Handbolti

Handboltamenn stofna G-14

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson eru orðnir aðilar að G-14 samtökunum í handboltanum með liði sínu Lemgo
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson eru orðnir aðilar að G-14 samtökunum í handboltanum með liði sínu Lemgo NordicPhotos/GettyImages

Handknattleiksforystan í Evrópu hefur nú fetað í fótspor kollega sinna í knattspyrnunni og hefur stofnað sitt eigið G-14 samband. Það er samband 14 stærstu félagsliða Evrópu sem koma frá 8 löndum og verður samtökunum ætlað að bæta tengsl félagsliða við Alþjóða- og Evrópusambandið í handbolta.

"Við höfum engin yfirlýst markmið enn sem komið er, en okkur langar að bjóða Alþjóða Handknattleikssambandinu og Handknattleikssambandi Evrópu fram aðstoð okkar. Við viljum bæta upplýsingaflæði milli félagsliða og handknattleikssambandanna og ég á von á því að samböndin muni hagnast á þessu fyrirkomulagi. Við höfum fundið 14 félög sem eru mjög frambærilegir fulltrúar í samtök okkar," sagði Gerd Butzeck, framkvæmdastjóri hinna nýstofnuðu samtaka G-14.

Fjögur lið í G-14 koma úr þýsku úrvalsdeildinni og fjögur frá Spáni. Þýsku liðin eru Magdeburg, Kiel Flensburg og Lemgo. Barcelona, Ciudad Real, Ademar Leon og Portland San Antonio koma frá Spáni. Þar að auki eru í samtökunum Celje Lasko frá Slóveníu, Medwedi frá Rússlandi, Kolding frá Danmörku, Montpellier frá Frakklandi, Veszprem frá Ungverjalandi og RK Zagreb frá Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×