Straumar samtímans 20. desember 2006 00:01 Ártalið 2006 mun ekki oft sjást í sögubókum framtíðarinnar. Á árinu mátti þó vel greina þá þungu strauma sem móta samtíð okkar og framtíð. Hverjir eru þeir? Af nógu er að taka því við lifum eitt mesta byltingarskeið mannkynsögunnar. Umfang breytinga í heiminum og hraði þeirra, eru án beinnar hliðstæðu í sögunni. Aflvakar þeirra allra eru alþjóðlegir þótt áhrifin séu ólík í mismunandi samfélögum. Því er engum manni lengur mögulegt að skilja eigið samfélag án þess að leita samhengis í alþjóðlegum veruleika. Sívaxandi mótun hins staðbundna af hinu alþjóðlega og hins sérstaka af því almenna minnti á sig með þúsund og einum hætti á líðandi ári í atvinnulífi, efnahagsmálum, stjórnmálum og menningu. Vaxandi öryggisleysis þeirra sem sætta sig illa við þetta minnti líka oft á sig en slíkar tilfinningar birtust með ólíkasta hætti. Sums staðar sjá menn ógnina í útlendum hugmyndum um frelsi kvenna eða í kjánalegum skopmyndum birtum í landi sem þeir vita ekkert um. Annars staðar virðast öryggi manna og sjálfsmynd helst ógnað með nærveru skúringakvenna frá Taílandi og trésmiða frá Póllandi. Og víða óttast menn um vinnu sína og afkomu vegna þess að þeir eru lentir í samkeppni við fólk í Kína eða á Indlandi. Annan meginstraum samtímans er líka að finna í uppgangi risasamfélaga Asíu sem eru heimkynni meirihluta mannkyns. Atvik og atburðir á líðandi ári minntu sífellt á þetta, oftast fyrirbæri af efnahagslegum toga en æ oftar pólitískir og menningarlegir atburðir. Samningar Indlands við Bandaríkin nú í vikunni voru gerðir á forsendum Indverja en ekki Bandaríkjamanna sem bökkuðu með sína stefnu, sem hefði þótt fráleitt fyrir skemmstu. Í síðasta mánuði tóku kínversk stjórnvöld á móti nær sextíu þjóðarleiðtogum frá Afríku og Asíu sem komu til að ræða samstarf við Kína. Stjórnmálaskýrandi orðaði það sem svo að Kína væri ekki aðeins staðið á fætur heldur gengið inn á mitt svið heimsins. Einn þekktasti sagnfræðingur Breta ræddi uppgang Asíu nýlega og á honum mátti skilja að hvorki heimsstyrjöldin síðari né uppgangur og hrun Sovétríkjanna hefðu verið stærstu sögur tuttugustu aldarinnnar, heldur væri mikilvægustu þróun liðinnar aldar að finna í uppgangi Asíu á kostnað vestræns forræðis. Þriðja stóra straum samtímans er að finna í stórpólitík heimsins þar sem ný öfl gera vart við sig. Bandaríkin eru enn í stöðu ofurveldis en heimska og hroki síðustu ára hefur ekki aðeins kallað á síaukin átök í kringum bandaríska hagsmuni, heldur einnig flýtt fyrir breytingum á alþjóðakerfinu og styrkt stöðu ríkja og afla sem ekki eru alltaf samstiga Bandaríkjunum. Bandaríkin eru í þeirri óþægilegu stöðu að geta ekki dregið sín eigin landamæri, ef svo má segja, því ráðandi stórveldi þarf ekki aðeins að gæta hagsmuna sinna heldur þarf það að forðast tómarúm sem gefur öðrum tækifæri til að auka áhrif sín. Þess vegna skipta Bandaríkin sér oft af erfiðum málum sem þó er ekki hægt að flokka sem bein hagsmunamál ríkisins. Síðustu misseri Bushstjórnarinnar verða Bandaríkjunum þung og þau munu færast enn fjær því að sýnast það sterka og ósigrandi stórveldi sem þau virtust vera fyrir fáum misserum. Fjórða stóra straum samtímans er að finna í þróun til vaxandi ójöfnuðar, sumpart á milli samfélaga, en þó enn frekar innan þeirra. Ástæðurnar fyrir honum eru einkum tvær. Annars vegar hafa tæknilegar og pólitískar breytingar tengdar heimsvæðingunni stórkostlega aukið framboð á vinnuafli í heimshagkerfinu með því að breyta öllum rökum um staðsetningu framleiðslu og þjónustu. Milljarður manna í Asíu og víðar fengið nýja vinnu en þrýstingur hefur skapast á laun og öryggi fólks í vaxandi fjölda tiltölulega einfaldra starfa á Vesturlöndum. Hina ástæðuna er að finna í hraða breytinganna en hann er slíkur að þeir tiltölulega fáu sem ná að fóta sig vel í síbreytilegum veruleika uppskera ríkulega. Óánægja með vaxandi ójöfnuð og vaxandi öryggisleysi vegna mótunar-áhrifa alls hins alþjóðlega er hættuleg blanda. Af áhrifum þeirrar blöndu verða margar og oftast samhengislausar fréttir sagðar á næsta ári. Fimmta stóra strauminn er svo að finna í afleiðingum af skammsýni manna í umhverfismálum. Af því máli verða vondar fréttir á næsta ári. Af áhrifum þeirrar blöndu verða margar og oftast samhengislausar fréttir sagðar á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ártalið 2006 mun ekki oft sjást í sögubókum framtíðarinnar. Á árinu mátti þó vel greina þá þungu strauma sem móta samtíð okkar og framtíð. Hverjir eru þeir? Af nógu er að taka því við lifum eitt mesta byltingarskeið mannkynsögunnar. Umfang breytinga í heiminum og hraði þeirra, eru án beinnar hliðstæðu í sögunni. Aflvakar þeirra allra eru alþjóðlegir þótt áhrifin séu ólík í mismunandi samfélögum. Því er engum manni lengur mögulegt að skilja eigið samfélag án þess að leita samhengis í alþjóðlegum veruleika. Sívaxandi mótun hins staðbundna af hinu alþjóðlega og hins sérstaka af því almenna minnti á sig með þúsund og einum hætti á líðandi ári í atvinnulífi, efnahagsmálum, stjórnmálum og menningu. Vaxandi öryggisleysis þeirra sem sætta sig illa við þetta minnti líka oft á sig en slíkar tilfinningar birtust með ólíkasta hætti. Sums staðar sjá menn ógnina í útlendum hugmyndum um frelsi kvenna eða í kjánalegum skopmyndum birtum í landi sem þeir vita ekkert um. Annars staðar virðast öryggi manna og sjálfsmynd helst ógnað með nærveru skúringakvenna frá Taílandi og trésmiða frá Póllandi. Og víða óttast menn um vinnu sína og afkomu vegna þess að þeir eru lentir í samkeppni við fólk í Kína eða á Indlandi. Annan meginstraum samtímans er líka að finna í uppgangi risasamfélaga Asíu sem eru heimkynni meirihluta mannkyns. Atvik og atburðir á líðandi ári minntu sífellt á þetta, oftast fyrirbæri af efnahagslegum toga en æ oftar pólitískir og menningarlegir atburðir. Samningar Indlands við Bandaríkin nú í vikunni voru gerðir á forsendum Indverja en ekki Bandaríkjamanna sem bökkuðu með sína stefnu, sem hefði þótt fráleitt fyrir skemmstu. Í síðasta mánuði tóku kínversk stjórnvöld á móti nær sextíu þjóðarleiðtogum frá Afríku og Asíu sem komu til að ræða samstarf við Kína. Stjórnmálaskýrandi orðaði það sem svo að Kína væri ekki aðeins staðið á fætur heldur gengið inn á mitt svið heimsins. Einn þekktasti sagnfræðingur Breta ræddi uppgang Asíu nýlega og á honum mátti skilja að hvorki heimsstyrjöldin síðari né uppgangur og hrun Sovétríkjanna hefðu verið stærstu sögur tuttugustu aldarinnnar, heldur væri mikilvægustu þróun liðinnar aldar að finna í uppgangi Asíu á kostnað vestræns forræðis. Þriðja stóra straum samtímans er að finna í stórpólitík heimsins þar sem ný öfl gera vart við sig. Bandaríkin eru enn í stöðu ofurveldis en heimska og hroki síðustu ára hefur ekki aðeins kallað á síaukin átök í kringum bandaríska hagsmuni, heldur einnig flýtt fyrir breytingum á alþjóðakerfinu og styrkt stöðu ríkja og afla sem ekki eru alltaf samstiga Bandaríkjunum. Bandaríkin eru í þeirri óþægilegu stöðu að geta ekki dregið sín eigin landamæri, ef svo má segja, því ráðandi stórveldi þarf ekki aðeins að gæta hagsmuna sinna heldur þarf það að forðast tómarúm sem gefur öðrum tækifæri til að auka áhrif sín. Þess vegna skipta Bandaríkin sér oft af erfiðum málum sem þó er ekki hægt að flokka sem bein hagsmunamál ríkisins. Síðustu misseri Bushstjórnarinnar verða Bandaríkjunum þung og þau munu færast enn fjær því að sýnast það sterka og ósigrandi stórveldi sem þau virtust vera fyrir fáum misserum. Fjórða stóra straum samtímans er að finna í þróun til vaxandi ójöfnuðar, sumpart á milli samfélaga, en þó enn frekar innan þeirra. Ástæðurnar fyrir honum eru einkum tvær. Annars vegar hafa tæknilegar og pólitískar breytingar tengdar heimsvæðingunni stórkostlega aukið framboð á vinnuafli í heimshagkerfinu með því að breyta öllum rökum um staðsetningu framleiðslu og þjónustu. Milljarður manna í Asíu og víðar fengið nýja vinnu en þrýstingur hefur skapast á laun og öryggi fólks í vaxandi fjölda tiltölulega einfaldra starfa á Vesturlöndum. Hina ástæðuna er að finna í hraða breytinganna en hann er slíkur að þeir tiltölulega fáu sem ná að fóta sig vel í síbreytilegum veruleika uppskera ríkulega. Óánægja með vaxandi ójöfnuð og vaxandi öryggisleysi vegna mótunar-áhrifa alls hins alþjóðlega er hættuleg blanda. Af áhrifum þeirrar blöndu verða margar og oftast samhengislausar fréttir sagðar á næsta ári. Fimmta stóra strauminn er svo að finna í afleiðingum af skammsýni manna í umhverfismálum. Af því máli verða vondar fréttir á næsta ári. Af áhrifum þeirrar blöndu verða margar og oftast samhengislausar fréttir sagðar á næsta ári.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun