Pólitísk endurgjaldssjónarmið 19. apríl 2006 00:01 Skipun nýs dómara í Hæstarétt hefur trúlega komið fæstum á óvart sem á annað borð þekkja til. En með þeirri ákvörðun veitingavaldsins var umsögn Hæstaréttar sniðgengin þriðja skiptið í röð. Í Hæstarétti eiga aðeins að sitja allra fremstu menn í lögum. Þeir sem þangað veljast þurfa á hverjum tíma, eftir því sem kostur er, að endurspegla reynslu á sviði dómsstarfa, fræðimennsku og lögmennsku. Þó að þannig standi á að við þrjár skipanir í röð hafi verið gengið framhjá áliti Hæstaréttar eða meirihluta hans verða þær sannarlega ekki allar lagðar að jöfnu. En framhjá hinu verður ekki horft að einvörðungu þarf tvær skipanir af þessu tagi í viðbót til þess að þeir skipi meirihluta í réttinum sem teknir hafa verið framfyrir þá sem Hæstiréttur sjálfur hefur talið fremsta. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að til íhugunar komi hvort taka eigi til endurskoðunar þann feril sem liggur til grundvallar þessum mikilvægu ákvörðunum. Það kann að vera nauðsynlegt í þeim tilgangi að endurvekja traust. Á hinn bóginn er ljóst að það er ekki einfalt mál. Til þess að gæta allrar sanngirni má ef til vill líta svo á að síðasta skipunin hafi verið einhvers konar endurgjald fyrir þær tvær síðustu. Í því sambandi er vert að hafa í huga að þeir tveir dómarar sem síðast voru skipaðir mæltu með að sá kostur væri opinn fyrir ráðherra meðan meirihlutinn taldi annan umsækjanda afgerandi hæfastan. Afstaða meirihluta réttarins verður ekki hrakin með rökum. Hæfasti umsækjandinn fékk ekki embættið. Um það verður varla deilt. En ákvörðun veitingavaldsins mun þó ekki sæta gagnrýni með sama hætti og við fyrri skiptin tvö. Þó að jafnréttissjónarmið eigi ekki við að lögum í þessu tilviki þar sem einn umsækjandi var augljóslega hæfastur munu einhverjir af gagnrýnendum fyrri skipana ugglaust vísa til slíkra sjónarmiða. Hitt mun þó sennilega skipta meira máli í reynd að pólitískir andstæðingar veitingavaldsins líta á nýja hæstaréttardómarann jákvæðari pólitískum augum en hina fyrri. Þannig verður sjónarmiðið um pólitískt endurgjald mikilvægara þeim hagsmunum að skipa hæfasta umsækjandann. Vissulega er það svo að dómurinn má ekki missa traust fyrir þær sakir að þar sitji menn of einhæfra lífsskoðana. Í því ljósi má segja að niðurstaðan nú sé skiljanleg. En þann lærdóm má helstan draga af röð þriggja síðustu skipana dómara í Hæstarétt hversu fráleitt það væri að færa skipun dómara inn í sali Alþingis. Tillögur í þá veru hafa oft sinnis verið fluttar. En næsta augljóst er að slík breyting myndi einvörðungu leiða til þess að endurgjaldssjónarmiðið yrði allsráðandi við ákvarðanir um þessi efni. Þvert á móti er mikilvægt að koma skipunum hæstaréttardómara út úr ferli víxlverkana pólitískra endurgjaldssjónarmiða. Hvernig sem á þessi mál er litið þarf að koma því svo fyrir á nýjan leik að hæfnissjónarmiðin sitji í fyrirrúmi. Ýmsar leiðir geta komið þar til álita. Ekki er til að mynda einsýnt að Hæstiréttur eigi einn að hafa hæfnismatið með höndum. Til álita kæmi að fela það hlutverk hæfustu mönnum á helstu starfssviðum lögfræðinga. En umfram allt er mikilvægt að endanleg ábyrgð á ákvörðunum verði bæði skýr og persónuleg þó að hún yrði hugsanlega meira bundin en nú er. Í raun ætti því ekki að vera þörf grundvallarbreytinga í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Skipun nýs dómara í Hæstarétt hefur trúlega komið fæstum á óvart sem á annað borð þekkja til. En með þeirri ákvörðun veitingavaldsins var umsögn Hæstaréttar sniðgengin þriðja skiptið í röð. Í Hæstarétti eiga aðeins að sitja allra fremstu menn í lögum. Þeir sem þangað veljast þurfa á hverjum tíma, eftir því sem kostur er, að endurspegla reynslu á sviði dómsstarfa, fræðimennsku og lögmennsku. Þó að þannig standi á að við þrjár skipanir í röð hafi verið gengið framhjá áliti Hæstaréttar eða meirihluta hans verða þær sannarlega ekki allar lagðar að jöfnu. En framhjá hinu verður ekki horft að einvörðungu þarf tvær skipanir af þessu tagi í viðbót til þess að þeir skipi meirihluta í réttinum sem teknir hafa verið framfyrir þá sem Hæstiréttur sjálfur hefur talið fremsta. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að til íhugunar komi hvort taka eigi til endurskoðunar þann feril sem liggur til grundvallar þessum mikilvægu ákvörðunum. Það kann að vera nauðsynlegt í þeim tilgangi að endurvekja traust. Á hinn bóginn er ljóst að það er ekki einfalt mál. Til þess að gæta allrar sanngirni má ef til vill líta svo á að síðasta skipunin hafi verið einhvers konar endurgjald fyrir þær tvær síðustu. Í því sambandi er vert að hafa í huga að þeir tveir dómarar sem síðast voru skipaðir mæltu með að sá kostur væri opinn fyrir ráðherra meðan meirihlutinn taldi annan umsækjanda afgerandi hæfastan. Afstaða meirihluta réttarins verður ekki hrakin með rökum. Hæfasti umsækjandinn fékk ekki embættið. Um það verður varla deilt. En ákvörðun veitingavaldsins mun þó ekki sæta gagnrýni með sama hætti og við fyrri skiptin tvö. Þó að jafnréttissjónarmið eigi ekki við að lögum í þessu tilviki þar sem einn umsækjandi var augljóslega hæfastur munu einhverjir af gagnrýnendum fyrri skipana ugglaust vísa til slíkra sjónarmiða. Hitt mun þó sennilega skipta meira máli í reynd að pólitískir andstæðingar veitingavaldsins líta á nýja hæstaréttardómarann jákvæðari pólitískum augum en hina fyrri. Þannig verður sjónarmiðið um pólitískt endurgjald mikilvægara þeim hagsmunum að skipa hæfasta umsækjandann. Vissulega er það svo að dómurinn má ekki missa traust fyrir þær sakir að þar sitji menn of einhæfra lífsskoðana. Í því ljósi má segja að niðurstaðan nú sé skiljanleg. En þann lærdóm má helstan draga af röð þriggja síðustu skipana dómara í Hæstarétt hversu fráleitt það væri að færa skipun dómara inn í sali Alþingis. Tillögur í þá veru hafa oft sinnis verið fluttar. En næsta augljóst er að slík breyting myndi einvörðungu leiða til þess að endurgjaldssjónarmiðið yrði allsráðandi við ákvarðanir um þessi efni. Þvert á móti er mikilvægt að koma skipunum hæstaréttardómara út úr ferli víxlverkana pólitískra endurgjaldssjónarmiða. Hvernig sem á þessi mál er litið þarf að koma því svo fyrir á nýjan leik að hæfnissjónarmiðin sitji í fyrirrúmi. Ýmsar leiðir geta komið þar til álita. Ekki er til að mynda einsýnt að Hæstiréttur eigi einn að hafa hæfnismatið með höndum. Til álita kæmi að fela það hlutverk hæfustu mönnum á helstu starfssviðum lögfræðinga. En umfram allt er mikilvægt að endanleg ábyrgð á ákvörðunum verði bæði skýr og persónuleg þó að hún yrði hugsanlega meira bundin en nú er. Í raun ætti því ekki að vera þörf grundvallarbreytinga í þessu efni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun