Fyrirtæki, skuldbindingar, ágóði 16. mars 2006 00:01 Í síðustu viku var haldinn fundur í Tívolí í Kaupmannahöfn á vegum Börsen Executive Club þar sem nokkrir helstu forystumenn í íslensku viðskiptalífi gerðu grein fyrir íslensku innrásinni í Danmörku, sem svo hefur verið kölluð. Fundurinn sýnist hafa vakið mikla athygli í Danmörku. Það er þessum stóru fyrirtækjum nauðsyn að gera grein fyrir máli sínu á erlendum vettvangi eins og þarna var gert. Reyndar má segja að það sé íslensku efnahagslífi mikilvægt; ekki síst í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu, sem átt hefur sér stað erlendis um skjótan framgang þessara dugmiklu íslensku athafnamanna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, var einn ræðumanna á þessum Tívolífundi. Hann sýnist vera í hópi snjallari yngri manna, sem haslað hefur sér völl í atvinnulífinu á allra seinustu árum. Í ræðu sinni sagði hann meðal annars, að lykilatriði væri að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir. Ummæli sem þessi verður vitaskuld að skoða í stærra samhengi og óþarfi að ætla höfundi þeirra annað en hann beinlínis hafði í huga. En það er erfitt og ástæðulaust að líta framhjá þeim og mikilvægt að reyna að draga af þeim ályktanir. Það er mikið rétt og reyndar gömul sannindi, að mikill og ákafur tilfinningahiti getur ruglað rökvísi manna. Það á við á öllum sviðum, einnig í rekstri fyrirtækja. En hitt er jafn ljóst og byggt á jafn gamalli reynslu að mikill og algjör tilfinningakuldi getur með sama hætti ruglað rím rökvísinnar. Hér eins og oft endranær er þörf meðalhófs. Fullyrðing forstjóra FL Group dregur þannig athygli að álitaefni, sem lýtur um margt að innviðum nútíma þjóðlífshátta, ekki aðeins í rekstri fyrirtækja, heldur miklu fremur í almennara og víðara samhengi. Spurningin er sú, hvort mál eru ekki einfaldlega þannig vaxin, að skortur á tilfinningalegri næmni fyrir skuldbindingum einstaklinga og hópa við uppruna sinn og umhverfi sé ekki vísir þeirrar upplausnar og agaleysis, sem einkennir í of ríkum mæli nútímann. Getur vaxandi ofbeldi til að mynda átt rætur í þeirri staðreynd, að menn eru ekki í nægjanlega ríkum mæli næmir fyrir þeim tilfinningalegu skuldbindingum, sem allt mannlegt samfélag byggir á? Enginn maður er eyland. Allir eiga uppruna og umhverfi, sem þeir eru skuldbundnir. Skilningur á þessari staðreynd getur ekki einasta verið forsenda hamingju heldur einnig uppspretta efnalegra gæða. Þjóðernisást var á sínum tíma aflvaki framfara. Það er liðinn tími, en í þeirri sögu er fólgin staðreynd um mannlegt eðli. Tilfinningar starfsmanna fyrir skuldbindingum þeirra gagnvart starfsumhverfi sínu eru gjarnan ein af mikilvægustu forsendum velgengni fyrirtækjanna. En þurfa þá ekki skuldbindingar eigendanna að vera gagnkvæmar? Gilda ekki um það efni sömu lögmál og gagnkvæmni skuldbindinga almennt í mannlegum samskiptum? Á alþjóðavettvangi hafa einstök fyrirtæki og samtök þeirra lagt í vaxandi mæli áherslu á samfélagslegar skuldbindingar. Þetta er meðal annars gert til þess að stemma stigu við vaxandi opinberum reglugerðarfrumskógi. Skilningur á eðli mannlegs samfélags er í raun og veru ein af forsendum athafnafrelsis. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki víst að tilfinningar, skuldbindingar og ágóði séu alfarið aðskilin fyrirbæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Í síðustu viku var haldinn fundur í Tívolí í Kaupmannahöfn á vegum Börsen Executive Club þar sem nokkrir helstu forystumenn í íslensku viðskiptalífi gerðu grein fyrir íslensku innrásinni í Danmörku, sem svo hefur verið kölluð. Fundurinn sýnist hafa vakið mikla athygli í Danmörku. Það er þessum stóru fyrirtækjum nauðsyn að gera grein fyrir máli sínu á erlendum vettvangi eins og þarna var gert. Reyndar má segja að það sé íslensku efnahagslífi mikilvægt; ekki síst í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu, sem átt hefur sér stað erlendis um skjótan framgang þessara dugmiklu íslensku athafnamanna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, var einn ræðumanna á þessum Tívolífundi. Hann sýnist vera í hópi snjallari yngri manna, sem haslað hefur sér völl í atvinnulífinu á allra seinustu árum. Í ræðu sinni sagði hann meðal annars, að lykilatriði væri að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir. Ummæli sem þessi verður vitaskuld að skoða í stærra samhengi og óþarfi að ætla höfundi þeirra annað en hann beinlínis hafði í huga. En það er erfitt og ástæðulaust að líta framhjá þeim og mikilvægt að reyna að draga af þeim ályktanir. Það er mikið rétt og reyndar gömul sannindi, að mikill og ákafur tilfinningahiti getur ruglað rökvísi manna. Það á við á öllum sviðum, einnig í rekstri fyrirtækja. En hitt er jafn ljóst og byggt á jafn gamalli reynslu að mikill og algjör tilfinningakuldi getur með sama hætti ruglað rím rökvísinnar. Hér eins og oft endranær er þörf meðalhófs. Fullyrðing forstjóra FL Group dregur þannig athygli að álitaefni, sem lýtur um margt að innviðum nútíma þjóðlífshátta, ekki aðeins í rekstri fyrirtækja, heldur miklu fremur í almennara og víðara samhengi. Spurningin er sú, hvort mál eru ekki einfaldlega þannig vaxin, að skortur á tilfinningalegri næmni fyrir skuldbindingum einstaklinga og hópa við uppruna sinn og umhverfi sé ekki vísir þeirrar upplausnar og agaleysis, sem einkennir í of ríkum mæli nútímann. Getur vaxandi ofbeldi til að mynda átt rætur í þeirri staðreynd, að menn eru ekki í nægjanlega ríkum mæli næmir fyrir þeim tilfinningalegu skuldbindingum, sem allt mannlegt samfélag byggir á? Enginn maður er eyland. Allir eiga uppruna og umhverfi, sem þeir eru skuldbundnir. Skilningur á þessari staðreynd getur ekki einasta verið forsenda hamingju heldur einnig uppspretta efnalegra gæða. Þjóðernisást var á sínum tíma aflvaki framfara. Það er liðinn tími, en í þeirri sögu er fólgin staðreynd um mannlegt eðli. Tilfinningar starfsmanna fyrir skuldbindingum þeirra gagnvart starfsumhverfi sínu eru gjarnan ein af mikilvægustu forsendum velgengni fyrirtækjanna. En þurfa þá ekki skuldbindingar eigendanna að vera gagnkvæmar? Gilda ekki um það efni sömu lögmál og gagnkvæmni skuldbindinga almennt í mannlegum samskiptum? Á alþjóðavettvangi hafa einstök fyrirtæki og samtök þeirra lagt í vaxandi mæli áherslu á samfélagslegar skuldbindingar. Þetta er meðal annars gert til þess að stemma stigu við vaxandi opinberum reglugerðarfrumskógi. Skilningur á eðli mannlegs samfélags er í raun og veru ein af forsendum athafnafrelsis. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki víst að tilfinningar, skuldbindingar og ágóði séu alfarið aðskilin fyrirbæri.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun