Sameinuð stjórnarandstaða 18. desember 2006 05:00 Spunahljóð feigðarinnar leikur um núverandi ríkisstjórn. Líkurnar á því að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram að loknum þingkosningum fara þverrandi með viku hverri. Síðasta skoðanakönnun Gallup undirstrikaði þá staðreynd. Í fréttaflutningi af henni féll í skuggann sú staðreynd að samkvæmt henni vantaði stjórnarflokkana mikið upp á að halda meirihluta. Ríkisstjórnin var kolfallin. Í dag eru því langmestar líkur á því að ný ríkisstjórn taki við að loknum næstu þingkosningum.Þröng staða stjórnarflokkannaForystuskipti Framsóknarflokksins tókust illa. Flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og hefur í dag innan við helming af kjörfylginu við þingkosningarnar 2003. Framsókn er blóðrifin frá grasrót upp í efstu lög. Það var staðfest með illa grundaðri atlögu formanns þingflokks, Hjálmars Árnasonar. gegn Guðna Ágústssyni, varaformanni Framsóknar, í komandi prófkjöri í Suðurkjördæmi. Atlagan er enn ein tilraun flokkseigendaklíkunnar til að hrekja Guðna Ágústsson úr stjórnmálum. Vitaskuld mun hann hætta tapi hann orrustunni við Hjálmar. Í aðdraganda þingkosninga er því Framsókn svo heillum rúin að hún telur það forgangsmál að efna til átaka milli forystumanna.Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn byrjaður að missa flugið. Dr. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, hefur sagt að kosningafylgi íhaldsins sé jafnan 3-4% undir mælingum Gallup. Í síðustu könnun mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 36% stuðning. Samkvæmt formúlu hins góða doktors er því raunverulegt fylgi flokksins í dag undir kjörfylginu 2003, þegar hann var í næstum sögulegu lágmarki, og hlaut 33,9%. Erfiðleikar Sjálfstæðisflokksins eru þríþættir.Í fyrsta lagi virðist flokkurinn ekki hafa neinar nýjar hugmyndir að bjóða, og meðan hann er fastur í þráhyggju menntamálaráðherra um háeffun RÚV komast engin önnur mál á dagskrá. Í öðru lagi hefur formaður flokksins tamið sér þann stíl standa sem lengst frá kastljósi fjölmiðlanna, hafa litlar skoðanir og á fáum málum. "Línan" sem áður kom jafnan frá Valhöll er því mjóróma og lágt kveðin. Það gafst vel í upphafi ferils Geirs, en miklu síður á þeim átakatímum sem upp eru runnir í stjórnmálum. Geir mistókst þannig að skjóta skildi fyrir flokkinn þegar tilfinningaþrungin umræða um innflytjendur hófst. Flokkurinn þagði, meðan Frjálslyndir spændu af honum fylgið frá hægri.Í þriðja lagi hrjá Sjálfstæðisflokkinn ýmis smærri innanmein sem sjúga úr honum kraftinn. Mál Árna Johnsen er flokknum erfitt, RÚV-frumvarpið þvælist mjög fyrir honum og er í vaxandi mæli gagnrýnt frá hægri væng flokksins og atvinnulífinu, Valhöll er í höndum óútreiknanlegra skæruliða sem skaða flokkinn fremur en efla, hinn vígreifi Engeyjararmur heldur sig til hlés eftir að Valhöll felldi ajatollann úr Háuhlíðinni, og lykilráðherra fjármála laskaðist illa þegar hann var hrakinn úr jarlsdæmi sínu í Hafnarfirði og náði varla táfestu í nýju kjördæmi.Samstiga stjórnarandstaðaÁ meðan er stjórnarandstaðan að byggja upp trúverðugan valkost. Sú ákvörðun forystu Sjálfstæðisflokksins að gefa út dagskipun um að sneiða alls staðar hjá Samfylkingunni við myndun meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningar í vor gerði það óhjákvæmilegt fyrir jafnaðarmenn að svara þeirri vanhugsuðu taktík með því að byggja upp samstæðan valkost sem teygði sig frá miðjunni og yfir vinstri vænginn. Það er að takast. Á Alþingi hafa flokkar stjórnarandstöðunnar í senn náð að halda sérstöðu sinni og skapa órofa samstöðu í burðarmálum sem sameina hana.Stjórnarandstaðan hefur staðið saman einsog klettur við mikilvægustu lög þingsins, fjárlögin, og lagt fram sameiginleg burðarmál, einkum á sviði velferðarmála. Lykilmenn hennar, Ingibjörg Sólrún, Steingrímur J. og Guðjón Arnar, njóta vaxandi tiltrúar sem sterk ráðherraefni. Hún hefur jafnframt opinberlega bundist fastmælum um að fara ekki í viðræður við aðra flokka um stjórnarmyndun án þess að tala fyrst sín á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar.Í dag er engu hægt að slá föstu um hvernig ríkisstjórn heilsar landsmönnum að kosningum loknum. Hitt er deginum ljósara að núverandi ríkisstjórn hefur drukkið sinn bikar í botn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Spunahljóð feigðarinnar leikur um núverandi ríkisstjórn. Líkurnar á því að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram að loknum þingkosningum fara þverrandi með viku hverri. Síðasta skoðanakönnun Gallup undirstrikaði þá staðreynd. Í fréttaflutningi af henni féll í skuggann sú staðreynd að samkvæmt henni vantaði stjórnarflokkana mikið upp á að halda meirihluta. Ríkisstjórnin var kolfallin. Í dag eru því langmestar líkur á því að ný ríkisstjórn taki við að loknum næstu þingkosningum.Þröng staða stjórnarflokkannaForystuskipti Framsóknarflokksins tókust illa. Flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og hefur í dag innan við helming af kjörfylginu við þingkosningarnar 2003. Framsókn er blóðrifin frá grasrót upp í efstu lög. Það var staðfest með illa grundaðri atlögu formanns þingflokks, Hjálmars Árnasonar. gegn Guðna Ágústssyni, varaformanni Framsóknar, í komandi prófkjöri í Suðurkjördæmi. Atlagan er enn ein tilraun flokkseigendaklíkunnar til að hrekja Guðna Ágústsson úr stjórnmálum. Vitaskuld mun hann hætta tapi hann orrustunni við Hjálmar. Í aðdraganda þingkosninga er því Framsókn svo heillum rúin að hún telur það forgangsmál að efna til átaka milli forystumanna.Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn byrjaður að missa flugið. Dr. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, hefur sagt að kosningafylgi íhaldsins sé jafnan 3-4% undir mælingum Gallup. Í síðustu könnun mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 36% stuðning. Samkvæmt formúlu hins góða doktors er því raunverulegt fylgi flokksins í dag undir kjörfylginu 2003, þegar hann var í næstum sögulegu lágmarki, og hlaut 33,9%. Erfiðleikar Sjálfstæðisflokksins eru þríþættir.Í fyrsta lagi virðist flokkurinn ekki hafa neinar nýjar hugmyndir að bjóða, og meðan hann er fastur í þráhyggju menntamálaráðherra um háeffun RÚV komast engin önnur mál á dagskrá. Í öðru lagi hefur formaður flokksins tamið sér þann stíl standa sem lengst frá kastljósi fjölmiðlanna, hafa litlar skoðanir og á fáum málum. "Línan" sem áður kom jafnan frá Valhöll er því mjóróma og lágt kveðin. Það gafst vel í upphafi ferils Geirs, en miklu síður á þeim átakatímum sem upp eru runnir í stjórnmálum. Geir mistókst þannig að skjóta skildi fyrir flokkinn þegar tilfinningaþrungin umræða um innflytjendur hófst. Flokkurinn þagði, meðan Frjálslyndir spændu af honum fylgið frá hægri.Í þriðja lagi hrjá Sjálfstæðisflokkinn ýmis smærri innanmein sem sjúga úr honum kraftinn. Mál Árna Johnsen er flokknum erfitt, RÚV-frumvarpið þvælist mjög fyrir honum og er í vaxandi mæli gagnrýnt frá hægri væng flokksins og atvinnulífinu, Valhöll er í höndum óútreiknanlegra skæruliða sem skaða flokkinn fremur en efla, hinn vígreifi Engeyjararmur heldur sig til hlés eftir að Valhöll felldi ajatollann úr Háuhlíðinni, og lykilráðherra fjármála laskaðist illa þegar hann var hrakinn úr jarlsdæmi sínu í Hafnarfirði og náði varla táfestu í nýju kjördæmi.Samstiga stjórnarandstaðaÁ meðan er stjórnarandstaðan að byggja upp trúverðugan valkost. Sú ákvörðun forystu Sjálfstæðisflokksins að gefa út dagskipun um að sneiða alls staðar hjá Samfylkingunni við myndun meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningar í vor gerði það óhjákvæmilegt fyrir jafnaðarmenn að svara þeirri vanhugsuðu taktík með því að byggja upp samstæðan valkost sem teygði sig frá miðjunni og yfir vinstri vænginn. Það er að takast. Á Alþingi hafa flokkar stjórnarandstöðunnar í senn náð að halda sérstöðu sinni og skapa órofa samstöðu í burðarmálum sem sameina hana.Stjórnarandstaðan hefur staðið saman einsog klettur við mikilvægustu lög þingsins, fjárlögin, og lagt fram sameiginleg burðarmál, einkum á sviði velferðarmála. Lykilmenn hennar, Ingibjörg Sólrún, Steingrímur J. og Guðjón Arnar, njóta vaxandi tiltrúar sem sterk ráðherraefni. Hún hefur jafnframt opinberlega bundist fastmælum um að fara ekki í viðræður við aðra flokka um stjórnarmyndun án þess að tala fyrst sín á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar.Í dag er engu hægt að slá föstu um hvernig ríkisstjórn heilsar landsmönnum að kosningum loknum. Hitt er deginum ljósara að núverandi ríkisstjórn hefur drukkið sinn bikar í botn.