Lífið

Sirrí með þrjár tilnefningar í Gullkindinni

Andri og Búi í Capone.
Andri og Búi í Capone.
Morgunþátturinn Capone stendur að venju fyrir verðlaunaafhendingunni Gullkindinni sem heiðrar allt það versta í afþreyingariðnaði Íslands og voru tilnefningarnar tilkynntar nú í morgun. Að venju getur þjóðin kosið á vefsíðunni XFM.is en um er að ræða þrettán flokka.

Meðal þeirra sjónvarpsþátta sem fá tilnefningu eru Örlagastundin með Sirrý, Í sjöunda himni með Hemma Gunn og upphitunarþáttur Skjás eins fyrir Rock Star: Supernova. Þeir sem tilnefndir eru fyrir verstu frammistöðuna í sjónvarpi eru meðal annars allir stjórnendurnir í Innliti/útliti en sá þáttur fær aðra tilnefningu; innslag Arnars Gauta í íbúð Ásgeirs Kolbeins.

Þá eru þau Heimir Karlsson, Sirrý og Dóri DNA einnig tilnefnd fyrir frammistöðu sína á skjánum. Baltasar Kormákur hlýtur tvær tilnefningar því bæði Mýrin og A Little Trip to Heaven berjast við Bjólfskviðu sem „Versta myndin".

Hiphop-hljómsveitin Snooze fær þrjár tilnefningar í flokknum „Versta lagið" og íslenska landsliðið í knattspyrnu, bréf Róberts Marshall „Kæri Jón", Ríkislögreglustjóri, NFS og Silvía Nótt í Evróvisjón eru öll tilnefnd sem „Klúður ársins". Gullkindin verður veitt við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn eftir viku og þá verður jafnframt tilkynnt hver hljóti heiðursverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×