Fleiri heimili fyrr 11. nóvember 2006 00:01 Mikil eining virðist vera orðin meðal stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa, um að gera þurfi átak í húsnæðis- og umönnunarmálum aldraðra. Þetta hefur ekki síst komið fram í tengslum við prófkjör flokkanna fyrir kosningarnar í vor. Á tímum prófkjara og í kosningabaráttu eru allir sammála um góð málefni, en svo þegar kemur að efndum verður þyngra fyrir fæti. Það er því ærin ástæða fyrir hagsmunasamtök aldraðra að slaka hvergi á í baráttu sinni. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti á dögunum áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraðra og er það góðra gjalda vert. Það er hins vegar tvennt sem vekur sérstaka athygli við þau áform. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að af þeim 174 hjúkrunarrýmum sem ráðgert er að komið verði upp verði 114 í kjördæmi ráðherrans, Kraganum svonefnda að vísu ekkert á Seltjarnarnesi og aðeins þrjátíu utan suðvesturhornsins. Þá vekur athygli að ekki er gert ráð fyrir að þessi aukning hjúkrunarrýma verði fyrr en á árunum 2008-2009, ef þá núverandi áætlanir standast. Þetta er auðvitað allt of seint, því þeir sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili í dag verða kannski ekki allir ofar moldu eftir þrjú ár. Þess ber að geta í þessum efnum að nýlega var gengið frá samkomulagi ríkis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um hjúkrunarheimili í Sogamýri og á Bráðræðisholti. Þar er það sama uppi á teningnum, að þessi heimili eru allt of seint á ferðinni. Þegar reisa þarf verslunarhúsnæði og venjulegar íbúðablokkir rísa þau hús með ótrúlegum hraða, þannig að maður sér breytingar frá degi til dags og áður en við er litið er fólk flutt í íbúðirnar í blokkunum. Hvers vegna er ekki hægt að viðhafa sömu vinnubrögð við húsnæði fyrir aldraða? Ekki ætti að skorta fé til framkvæmdanna, þar sem ríkissjóður er bókstaflega bólginn af peningum, að ekki sé minnst á Símapeningana svokölluðu, sem ættu að geta brúað bilið þar til fjárveitingar af fjárlögum eru fyrir hendi. Yfirvöld ættu að bregða skjótt við og setja kraft í þessar annars ágætu fyrirætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraðra. Svo virðist sem húsnæðismál aldraðra séu í mörgum tilfellum í betra ástandi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og dæmi um það er nýbyggingin við Hlíð á Akureyri sem tekin var í notkun í vikunni. Í tengslum við breytingar á lífeyrisgreiðslum, sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti á Alþingi fyrir helgi, var greint frá breytingum varðandi framkvæmdasjóð aldraðra. Þetta er sjóður með sérstakan tekjustofn, og var upphaflegt markmið hans að bæta húsnæðiskost aldraðra. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að verulegur hluti þess fjármagns sem í sjóðinn kemur hefur farið í rekstur og viðhald en ekki beint til nýbygginga eins og hugsunin var. Ráðherra hefur að vísu tilkynnt að á næstu árum verði felld á brott heimild til að að verja fé úr sjóðnum til reksturs og viðhalds stofnana aldraðra. Ráðherra hefði átt að taka á sig rögg og láta þetta ákvæði taka að fullu gildi þegar á næsta ári, þannig að hægt væri að verja meiri fjármunum til nýbygginga, en ekki að draga hluta þess fram á árið 2008. Mál þetta er nú til meðferðar á Alþingi, í tengslum við aðrar breytingar á lífeyrisbótum, sem allar horfa til bóta, enda unnar í samvinnu við samtök aldraðra. Það er því ekki útséð um að breytingar verði gerðar í þá átt að gera framkvæmdasjóðinn öflugri, og hann ætti þá þegar á næsta ári betur að geta sinnt hlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Mikil eining virðist vera orðin meðal stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa, um að gera þurfi átak í húsnæðis- og umönnunarmálum aldraðra. Þetta hefur ekki síst komið fram í tengslum við prófkjör flokkanna fyrir kosningarnar í vor. Á tímum prófkjara og í kosningabaráttu eru allir sammála um góð málefni, en svo þegar kemur að efndum verður þyngra fyrir fæti. Það er því ærin ástæða fyrir hagsmunasamtök aldraðra að slaka hvergi á í baráttu sinni. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti á dögunum áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraðra og er það góðra gjalda vert. Það er hins vegar tvennt sem vekur sérstaka athygli við þau áform. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að af þeim 174 hjúkrunarrýmum sem ráðgert er að komið verði upp verði 114 í kjördæmi ráðherrans, Kraganum svonefnda að vísu ekkert á Seltjarnarnesi og aðeins þrjátíu utan suðvesturhornsins. Þá vekur athygli að ekki er gert ráð fyrir að þessi aukning hjúkrunarrýma verði fyrr en á árunum 2008-2009, ef þá núverandi áætlanir standast. Þetta er auðvitað allt of seint, því þeir sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili í dag verða kannski ekki allir ofar moldu eftir þrjú ár. Þess ber að geta í þessum efnum að nýlega var gengið frá samkomulagi ríkis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um hjúkrunarheimili í Sogamýri og á Bráðræðisholti. Þar er það sama uppi á teningnum, að þessi heimili eru allt of seint á ferðinni. Þegar reisa þarf verslunarhúsnæði og venjulegar íbúðablokkir rísa þau hús með ótrúlegum hraða, þannig að maður sér breytingar frá degi til dags og áður en við er litið er fólk flutt í íbúðirnar í blokkunum. Hvers vegna er ekki hægt að viðhafa sömu vinnubrögð við húsnæði fyrir aldraða? Ekki ætti að skorta fé til framkvæmdanna, þar sem ríkissjóður er bókstaflega bólginn af peningum, að ekki sé minnst á Símapeningana svokölluðu, sem ættu að geta brúað bilið þar til fjárveitingar af fjárlögum eru fyrir hendi. Yfirvöld ættu að bregða skjótt við og setja kraft í þessar annars ágætu fyrirætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraðra. Svo virðist sem húsnæðismál aldraðra séu í mörgum tilfellum í betra ástandi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og dæmi um það er nýbyggingin við Hlíð á Akureyri sem tekin var í notkun í vikunni. Í tengslum við breytingar á lífeyrisgreiðslum, sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti á Alþingi fyrir helgi, var greint frá breytingum varðandi framkvæmdasjóð aldraðra. Þetta er sjóður með sérstakan tekjustofn, og var upphaflegt markmið hans að bæta húsnæðiskost aldraðra. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að verulegur hluti þess fjármagns sem í sjóðinn kemur hefur farið í rekstur og viðhald en ekki beint til nýbygginga eins og hugsunin var. Ráðherra hefur að vísu tilkynnt að á næstu árum verði felld á brott heimild til að að verja fé úr sjóðnum til reksturs og viðhalds stofnana aldraðra. Ráðherra hefði átt að taka á sig rögg og láta þetta ákvæði taka að fullu gildi þegar á næsta ári, þannig að hægt væri að verja meiri fjármunum til nýbygginga, en ekki að draga hluta þess fram á árið 2008. Mál þetta er nú til meðferðar á Alþingi, í tengslum við aðrar breytingar á lífeyrisbótum, sem allar horfa til bóta, enda unnar í samvinnu við samtök aldraðra. Það er því ekki útséð um að breytingar verði gerðar í þá átt að gera framkvæmdasjóðinn öflugri, og hann ætti þá þegar á næsta ári betur að geta sinnt hlutverki sínu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun