Jöfnuður hefur aukist! 29. desember 2006 05:00 Þegar jólin nálgast, fara jólasveinarnir á kreik. Þegar kosningar nálgast, birtast þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Fyrir þingkosningarnar 2003 héldu þeir því fram, að fátækt hefði aukist á Íslandi. Í ljós kom, að þeir áttu við hlutdeild tekjulægsta hópsins í heildartekjum, og þrátt fyrir hærri tekjur þessa hóps hafði þessi hlutdeild minnkað eitthvað, af því að heildartekjur höfðu aukist stórkostlega vegna fleiri tekjuhárra manna. „Fátækt" í skilningi þeirra Stefáns og Þorvalds hafði aukist, af því að Björgólfur Guðmundsson og Jóhannes í Bónus voru orðnir miklu ríkari, þótt enginn hefði orðið fátækari í venjulegum skilningi orðsins, heldur allir orðið ríkari. Rökréttasta ráðið gegn slíkri „fátækt" var auðvitað að hrekja ríka menn af landinu, svo að tekjuskipting yrði jafnari, jafnvel þótt allir yrðu fátækari fyrir vikið. Stefán kynnti líka fyrir síðustu kosningar skýrslu, sem Harpa Njálsdóttir hafði gert á fátækt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, vitnaði síðan óspart í þau Stefán og Hörpu. En snarlega var hætt að tala um málið, þegar á það var bent, að Ingibjörg Sólrún hafði í borgarstjóratíð sinni skert stórlega kjör tekjulægsta hóps borgarbúa. Nú halda þeir Stefán og Þorvaldur því fram, að ójöfnuður hafi aukist á Íslandi. Þeir eiga við hið sama og fyrir fjórum árum, að hlutdeild tekjulægsta hópsins í heildartekjum hafi minnkað (þótt ráðstöfunartekjur þessa tekjulægsta hóps hafi raunar aukist síðustu ár um 30%). En þeir þegja um ástæðuna. Hún er, að heildartekjurnar hafa hækkað mikið, vegna þess að fjármagnstekjur hafa myndast við hliðina á venjulegum launatekjum. Dr. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hefur reiknað út, að tekjuskipting á Íslandi sé tiltölulega jöfn og svipuð því, sem gerist á Norðurlöndum, sé ekki tekið tillit til fjármagnstekna. Með öðrum orðum hefði áhyggjuefni þeirra Stefáns og Þorvalds ekki orðið til, hefðu fjármagnstekjur ekki myndast. Þá hefðu þeir ekki getað talað í hneykslunartón um ójöfnuð. En fjármagnstekjur eru hér nýtt fyrirbrigði. Áður var slíkt fjármagn annaðhvort ekki til eða í höndum ríkisins. Engar tekjur eru af fjármagni, sem er ekki til, og tekjur af fjármagni í höndum ríkisins voru litlar og stundum minni en engar. Allir muna, þegar varð að leggja ríkisbönkunum til stórar fjárhæðir úr ríkissjóði. Fjármagn í höndum ríkisins var uppspretta feikilegs ójafnaðar, því að aðgangur að því fór eftir stjórnmálaítökum. Menn skiptust í flokksgæðinga og venjulegt fólk, sem þurfti að bíða fyrir utan bankana í löngum röðum frá því snemma á morgnana eftir því einu að fá nei frá bankastjórum. Með því að færa fjármagnið úr höndum ríkisins tókst að stórauka jöfnuð á Íslandi. Nú skammta vextir lán, ekki fulltrúar stjórnmálaflokka. Fjármagn, sem var áður hálfdautt og engum til gagns, er nú sprelllifandi og ber mikinn ávöxt. Bankar greiða á þessu ári 12 milljarða í tekjuskatt. Fjármagnstekjur nema á þessu ári að minnsta kosti 18 milljörðum. Hefðu þeir Stefán og Þorvaldur unnið það til að missa af þessum tekjum í ríkissjóð, svo að tölur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar í París um tekjuskiptingu á Íslandi hefðu litið betur út frá sjónarmiði jafnaðarmanna? Jöfnuður hefur aukist hér á fleiri sviðum. Hér er ekkert atvinnuleysi, en það er mikið úti í Evrópu. Þar er mikill ójöfnuður milli launþega og atvinnuleysingja, og beita launþegar óspart ríki og verkalýðsfélögum til að koma í veg fyrir sveigjanlegri vinnumarkað, sem væri atvinnuleysingjunum í hag. Aukinn jöfnuður á Íslandi hlýst líka af því, að ríkið hefur greitt upp skuldir sínar. Annars hefði verið hér ójöfnuður milli núlifandi kynslóðar og komandi kynslóða. Óhófleg skuldasöfnun ríkisins merkir, að skattgreiðendur hér og nú taka til láns af skattgreiðendum síðari tíma án samþykkis þeirra. Síðast, en ekki síst, hefur jöfnuður aukist vegna þess, að fleiri greiða nú tekjuskatt en áður, en skiptast ekki í skattleysingja og skattgreiðendur, þiggjendur og veitendur. Margir úr tekjulægsta hópnum höfðu áður svo lágar tekjur, að þeir greiddu ekki skatta. Nú hafa tekjur þeirra hækkað nóg til þess, að þeir greiða skatta. Þetta kalla þeir Stefán og Þorvaldur, að skattbyrði þeirra hafi þyngst. Þetta kalla ég, að þeir séu orðnir aflögufærir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Þegar jólin nálgast, fara jólasveinarnir á kreik. Þegar kosningar nálgast, birtast þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Fyrir þingkosningarnar 2003 héldu þeir því fram, að fátækt hefði aukist á Íslandi. Í ljós kom, að þeir áttu við hlutdeild tekjulægsta hópsins í heildartekjum, og þrátt fyrir hærri tekjur þessa hóps hafði þessi hlutdeild minnkað eitthvað, af því að heildartekjur höfðu aukist stórkostlega vegna fleiri tekjuhárra manna. „Fátækt" í skilningi þeirra Stefáns og Þorvalds hafði aukist, af því að Björgólfur Guðmundsson og Jóhannes í Bónus voru orðnir miklu ríkari, þótt enginn hefði orðið fátækari í venjulegum skilningi orðsins, heldur allir orðið ríkari. Rökréttasta ráðið gegn slíkri „fátækt" var auðvitað að hrekja ríka menn af landinu, svo að tekjuskipting yrði jafnari, jafnvel þótt allir yrðu fátækari fyrir vikið. Stefán kynnti líka fyrir síðustu kosningar skýrslu, sem Harpa Njálsdóttir hafði gert á fátækt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, vitnaði síðan óspart í þau Stefán og Hörpu. En snarlega var hætt að tala um málið, þegar á það var bent, að Ingibjörg Sólrún hafði í borgarstjóratíð sinni skert stórlega kjör tekjulægsta hóps borgarbúa. Nú halda þeir Stefán og Þorvaldur því fram, að ójöfnuður hafi aukist á Íslandi. Þeir eiga við hið sama og fyrir fjórum árum, að hlutdeild tekjulægsta hópsins í heildartekjum hafi minnkað (þótt ráðstöfunartekjur þessa tekjulægsta hóps hafi raunar aukist síðustu ár um 30%). En þeir þegja um ástæðuna. Hún er, að heildartekjurnar hafa hækkað mikið, vegna þess að fjármagnstekjur hafa myndast við hliðina á venjulegum launatekjum. Dr. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hefur reiknað út, að tekjuskipting á Íslandi sé tiltölulega jöfn og svipuð því, sem gerist á Norðurlöndum, sé ekki tekið tillit til fjármagnstekna. Með öðrum orðum hefði áhyggjuefni þeirra Stefáns og Þorvalds ekki orðið til, hefðu fjármagnstekjur ekki myndast. Þá hefðu þeir ekki getað talað í hneykslunartón um ójöfnuð. En fjármagnstekjur eru hér nýtt fyrirbrigði. Áður var slíkt fjármagn annaðhvort ekki til eða í höndum ríkisins. Engar tekjur eru af fjármagni, sem er ekki til, og tekjur af fjármagni í höndum ríkisins voru litlar og stundum minni en engar. Allir muna, þegar varð að leggja ríkisbönkunum til stórar fjárhæðir úr ríkissjóði. Fjármagn í höndum ríkisins var uppspretta feikilegs ójafnaðar, því að aðgangur að því fór eftir stjórnmálaítökum. Menn skiptust í flokksgæðinga og venjulegt fólk, sem þurfti að bíða fyrir utan bankana í löngum röðum frá því snemma á morgnana eftir því einu að fá nei frá bankastjórum. Með því að færa fjármagnið úr höndum ríkisins tókst að stórauka jöfnuð á Íslandi. Nú skammta vextir lán, ekki fulltrúar stjórnmálaflokka. Fjármagn, sem var áður hálfdautt og engum til gagns, er nú sprelllifandi og ber mikinn ávöxt. Bankar greiða á þessu ári 12 milljarða í tekjuskatt. Fjármagnstekjur nema á þessu ári að minnsta kosti 18 milljörðum. Hefðu þeir Stefán og Þorvaldur unnið það til að missa af þessum tekjum í ríkissjóð, svo að tölur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar í París um tekjuskiptingu á Íslandi hefðu litið betur út frá sjónarmiði jafnaðarmanna? Jöfnuður hefur aukist hér á fleiri sviðum. Hér er ekkert atvinnuleysi, en það er mikið úti í Evrópu. Þar er mikill ójöfnuður milli launþega og atvinnuleysingja, og beita launþegar óspart ríki og verkalýðsfélögum til að koma í veg fyrir sveigjanlegri vinnumarkað, sem væri atvinnuleysingjunum í hag. Aukinn jöfnuður á Íslandi hlýst líka af því, að ríkið hefur greitt upp skuldir sínar. Annars hefði verið hér ójöfnuður milli núlifandi kynslóðar og komandi kynslóða. Óhófleg skuldasöfnun ríkisins merkir, að skattgreiðendur hér og nú taka til láns af skattgreiðendum síðari tíma án samþykkis þeirra. Síðast, en ekki síst, hefur jöfnuður aukist vegna þess, að fleiri greiða nú tekjuskatt en áður, en skiptast ekki í skattleysingja og skattgreiðendur, þiggjendur og veitendur. Margir úr tekjulægsta hópnum höfðu áður svo lágar tekjur, að þeir greiddu ekki skatta. Nú hafa tekjur þeirra hækkað nóg til þess, að þeir greiða skatta. Þetta kalla þeir Stefán og Þorvaldur, að skattbyrði þeirra hafi þyngst. Þetta kalla ég, að þeir séu orðnir aflögufærir.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun