Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis Icelandic Group, hefur látið af störfum hjá félaginu. Uppsögnin er samkvæmt samkomulagi og tekur gildi strax, að því er kemur fram í tilkynningu Icelandic Group til Kauphallarinnar.
Kristján hefur starfað fyrir Icelandic Group síðan 1986 og tók við starfi framkvæmdastjóra Icelandic France í nóvember á síðasta ári.
Jean Max Martel mun taka við stjórn Icelandic Franc. Martel var áður eigandi og framkvæmdastjóri Comigro Genico sem Icelandic Group keypti árið 2004.