Árbæjarsafn, hrepparígur, kosningabrellur, evran 7. maí 2006 23:07 Mikið óþarfa vesen virðist það vera að flytja Árbæjarsafn út í Viðey. Er hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar ekki miklu betri - að fara með það beinustu leið niður í Hljómskálagarð? Hví er ekki einfaldlega hægt að kýla á það? Hins vegar ætti forseti Íslands að flytja sig út í Viðey. Þá er hægt að setja niður flugvöll á Bessastaðanesi, en þar er ákaflega góð staðsetning fyrir slíka starfsemi, ekkert nema auðn og tóm og mjög víðlent. Jú og nokkrir fuglar. En þeir finna sér þá bara annan stað. --- ---- --- Þessi flugvallarmál kalla fram hreppapólitíkina. Á Seltjarnarnesi horfa íbúarnir út á opið haf á alla vegu. Það er sennilega algjör lúxus. Svo mikill að bæjarstjórinn kemur í fjölmiðla og aftekur fyrir að flugvöllur verði settur á Löngusker. Ekkert bendir til þess að hann hafi haft fyrir að kynna sér málið eða að hann hafi nokkuð fyrir sér í því að slíkur flugvöllur myndi valda sérstöku ónæði á Nesinu. Ókei. Það eru að koma kosningar. Allir eru taugaveiklaðir. Þeir þurfa samt ekki að vera það á Nesinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað þar frá alda öðli. Og myndi gera það áfram þótt hann byði fram kartöflupoka. Þannig að þetta er í rauninni ekki annað en það sem kallast nimbyismi. Og enn eitt lóðið á þá vogarskál að þurfi að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með einhverjum hætti til að hægt sé að koma einhverri vitglóru í skipulagsmálin. Það er hægt að hugsa sér sameiginlega yfirstjórn, en að bæjarfélögin hafi síðan ákveðið sjálfstæði. --- --- --- Að öðru nágrannasveitarfélagi. Í Mosfellsbæ er Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að kaupa kosningarnar, ekki óbeint eins og oft er gert, heldur með beinum hætti - með því að gefa kjósendum peninga. Þetta er einhver svakalegasta kosningabrella sem ég man eftir, en peningunum er útdeilt undir því yfirskini að þetta sé "arðgreiðsla" frá bænum. Það er allt í lagi að láta íbúa njóta góðrar afkomu ef svo ber undir, sjálfsagt við réttar aðstæður - en að gera það kortéri fyrir kosningar er ekki siðlegt. Og alls ekki betra en þegar borgarstjórinn í Reykjavík er að láta birta heilsíðuauglýsingar af sér í blöðunum. Altént er víst að myndi heyrast hljóð úr horni ef R-lista flokkarnir í Reykjavík færu að senda borgurunum ávísanir nú þegar fáar vikur eru til kosninganna. --- --- --- Sigurður Már Jónsson á Viðskiptablaðinu er meðal ágætustu blaðamanna á Íslandi. Hann skrifar vikulegar greinar í blaðið sem er mikið á að græða. Á föstudaginn fjallar Sigurður Már um evruna og kemst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin hér séu að taka hana upp smátt og smátt, þau gangi sífellt lengra í að sniðganga krónuna, enda sé krónan orðin eins og "minnsti korktappinn í sjónum":"Staðreyndin er sú að íslenska krónan hefur sáralítið að segja fyrir starfsemi flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands. Flest eru þau farin að gera upp ársreikninga í evrum og þau sem ekki gera það notast við dollara! Þannig bendir flest til þess að evran gegni stöðugt stærra hlutverki hjá fyrirtækjum Kauphallarinnar og hlutverk krónunnar minnki að sama skapi. Nú þegar munu nokkur félög vera byrjuð að greiða stjórnarmönnum sínum laun í evrum og því líklegt að þau greiði bráðum þeim launþegum sem það vilja í evrum. Þar sem einfalt mál er fyrir einstaklinga að hafa flest sín lán í erlendum gjaldmiðlum, þar með talið húsnæðislán, sem eru langstærst þeirra lána sem einstaklingar taka, þá má segja að þess sé ekki langt að bíða að launþegar hér á landi geti stungið verðtrygginguna og verðbólguna af. Þannig gæti risið upp tvöfalt hagkerfi á Íslandi, þeir sem fá greitt í íslenskum krónum og þeir sem fá greitt í evrum." --- --- --- Kári vildi ekki fara í leikskólann um daginn og tjáði mér að hann væri með hálsbólgu. Ég spurði hvort hann væri ekki bara með kverkaskít? Daginn eftir sagðist hann aftur vera með hálsbólgu. "Nei, er það nokkuð?" spurði ég. "Þá er ég með það sem þú sagðir í gær?" svaraði hann. "Ha? Hvað?" "Dvergasand!" svaraði barnið og tók um hálsinn á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Mikið óþarfa vesen virðist það vera að flytja Árbæjarsafn út í Viðey. Er hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar ekki miklu betri - að fara með það beinustu leið niður í Hljómskálagarð? Hví er ekki einfaldlega hægt að kýla á það? Hins vegar ætti forseti Íslands að flytja sig út í Viðey. Þá er hægt að setja niður flugvöll á Bessastaðanesi, en þar er ákaflega góð staðsetning fyrir slíka starfsemi, ekkert nema auðn og tóm og mjög víðlent. Jú og nokkrir fuglar. En þeir finna sér þá bara annan stað. --- ---- --- Þessi flugvallarmál kalla fram hreppapólitíkina. Á Seltjarnarnesi horfa íbúarnir út á opið haf á alla vegu. Það er sennilega algjör lúxus. Svo mikill að bæjarstjórinn kemur í fjölmiðla og aftekur fyrir að flugvöllur verði settur á Löngusker. Ekkert bendir til þess að hann hafi haft fyrir að kynna sér málið eða að hann hafi nokkuð fyrir sér í því að slíkur flugvöllur myndi valda sérstöku ónæði á Nesinu. Ókei. Það eru að koma kosningar. Allir eru taugaveiklaðir. Þeir þurfa samt ekki að vera það á Nesinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað þar frá alda öðli. Og myndi gera það áfram þótt hann byði fram kartöflupoka. Þannig að þetta er í rauninni ekki annað en það sem kallast nimbyismi. Og enn eitt lóðið á þá vogarskál að þurfi að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með einhverjum hætti til að hægt sé að koma einhverri vitglóru í skipulagsmálin. Það er hægt að hugsa sér sameiginlega yfirstjórn, en að bæjarfélögin hafi síðan ákveðið sjálfstæði. --- --- --- Að öðru nágrannasveitarfélagi. Í Mosfellsbæ er Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að kaupa kosningarnar, ekki óbeint eins og oft er gert, heldur með beinum hætti - með því að gefa kjósendum peninga. Þetta er einhver svakalegasta kosningabrella sem ég man eftir, en peningunum er útdeilt undir því yfirskini að þetta sé "arðgreiðsla" frá bænum. Það er allt í lagi að láta íbúa njóta góðrar afkomu ef svo ber undir, sjálfsagt við réttar aðstæður - en að gera það kortéri fyrir kosningar er ekki siðlegt. Og alls ekki betra en þegar borgarstjórinn í Reykjavík er að láta birta heilsíðuauglýsingar af sér í blöðunum. Altént er víst að myndi heyrast hljóð úr horni ef R-lista flokkarnir í Reykjavík færu að senda borgurunum ávísanir nú þegar fáar vikur eru til kosninganna. --- --- --- Sigurður Már Jónsson á Viðskiptablaðinu er meðal ágætustu blaðamanna á Íslandi. Hann skrifar vikulegar greinar í blaðið sem er mikið á að græða. Á föstudaginn fjallar Sigurður Már um evruna og kemst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin hér séu að taka hana upp smátt og smátt, þau gangi sífellt lengra í að sniðganga krónuna, enda sé krónan orðin eins og "minnsti korktappinn í sjónum":"Staðreyndin er sú að íslenska krónan hefur sáralítið að segja fyrir starfsemi flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands. Flest eru þau farin að gera upp ársreikninga í evrum og þau sem ekki gera það notast við dollara! Þannig bendir flest til þess að evran gegni stöðugt stærra hlutverki hjá fyrirtækjum Kauphallarinnar og hlutverk krónunnar minnki að sama skapi. Nú þegar munu nokkur félög vera byrjuð að greiða stjórnarmönnum sínum laun í evrum og því líklegt að þau greiði bráðum þeim launþegum sem það vilja í evrum. Þar sem einfalt mál er fyrir einstaklinga að hafa flest sín lán í erlendum gjaldmiðlum, þar með talið húsnæðislán, sem eru langstærst þeirra lána sem einstaklingar taka, þá má segja að þess sé ekki langt að bíða að launþegar hér á landi geti stungið verðtrygginguna og verðbólguna af. Þannig gæti risið upp tvöfalt hagkerfi á Íslandi, þeir sem fá greitt í íslenskum krónum og þeir sem fá greitt í evrum." --- --- --- Kári vildi ekki fara í leikskólann um daginn og tjáði mér að hann væri með hálsbólgu. Ég spurði hvort hann væri ekki bara með kverkaskít? Daginn eftir sagðist hann aftur vera með hálsbólgu. "Nei, er það nokkuð?" spurði ég. "Þá er ég með það sem þú sagðir í gær?" svaraði hann. "Ha? Hvað?" "Dvergasand!" svaraði barnið og tók um hálsinn á sér.