Viðskipti innlent

Krónan veiktist á ný

Króna.
Króna.

Gengi krónunnar veiktist um 1,2% við lokun markaða í dag. Síðastliðna tvo daga hefur krónan veikst um nær 3% og styrking síðustu 6 vikna hefur því gengið til baka á aðeins tveimur dögum.

Greiningardeild Kaupþings segir þannig virðast sem 4-5 mánaða nær samfelld styrkingarleitni hafi nú verið rofin og óvissari tímar fari nú í hönd.

Deildin segir það hins vegar eðli hávaxtamynta að þær geta lækkað snögglega en bætir því við að hún sé sjaldnast varanleg þar sem vaxtamunurinn vinnur alltaf á um síðir. Greiningardeild Kaupþings segir í Hálffimmfréttum sínum í dag, að gert sé ráð fyrir því að svo lengi sem núverandi vaxtamunur vari muni krónan haldast tiltölulega sterk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×