Gæðin tryggð á Grænu ljósi 29. desember 2006 10:30 Ísleifur B. Þórhallsson ætlar að sýna eina til tvær óháðar myndir í hverjum mánuði. Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði. Ísleifur hefur rekið Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum myndum hvaðanæva úr heiminum, í nokkur ár en hyggst nú setja meiri kraft í starfsemina og bjóða upp á reglulegar sýningar allan ársins hring. „Það er kannski of snemmt að kalla þetta klúbb en markmiðið er vissulega að búa til vettvang, eins konar samfélag kvikmyndaáhugamanna, og fá fólk sem er hætt að fara í bíó aftur í kvikmyndahúsin,“ segir Ísleifur. Hann segir að heilt á litið sér úrvalið í kvikmyndahúsum hér á landi gott. „Hinu gagnstæða er oft haldið fram en ég er ósammála því, í ár og í fyrra voru til dæmis margar óháðar myndir sýndar hér á landi. Málið er að þessar myndir eru sýndar í törnum á kvikmyndahátíðum og þar fram eftir götunum, en það er bara aðferð sem er notuð til að koma þessum myndum út. Inn á milli koma hins vegar tímabil sem þar sem úrvalið er einsleitara og því vil ég breyta með því að sjá til þess að það sé ein eða tvær óháðar myndir í bíó í hverjum mánuði.“ Ísleifur mun ekki aðeins leitast við að flytja inn gæðamyndir heldur vill hann að bíóferðin sem slík verði hin ánægjulegasta í alla staði og hefur því samið hinar þrjár gullnu reglur Græna ljóssins. „Í fyrsta lagi verður ekkert hlé á sýningum Græna ljóssins. Þá verða færri auglýsingar þannig að myndin byrjar fyrr og eftir að sýning hefst verður ekki hægt að kaupa miða inn þannig þeir sem eru í salnum verða fyrir sem minnstri truflun.“ Hann segir að vissulega verði fyrirtækið af tekjum vegna þessa en ætlar ekki að bæta það upp með hærra miðaverði. „Við viljum höfða til áhorfenda sem leggja mikið upp úr gæðum og viljum að þeir getir treyst því að þær myndir sem sýndar eru á vegum Græna ljóssins höfði til þeirra og séu þess virði að sjá.“ Hinn 5. janúar verður hin rómaða Little Miss Sunshine sýnd á vegum Græna ljóssins, sem markar hið nýja upphaf fyrirtækisins. Höfuðstaður Græna ljóssins verður í Regnboganum en myndirnar verða einnig sýndar í öðrum kvikmyndahúsum þegar svo ber undir. Af öðrum myndum sem Ísleifur hefur tryggt sér réttinn á má nefna Inland Empire eftir David Lynch, Notes on a Scandal með Judi Dench og Cate Blanchett í aðalhlutverkum og hina kínversku Bölvun hins gullna blóms eftir leikstjórann Yimou Zhang. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði. Ísleifur hefur rekið Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum myndum hvaðanæva úr heiminum, í nokkur ár en hyggst nú setja meiri kraft í starfsemina og bjóða upp á reglulegar sýningar allan ársins hring. „Það er kannski of snemmt að kalla þetta klúbb en markmiðið er vissulega að búa til vettvang, eins konar samfélag kvikmyndaáhugamanna, og fá fólk sem er hætt að fara í bíó aftur í kvikmyndahúsin,“ segir Ísleifur. Hann segir að heilt á litið sér úrvalið í kvikmyndahúsum hér á landi gott. „Hinu gagnstæða er oft haldið fram en ég er ósammála því, í ár og í fyrra voru til dæmis margar óháðar myndir sýndar hér á landi. Málið er að þessar myndir eru sýndar í törnum á kvikmyndahátíðum og þar fram eftir götunum, en það er bara aðferð sem er notuð til að koma þessum myndum út. Inn á milli koma hins vegar tímabil sem þar sem úrvalið er einsleitara og því vil ég breyta með því að sjá til þess að það sé ein eða tvær óháðar myndir í bíó í hverjum mánuði.“ Ísleifur mun ekki aðeins leitast við að flytja inn gæðamyndir heldur vill hann að bíóferðin sem slík verði hin ánægjulegasta í alla staði og hefur því samið hinar þrjár gullnu reglur Græna ljóssins. „Í fyrsta lagi verður ekkert hlé á sýningum Græna ljóssins. Þá verða færri auglýsingar þannig að myndin byrjar fyrr og eftir að sýning hefst verður ekki hægt að kaupa miða inn þannig þeir sem eru í salnum verða fyrir sem minnstri truflun.“ Hann segir að vissulega verði fyrirtækið af tekjum vegna þessa en ætlar ekki að bæta það upp með hærra miðaverði. „Við viljum höfða til áhorfenda sem leggja mikið upp úr gæðum og viljum að þeir getir treyst því að þær myndir sem sýndar eru á vegum Græna ljóssins höfði til þeirra og séu þess virði að sjá.“ Hinn 5. janúar verður hin rómaða Little Miss Sunshine sýnd á vegum Græna ljóssins, sem markar hið nýja upphaf fyrirtækisins. Höfuðstaður Græna ljóssins verður í Regnboganum en myndirnar verða einnig sýndar í öðrum kvikmyndahúsum þegar svo ber undir. Af öðrum myndum sem Ísleifur hefur tryggt sér réttinn á má nefna Inland Empire eftir David Lynch, Notes on a Scandal með Judi Dench og Cate Blanchett í aðalhlutverkum og hina kínversku Bölvun hins gullna blóms eftir leikstjórann Yimou Zhang.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira