugðin svipuðum fyrirbærum annars staðar í álfunni, t.d. í Argentínu, Úrúgvæ eða Paragvæ. En í Síle voru menn ekki vanir slíku og hrottaskapurinn því ennþá skelfilegri í því samhengi. Að sumu leyti væri ósanngjarnt að kenna Pinochet einum um valdaránið í Síle 11. september 1973. Þeir sem lögðu á ráðin um það voru bandarískir ráðamenn, þeir Nixon og Kissinger. Allir framámenn í her Síle tóku þátt í því en Pinochet var einungis leyft að taka þátt á lokastigum. Enda taldi Salvador Allende, hinn lýðræðislega kjörni forseti Síle, að Pinochet myndi verða eitt af fórnarlömbum valdaránsins. Það fór á annan veg. Ári eftir að herforingjastjórn hafði verið komið á voru öll völd kominn í hendur Pinochets. Hann náði að tryggja sér alræðisvald umfram aðra harðstjóra í álfunni, þar sem reglulega var skipt um forsvarsmenn herforingjastjórna. Pinochet hafði þá sérstöðu meðal suðuramerískra einræðisherra að honum var sérstaklega hampað af hægrimönnum á Vesturlöndum fyrir að hafa unnið „efnahagslegt kraftaverk" sem komið væri beint úr smiðju Miltons Friedmans. Það var hins vegar orðum aukið. Pinochet naut þess fyrst og fremst að fá mikla fyrirgreiðslu í alþjóðlegum lánastofnunum. Hann naut þar allt annarra kjara en lýðræðislega kjörinn fyrirrennari hans. Verndarar hans í Bandaríkjunum máttu ekki við því að þessi efnahagstilraun mistækist, en hún fór nálægt því í upphafi 9. áratugsins þegar skuldir ríkisins fóru úr böndunum og atvinnuleysi varð gríðarlegt. Tekjuskipting í Síle varð ójafnari en annars staðar í álfunni, nema í Brasilíu, sem bjó enda við svipaða herforingjastjórn. Frægð Pinochets og vinsældir á Vesturlöndum urðu honum að lokum að falli. Hann var handtekinn í Bretlandi 1998, að kröfu spænsks dómara, og ákærður fyrir alþjóðleg mannréttindabrot. Eftir 16 mánaða stofufangelsi var Pinochet leyft að snúa heim og var þá trúverðugleiki ríkisstjórnar Tonys Blair í mannréttindamálum að engu orðinn. Mannorð Pinochets gat þó ekki versnað neins staðar nema í heimalandinu. Þau forréttindi sem hann hafði tryggt sér við valdaskiptin voru tekin af honum og hann eyddi því sem eftir var ævinnar í að verjast ágangi dómstóla. Sama ár og Pinochet sneri heim, árið 2000, var sósíalisti kosinn forseti í Síle og ævistarf hans því unnið fyrir gýg. Eftir stendur arfleifð sem einkennist af spillingu, pyntingu og fjármögnun alþjóðlegra hryðjuverka. Sumum kann að finnast Pinochet hafa sloppið vel frá dómi sögunnar, vegna þess að Margaret Thatcher talar vel um hann og vegna þess að hann á sér ennþá formælendur í Síle. Það er misskilningur. Allir einræðisherrar njóta samúðar einhverra í eigin landi því að það er alltaf einhver sem græðir á slíkum stjórnum. Staðreyndin er hins vegar sú að jafnvel í hópi einræðisherra er Pinochet illa þokkaður. Við fráfall sitt er hann m.a.s. kallaður „einræðisherra" (dictator) í vestrænum fjölmiðlum en ekki kurteisisheitinu „valdstjóri" (authoritarian ruler) sem er þó jafnan notað yfir einræðisherra sem eru í liði með Bandaríkjunum, s.s. konunginn í Sádí-Arabíu. Það er athyglisvert að líta til þess að árið sem Pinochet féll frá voru vinstrisinnaðir forsetar kosnir til valda í flestöllum ríkjum Rómönsku-Ameríku. Fátt sýnir betur skipbrot þeirrar stefnu sem þeir Nixon og Kissinger kusu yfir Síle - þvert á þjóðarvilja þar í landi.