Rowling afhjúpar titilinn 23. desember 2006 11:45 Höfundurinn hefur afhjúpað titilinn á nýjustu bókinni um Harry Potter. Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina. Höfundurinn J.K. Rowling hefur þegar viðurkennt að tvær persónur muni deyja í bókinni og hafa einhverjir talið að önnur þeirra verði sjálfur Harry Potter. Vangaveltur um bókatitlaAðdáendur Potter gátu tekið þátt í leik á heimasíðu Rowling til að komast að bókatitlinum. Orðrómur hafði verið uppi um hina ýmsu titla, þar á meðal Harry Potter and the Graveyard of Memories, en Rowling vísaði þeim öllum á bug. Talið er að bókin komi út á ensku næsta sumar og kemur hún væntanlega út í íslenskri þýðingu um haustið. Má búast við því að hún njóti mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar um galdrastrákinn og ævintýri hans. Dreymir PotterJ.K Rowling með eiginmanni sínum, Dr Neil Murray. Rowling er að ljúka við gerð síðustu bókar sinnar um Harry Potter.fréttablaðið/gettyimagesÍ nýlegu viðtali sagðist Rowling vera farin að skrifa á kaffihúsum á nýjan leik, rétt eins og hún gerði fyrir þrettán árum þegar hún byrjaði fyrst að semja bækurnar um Harry Potter. Hún hefur einnig viðurkennt að hafa dreymt að hún væri bæði Potter og sögumaður á sama tíma. Rowling sagði að margir hefðu spurt sig í gegnum árin hvort hana dreymdi nokkurn tímann að hún væri í heimi Potters. „Svarið var „nei" þangað til fyrir skömmu þegar mig dreymdi að ég væri á sama tíma Harry og sögumaðurinn," sagði hún. „Kannski ætti ég að draga úr koffínneyslunni." Ánægð með myndinaRowling bætti því við að hún hefði séð tuttugu mínútna myndskeið úr fimmtu kvikmyndinni um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan, og fannst mikið til koma. Verður myndin frumsýnd í júlí á næsta ári. Bækurnar um Potter hafa selst í milljónum eintaka um heim allan og hafa verið þýddar yfir á 63 tungumál. Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina. Höfundurinn J.K. Rowling hefur þegar viðurkennt að tvær persónur muni deyja í bókinni og hafa einhverjir talið að önnur þeirra verði sjálfur Harry Potter. Vangaveltur um bókatitlaAðdáendur Potter gátu tekið þátt í leik á heimasíðu Rowling til að komast að bókatitlinum. Orðrómur hafði verið uppi um hina ýmsu titla, þar á meðal Harry Potter and the Graveyard of Memories, en Rowling vísaði þeim öllum á bug. Talið er að bókin komi út á ensku næsta sumar og kemur hún væntanlega út í íslenskri þýðingu um haustið. Má búast við því að hún njóti mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar um galdrastrákinn og ævintýri hans. Dreymir PotterJ.K Rowling með eiginmanni sínum, Dr Neil Murray. Rowling er að ljúka við gerð síðustu bókar sinnar um Harry Potter.fréttablaðið/gettyimagesÍ nýlegu viðtali sagðist Rowling vera farin að skrifa á kaffihúsum á nýjan leik, rétt eins og hún gerði fyrir þrettán árum þegar hún byrjaði fyrst að semja bækurnar um Harry Potter. Hún hefur einnig viðurkennt að hafa dreymt að hún væri bæði Potter og sögumaður á sama tíma. Rowling sagði að margir hefðu spurt sig í gegnum árin hvort hana dreymdi nokkurn tímann að hún væri í heimi Potters. „Svarið var „nei" þangað til fyrir skömmu þegar mig dreymdi að ég væri á sama tíma Harry og sögumaðurinn," sagði hún. „Kannski ætti ég að draga úr koffínneyslunni." Ánægð með myndinaRowling bætti því við að hún hefði séð tuttugu mínútna myndskeið úr fimmtu kvikmyndinni um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan, og fannst mikið til koma. Verður myndin frumsýnd í júlí á næsta ári. Bækurnar um Potter hafa selst í milljónum eintaka um heim allan og hafa verið þýddar yfir á 63 tungumál.
Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira