Hemmi víkur fyrir Loga 28. desember 2006 08:00 Heimir Jónasson segist ánægður með áhorfið á Í sjöunda himni og þáttinn sjálfan og útilokar ekki að Hemmi snúi aftur að ári. „Við erum ekki að blása af Hermann Gunnarsson og Í Sjöunda himni. Logi Bergmann Eiðsson og spurningaþáttur hans Meistarinn mæta til leiks í febrúar og taka við af þættinum," segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Orðrómur hefur verið á kreiki um að spjallþáttur Hemma yrði tekinn af dagskrá Stöðvar 2 á næstunni vegna óánægju með áhorfið og þáttinn sjálfan. Í nýlegri Gallupkönnun kom í ljós að uppsafnað áhorf á þátt Hemma er rétt um 17% „Við ætluðum að framleiða ákveðinn fjölda af þáttum og þeir verða orðnir tuttugu í janúar. Síðan skoðum við einfaldlega framhaldið," útskýrir Heimir sem kvaðst ánægður með áhorfið á þátt Hemma og þáttinn sjálfan. Aðspurður hvort Hemmi og Í sjöunda himni færu því aftur í loftið þegar nýr meistari hefði verið krýndur hjá Loga sagði Heimir að þeir væru að skoða alla möguleika í stöðunni. „Það er alls ekki loku fyrir það skotið að Hemmi og í Sjöunda himni mæti aftur til leiks á næsta ári," lýsti Heimir yfir. Hermann Gunnarsson var staddur í Haukadal þegar Fréttablaðið náði í hann, en þar hélt hann upp á jólin fjórða árið í röð. Hemmi viðurkenndi að áhorfið á þáttinn hefði ekki verið í samræmi við væntingar sínar en vonaðist að stjórnendur Stöðvar 2 sýndu þættinum smá þolinmæði. „Þegar við fórum af stað með Á tali á sínum tíma rákumst við á alla veggi og hindranir sem til voru. Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri, sýndi okkur hins vegar þolinmæði og árið eftir vorum við komnir í sjötíu prósent áhorf," segir Hermann. Þáttastjórnandinn viðurkennir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því að vera með beina útsendingu frá skemmtistað en ekki í upptökuveri sem hefði verið „öruggt". „Við breyttum sviðinu aðeins og færðum viðtalssvæðið aðeins til sem gaf góða raun," segir Hermann sem hafði hafði hins vegar litlar litlar áhyggjur þótt þátturinn yrði ekki aftur á dagskrá næsta vetur. „Ég er með langtímasamning við 365 miðla og fer því bara að sinna öðrum verkefnum ef sú ákvörðun yrði tekin," segir Hermann. Hermann Gunnarsson þarf litlar áhyggjur að hafa þótt þátturinn verði ekki aftur á dagskrá, er með langtímasamning við 365. . Logi Bergmann tekur við af Hemma og Í sjöunda himni með þáttinn sinn Meistarinn. . Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
„Við erum ekki að blása af Hermann Gunnarsson og Í Sjöunda himni. Logi Bergmann Eiðsson og spurningaþáttur hans Meistarinn mæta til leiks í febrúar og taka við af þættinum," segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Orðrómur hefur verið á kreiki um að spjallþáttur Hemma yrði tekinn af dagskrá Stöðvar 2 á næstunni vegna óánægju með áhorfið og þáttinn sjálfan. Í nýlegri Gallupkönnun kom í ljós að uppsafnað áhorf á þátt Hemma er rétt um 17% „Við ætluðum að framleiða ákveðinn fjölda af þáttum og þeir verða orðnir tuttugu í janúar. Síðan skoðum við einfaldlega framhaldið," útskýrir Heimir sem kvaðst ánægður með áhorfið á þátt Hemma og þáttinn sjálfan. Aðspurður hvort Hemmi og Í sjöunda himni færu því aftur í loftið þegar nýr meistari hefði verið krýndur hjá Loga sagði Heimir að þeir væru að skoða alla möguleika í stöðunni. „Það er alls ekki loku fyrir það skotið að Hemmi og í Sjöunda himni mæti aftur til leiks á næsta ári," lýsti Heimir yfir. Hermann Gunnarsson var staddur í Haukadal þegar Fréttablaðið náði í hann, en þar hélt hann upp á jólin fjórða árið í röð. Hemmi viðurkenndi að áhorfið á þáttinn hefði ekki verið í samræmi við væntingar sínar en vonaðist að stjórnendur Stöðvar 2 sýndu þættinum smá þolinmæði. „Þegar við fórum af stað með Á tali á sínum tíma rákumst við á alla veggi og hindranir sem til voru. Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri, sýndi okkur hins vegar þolinmæði og árið eftir vorum við komnir í sjötíu prósent áhorf," segir Hermann. Þáttastjórnandinn viðurkennir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því að vera með beina útsendingu frá skemmtistað en ekki í upptökuveri sem hefði verið „öruggt". „Við breyttum sviðinu aðeins og færðum viðtalssvæðið aðeins til sem gaf góða raun," segir Hermann sem hafði hafði hins vegar litlar litlar áhyggjur þótt þátturinn yrði ekki aftur á dagskrá næsta vetur. „Ég er með langtímasamning við 365 miðla og fer því bara að sinna öðrum verkefnum ef sú ákvörðun yrði tekin," segir Hermann. Hermann Gunnarsson þarf litlar áhyggjur að hafa þótt þátturinn verði ekki aftur á dagskrá, er með langtímasamning við 365. . Logi Bergmann tekur við af Hemma og Í sjöunda himni með þáttinn sinn Meistarinn. .
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira