Sport

Charlton hafnar öllum tilboðum sem berast í Hermann

Hermann hreiðarsson Verður líklega áfram hjá Charlton. Er hér í æfingaleik með liðinu gegn Millwall fyrr í sumar.
Hermann hreiðarsson Verður líklega áfram hjá Charlton. Er hér í æfingaleik með liðinu gegn Millwall fyrr í sumar. MYND/Getty

Allt útlit er fyrir að Hermann Hreiðarsson verði um kyrrt í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Charlton en fyrr í mánuðinum bárust þær fregnir að fimm önnur félög í ensku úrvalsdeildinni höfðu sýnt honum áhuga. Þetta voru Newcastle, Manchester City, Fulham, Middlesbrough og Wigan.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að málið væri einfalt - öllum tilboðum sem bærust Charlton í Hermann væri umsvifalaust hafnað. „Við fáum ekki að vita nema hálfa söguna en teljum okkur hafa nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að minnst fimm félög hafi gert félaginu tilboð í Hermann eða sent því fyrirspurn.“

Forráðamenn Charlton telja því að Hermann nýtist þeim betur í vetur en sú upphæð sem þeir gætu fengið fyrir hann en samningur Hermanns við félagið rennur út í lok tímabilsins og þá verður honum frjálst að semja við hvaða lið sem er. „Þetta er mjög gott fyrir Hermann, honum er sýnt mikið traust.“

Hermann er nú að hefja sitt fjórða tímabil hjá Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×