Lífið

Magni stóð sig vel

Magni stóð sig vel í gærkveldi og verður gaman að fylgjast með í kvöld hvernig atkvæðagreiðslan fer
Magni stóð sig vel í gærkveldi og verður gaman að fylgjast með í kvöld hvernig atkvæðagreiðslan fer MYND/ 7fn
Magni Ágeirsson hélt áfram að standa sig vel í þætti Rock Star Supernova í nótt og hélt uppi heiðri Íslands með glæsilegum hætti. Magni sem söng lagið Heroes eftir David Bowie, fékk misgóða dóma frá dómnefndinni í þetta skiptið.

Gagnrýnin varðaði aðallega sviðsframkomu hans, að hann hafi ekki sungið lagið til áhorfenda og eins furðuðu dómarar sig á því hvers vegna hann hafi ákveðið að hafa gítar í fanginu þegar hann flutti lagið. Magni sagðist syngja seinna til þeirra, í þetta skiptið hefði hann verið að syngja til fólks hinum megin á hnettinum.

Þegar tilkynnt hvar hverjir væru meðal þriggja neðstu var Magni ekki þar á blaði. Það verður því spennandi að sjá í nótt hvaða þrír söngvarar eru neðstir eftir atkvæðagreiðsluna. Úrslitin verða kunngjörð í kvöld á SkjáEinum kl 24

Taka má fram að íslendingar geta kosið Magna frítt á vefslóðinni www.rockstar.msn.com þegar atkvæðagreiðsla fer fram, en þar er einnig hægt að fá upplýsingar um keppendur og hlusta á frammistöðu þeirra í síðustu þáttum

 


 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×