Ævintýrið um Augastein 21. nóvember 2006 10:50 Leikhópurinn Á senunni kemur enn aftur með jólaleiksýninguna Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson. Tvær almennar sýningar verða, sunnudagana 10. og 17. desember kl. 16.00 í Tjarnarbíói í Reykjavík. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002. Verkið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana. Lítill drengur, Augasteinn, lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina. Sveinarnir skrýtnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta. Brúður og leikmynd eru eftir Helgu Arnalds, lýsingu hannaði Jóhann Bjarni Pálmason og tónlistin var útsett af Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni fyrir Háskólakórinn undir stjórn Hákons Leifssonar. Felix Bergsson leikur öll hlutverkin. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk góðar viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þúsundum eintaka. Nánari upplýsingar, myndir, gagnrýni og annan fróðleik má finna á www.senan.is Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikhópurinn Á senunni kemur enn aftur með jólaleiksýninguna Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson. Tvær almennar sýningar verða, sunnudagana 10. og 17. desember kl. 16.00 í Tjarnarbíói í Reykjavík. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002. Verkið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana. Lítill drengur, Augasteinn, lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina. Sveinarnir skrýtnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta. Brúður og leikmynd eru eftir Helgu Arnalds, lýsingu hannaði Jóhann Bjarni Pálmason og tónlistin var útsett af Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni fyrir Háskólakórinn undir stjórn Hákons Leifssonar. Felix Bergsson leikur öll hlutverkin. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk góðar viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þúsundum eintaka. Nánari upplýsingar, myndir, gagnrýni og annan fróðleik má finna á www.senan.is
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein