Kviðslitinn á kaldri slóð 18. desember 2006 12:45 Baldur blaðamaður fer uppá hálendið til að rannsaka dularfullt andlát næturvarðar. „Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira