Amnesty-skýrsla kemur víða við 25. maí 2006 00:01 Árlegar skýrslur Amnesty-samtakanna um stöðu mannréttindamála í heiminum hverju sinni vekja jafnan athygli þegar þær koma út. Þar er farið yfir sviðið frá landi til lands og oft eru það sömu hlutirnir sem samtökin gera athugasemdir við ár eftir ár, og virðist ekkert duga til að kippa málum í lag á ákveðnum sviðum í einstökum löndum. Það sem einkum vekur athygli í þeirri skýrslu sem Amnesty birti í vikunni er að svo virðist sem mannréttindamál hafi í töluverðum mæli orðið að víkja fyrir öryggismálum, sem sögð eru eiga að koma í veg fyrir hryðjuverk ýmiss konar. Það er vitað að þjóðir heims verja meira og meira fé til öryggismála vegna hugsanlegra hryðjuverka, og sífellt eru gerðar meiri og strangari kröfur á þeim sviðum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari alþjóðaöryggisvæðingu, sem fer um heiminn, og nú heldur Amnesty því fram að þetta komi niður á umbótum á sviði mannréttinda. Í það minnsta er hægt að taka undir það með samtökunum að kastljósið beinist oft mjög að hryðjuverkum og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir þau, og þannig dreifist athyglin frá mannréttindamálum og umbótum á þeim sviðum. Af nógu er að taka í þeim efnum, og þar eru ofarlega á blaði þrjú stórveldi sem jafnframt eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Kína og Rússland. Þau sitja þar í krafti stærðar sinnar og valda og eiga að sjálfsögðu þar með að vera í forystu fyrir mannréttindi og umbætur á þeim sviðum. Þessi ríki eru hins vegar sífellt að saka hvert annað um ýmislegt sem þeim finnst athugavert. Mörg þessara atriða koma glögglega fram í nýrri skýrslu Amnesty, og það er kannski ekki við góðu að búast varðandi umbætur á sviði mannréttinda, þegar þessi lönd eru með sífelldar athugasemdir hvert í annars garð. Í Bandaríkjunum voru 60 menn teknir af lífi í fyrra, í Kína voru mörg þúsund hneppt í fangelsi, dæmd til dauða eða tekin af lífi. Í Rússlandi eru mörg dæmi um að stjórnvöld hefti tjáningarfrelsi borgaranna og láti menn hreinlega "hverfa" ef þeir eru óþægilegir. Oft er horft til Norðurlandanna varðandi mannréttindi og félagsleg málefni. Ísland kemst á blað í skýrslunni vegna fangaflugsins umdeilda, en ekki að öðru leyti, og það sama á við um nágranna okkar í Danmörku og Noregi. Hins vegar eru gerðar athugasemdir varðandi háttsemi stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð viðvíkjandi innflytjendum, svo dæmi séu nefnd, og í Finnlandi hvað varðar samfélagsþjónustu og fangelsanir þeirra sem ekki vilja gegna herþjónustu. Þannig eru athugasemdir Amnesty af margvíslegum toga. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við að upplýsa ýmis mál og segja frá því sem miður fer. Hörmungarnar í Darfur-héraði í Súdan hafa verið daglegt fréttaefni nú um nokkurt skeið, en svo virðist sem alþjóðasamfélagið sé alls ekki í stakk búið til að binda enda á þau átök sem þar hafa kostað þúsundir manna lífið og haft í för með sér að milljónir manna hafa orðið að yfirgefa heimili sín. Það er kannski ekki von til þess að þeir sem eiga að teljast til forystuafla í alþjóðasamtökum, eins og þjóðirnar þrjár sem hér voru nefndar, geti beitt samtakamætti sínum til að binda enda á örbirgð og átök víða um heim, þegar samtök eins og Amnesty International gera ár eftir ár margs konar athugasemdir við ástand mannréttinda í þessum löndum og þau koma svo sífellt með ásakanir hvert á annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Árlegar skýrslur Amnesty-samtakanna um stöðu mannréttindamála í heiminum hverju sinni vekja jafnan athygli þegar þær koma út. Þar er farið yfir sviðið frá landi til lands og oft eru það sömu hlutirnir sem samtökin gera athugasemdir við ár eftir ár, og virðist ekkert duga til að kippa málum í lag á ákveðnum sviðum í einstökum löndum. Það sem einkum vekur athygli í þeirri skýrslu sem Amnesty birti í vikunni er að svo virðist sem mannréttindamál hafi í töluverðum mæli orðið að víkja fyrir öryggismálum, sem sögð eru eiga að koma í veg fyrir hryðjuverk ýmiss konar. Það er vitað að þjóðir heims verja meira og meira fé til öryggismála vegna hugsanlegra hryðjuverka, og sífellt eru gerðar meiri og strangari kröfur á þeim sviðum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari alþjóðaöryggisvæðingu, sem fer um heiminn, og nú heldur Amnesty því fram að þetta komi niður á umbótum á sviði mannréttinda. Í það minnsta er hægt að taka undir það með samtökunum að kastljósið beinist oft mjög að hryðjuverkum og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir þau, og þannig dreifist athyglin frá mannréttindamálum og umbótum á þeim sviðum. Af nógu er að taka í þeim efnum, og þar eru ofarlega á blaði þrjú stórveldi sem jafnframt eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Kína og Rússland. Þau sitja þar í krafti stærðar sinnar og valda og eiga að sjálfsögðu þar með að vera í forystu fyrir mannréttindi og umbætur á þeim sviðum. Þessi ríki eru hins vegar sífellt að saka hvert annað um ýmislegt sem þeim finnst athugavert. Mörg þessara atriða koma glögglega fram í nýrri skýrslu Amnesty, og það er kannski ekki við góðu að búast varðandi umbætur á sviði mannréttinda, þegar þessi lönd eru með sífelldar athugasemdir hvert í annars garð. Í Bandaríkjunum voru 60 menn teknir af lífi í fyrra, í Kína voru mörg þúsund hneppt í fangelsi, dæmd til dauða eða tekin af lífi. Í Rússlandi eru mörg dæmi um að stjórnvöld hefti tjáningarfrelsi borgaranna og láti menn hreinlega "hverfa" ef þeir eru óþægilegir. Oft er horft til Norðurlandanna varðandi mannréttindi og félagsleg málefni. Ísland kemst á blað í skýrslunni vegna fangaflugsins umdeilda, en ekki að öðru leyti, og það sama á við um nágranna okkar í Danmörku og Noregi. Hins vegar eru gerðar athugasemdir varðandi háttsemi stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð viðvíkjandi innflytjendum, svo dæmi séu nefnd, og í Finnlandi hvað varðar samfélagsþjónustu og fangelsanir þeirra sem ekki vilja gegna herþjónustu. Þannig eru athugasemdir Amnesty af margvíslegum toga. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við að upplýsa ýmis mál og segja frá því sem miður fer. Hörmungarnar í Darfur-héraði í Súdan hafa verið daglegt fréttaefni nú um nokkurt skeið, en svo virðist sem alþjóðasamfélagið sé alls ekki í stakk búið til að binda enda á þau átök sem þar hafa kostað þúsundir manna lífið og haft í för með sér að milljónir manna hafa orðið að yfirgefa heimili sín. Það er kannski ekki von til þess að þeir sem eiga að teljast til forystuafla í alþjóðasamtökum, eins og þjóðirnar þrjár sem hér voru nefndar, geti beitt samtakamætti sínum til að binda enda á örbirgð og átök víða um heim, þegar samtök eins og Amnesty International gera ár eftir ár margs konar athugasemdir við ástand mannréttinda í þessum löndum og þau koma svo sífellt með ásakanir hvert á annað.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun