Sport

Björgólfur og Ólafur bestir

bestur í umferðum 10-18 Björgólfur var frábær seinni hluta mótsins.
bestur í umferðum 10-18 Björgólfur var frábær seinni hluta mótsins.

Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Sýnar völdu í gærkvöld í sérstökum Landsbankadeildarþætti á Sýn bestu einstaklingana í síðari hluta Íslandsmótsins.

Þrír bestu leikmennirnir að mati íþróttafréttamanna Fréttablaðsins og Sýnar voru Björgólfur Takefusa úr KR, Bjarni Guðjónsson frá ÍA og FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson. Af þrem góðum kostum þótti Björgólfur standa upp úr en hann skoraði átta mikilvæg mörk á seinni hluta tímabilsins.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, stýrði sínum mönnum til titils þriðja árið í röð og var valinn besti þjálfarinn en aðrir þjálfarar sem sköruðu fram úr voru Teitur Þórðarson hjá KR og Skagaþjálfararnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir.

Garðar Örn Hinriksson var útnefndur besti dómarinn í seinni umferðinni en hann dæmdi oft á tíðum frábærlega á seinni hluta mótsins. Þeir sem komust næst honum að mati Fréttablaðsins og Sýnar voru Ólafur Ragnarsson og Jóhannes Valgeirsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×