Viðskipti innlent

Aldrei meiri vöruskiptahalli

Fiski landað. Rúmur helmingur af útflutningi Íslendinga í júlímánuði voru sjávarafurðir.
Fiski landað. Rúmur helmingur af útflutningi Íslendinga í júlímánuði voru sjávarafurðir. Mynd/Jón Sigurður
Vöruskipti voru óhagstæð um 19,1 milljarð króna í síðasta mánuði og hefur vöruskiptahallinn aldrei verið meiri í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta upplýsingar um vöruskipti eftir mánuðum. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptahallinn 11,9 milljarðar króna.

Í síðasta mánuði voru vörur fluttar út fyrir 16,2 milljarða krónum en inn í landið fyrir 35,2 milljarða krónur.

Það sem af er árs hafa vörur verið fluttar út fyrir 130,5 milljarða krónur en inn fyrir 216,4 milljarða krónur og nemur vöruskiptahallinn við útlönd því 85,9 milljörðum króna. Þetta er 37 milljörðum krónum meiri halli en á sama tíma í fyrra.

Verðmæti útfluttra vara nam 4,5 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins en það er 3,6 prósentum meira á föstu gengi en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Sjávarafurðir námu 56,4 prósentum alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 2,2 prósent á milli ára.

Verðmæti innfluttra vara á sama tíma nam 41,5 milljörðum króna eða 23,7 prósentum meira en á sama tímabili í fyrra. Má rekja rúman helming af innflutningnum til fjárfestingavara, sem jókst um 60,2 prósent. Þá jókst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum um 36,9 prósent eða um 15,1 milljarð króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×