Uppáhaldsbókstafurinn 8. febrúar 2006 00:01 Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera sá spámaður, sem sér fyrir óorðna pólitíska atburði. Þessi hógværð mín hefur þó ekki komið í veg fyrir að ég hef nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum - eða allt frá því að prófkjöri sjálfstæðimanna um framboðslista lauk - verið spurður um hvort ég sé ekki sammála því áliti langflestra leiðarahöfunda, pólitískra álitsgjafa, pistlahöfunda og þáttastjórnenda að Sjálfstæðisflokkurinn sé með sigurvænlegum lista sínum búinn að vinna kosningarnar, nú sé ekki annað eftir en að hespa kosningunum af og telja upp úr kjörkössunum. Sjálfar kosningarnar séu nú bara nánast formsatriði eins og allar skoðanakannanir staðfesti. Með áðurgreindum fyrirvara um spádómsgáfu mína hef ég reyndar alltaf svarað þessari spurningu neitandi og reynt að færa nokkur rök fyrir því áliti mínu. Fyrir það fyrsta hefur mér ekki fundist að kjósendur hafi haft nokkrar forsendur til að gera upp hug sinn á þessu stigi málsins. Framboðslistar annarra flokka hafa hvorki fengið ásjónu né innihald. Álíka gáfulegt væri að spyrja: ef þú mátt velja um stafina B, D, F, S eða V, hver er þá uppáhaldsstafurinn þinn? Þótt ég viti að íslenskir kjósendur eru nokkuð fastheldnir á stuðning við flokka sína, er ég samt svo bjartsýnn að álíta, að það skipti þá máli hverjir skipi framboðslista og leiði þá, svo og hver stefnumál listanna eru. Með öðrum orðum: ég held að kosningabarátta skipti máli og geti leitt til þess að hluti kjósenda skipti um skoðun og telji að kosningar snúist um annað og fleira en fastheldni við bókstafinn. Lítum aðeins á fortíðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan um áratugi átt fylgi í borginni sem nægir fyrir a.m.k. sjö borgarfulltrúum. Stundum hefur hann unnið áttunda manninn á óhagstæðri skiptingu atkvæða milli sundraðra andstæðinga. Einstaka sinnum hefur hann gert betur og fengið meirihluta atkvæða og borgarfulltrúa, en það heyrir til undantekninga. Síðustu tólf ár hefur hann farið halloka fyrir sameinuðum andstæðingum undir merki R-listans. En það er ekki aðeins samheldni andstæðinganna, sem hefur staðið honum fyrir þrifum. Öll þessi ár hefur hann klúðrað sínum eigin forystumálum og keyrði klúðrið þó um þverbak fyrir síðustu kosningar enda fór hann þá niður í sex borgarfulltrúa. Þetta tókst að laga með prófkjöri í haust, sem hefur gefið flokknum forskot hingað til í skoðanakönnunum, meðan aðrir flokkar hafa ekki komið saman sínum listum, hvað þá opinberað stefnumál sín. Þetta tel ég að gefi honum sjö borgarfulltrúa í upphafi kosningabaráttu og baráttan muni standa um áttunda fulltrúann. Aðildarflokkar R-listans eiga skiljanlega undir högg að sækja eftir upplausn regnhlífarsamtaka sinna. Ég tel miklar líkur á því að Framsókn nái engum fulltrúa í vor. Bæði held ég að kjósendur telji litla ástæðu til að verðlauna ráðsmennsku Alfreðs í Orkuveitunni og hafi takmarkaðan áhuga á að koma á sama stjórnarmynstri í borginni og á landsvísu: hætta á að Framsókn komist í oddaaðstöðu og að aðstoðarmaður forsætisráðherra hljóti borgarstjóraembættið. Nóg er nú veldi þessa smáflokks samt. Auk þess fæ ég ekki með nokkru móti séð að Framsókn hafi nokkru hlutverki að gegna í íslenskri pólitík eftir að henni hefur heppnast með einarðri liðveislu samstarfsflokksins að færa eignir SÍS sáluga yfir í traustar hendur afkomenda flokkseigenda og kaupfélagsstjóra. Ef yfirstandandi prófkjör Samfylkingarinnar heppnast vel gæti hún hugsanlega verið með 5 fulltrúa inni í upphafi kosningabaráttu með möguleika til að vinna þann sjötta í baráttunni. Þá eru eftir tveir til þrír fulltrúar fyrir VG og Frjálslynda að bítast um. Morgunblaðið, sem nú hefur snúið við blaðinu og gerst hreint flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins eftir nokkurra áratuga útivist, hefur lýst því yfir að flokkurinn hafi nú staðsett sig á miðjunni svo traustum fótum að þaðan verði honum ekki haggað héðan af svo stutt sem er til kosninga. Samfylkingin hafi flæmt sig út í ystu vinstri myrkur. Hvaða öfgafólk skyldi nú vera þar í framboði?: Steinunn Valdís, sem sagt er að hafi hlotið borgarstjóraembættið með blessun Halldórs Ásgrímssonar; Stefán Jón Hafstein, sem talið hefur sér það til gildis að vera uppalinn í Sjálfstæðisflokknum eins og Ingibjörg Sólrún og Dagur B. Eggertsson, sem skráði sögu öfgamannsins Steingríms Hermannssonar í þremur bindum. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn færst yfir að miðjunni með sigri Vilhjálms á Gísla Marteini fæ ég ekki annað séð en einu gildi hvert þessara þriggja verður hlutskarpast í prófkjörinu nú um helgina: forystusveit Samfylkingarinnar verður eftir sem áður á miðjum hinum pólitíska orrustuvelli, hvað sem Morgunblaðið segir, og kosningabaráttan mun verða háð á hennar forsendum. Þetta eru mín rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engan veginn unnið þessar kosningar fyrirfram. Meðan listabókstafir hafa ekki fengið líf og lit, andlit og innihald er of snemmt að ganga út frá því að einhver fylkingin sé með unnið tafl. Þvert á móti tel ég að allt stefni í spennandi kosningaslag með tvísýnum úrslitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera sá spámaður, sem sér fyrir óorðna pólitíska atburði. Þessi hógværð mín hefur þó ekki komið í veg fyrir að ég hef nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum - eða allt frá því að prófkjöri sjálfstæðimanna um framboðslista lauk - verið spurður um hvort ég sé ekki sammála því áliti langflestra leiðarahöfunda, pólitískra álitsgjafa, pistlahöfunda og þáttastjórnenda að Sjálfstæðisflokkurinn sé með sigurvænlegum lista sínum búinn að vinna kosningarnar, nú sé ekki annað eftir en að hespa kosningunum af og telja upp úr kjörkössunum. Sjálfar kosningarnar séu nú bara nánast formsatriði eins og allar skoðanakannanir staðfesti. Með áðurgreindum fyrirvara um spádómsgáfu mína hef ég reyndar alltaf svarað þessari spurningu neitandi og reynt að færa nokkur rök fyrir því áliti mínu. Fyrir það fyrsta hefur mér ekki fundist að kjósendur hafi haft nokkrar forsendur til að gera upp hug sinn á þessu stigi málsins. Framboðslistar annarra flokka hafa hvorki fengið ásjónu né innihald. Álíka gáfulegt væri að spyrja: ef þú mátt velja um stafina B, D, F, S eða V, hver er þá uppáhaldsstafurinn þinn? Þótt ég viti að íslenskir kjósendur eru nokkuð fastheldnir á stuðning við flokka sína, er ég samt svo bjartsýnn að álíta, að það skipti þá máli hverjir skipi framboðslista og leiði þá, svo og hver stefnumál listanna eru. Með öðrum orðum: ég held að kosningabarátta skipti máli og geti leitt til þess að hluti kjósenda skipti um skoðun og telji að kosningar snúist um annað og fleira en fastheldni við bókstafinn. Lítum aðeins á fortíðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan um áratugi átt fylgi í borginni sem nægir fyrir a.m.k. sjö borgarfulltrúum. Stundum hefur hann unnið áttunda manninn á óhagstæðri skiptingu atkvæða milli sundraðra andstæðinga. Einstaka sinnum hefur hann gert betur og fengið meirihluta atkvæða og borgarfulltrúa, en það heyrir til undantekninga. Síðustu tólf ár hefur hann farið halloka fyrir sameinuðum andstæðingum undir merki R-listans. En það er ekki aðeins samheldni andstæðinganna, sem hefur staðið honum fyrir þrifum. Öll þessi ár hefur hann klúðrað sínum eigin forystumálum og keyrði klúðrið þó um þverbak fyrir síðustu kosningar enda fór hann þá niður í sex borgarfulltrúa. Þetta tókst að laga með prófkjöri í haust, sem hefur gefið flokknum forskot hingað til í skoðanakönnunum, meðan aðrir flokkar hafa ekki komið saman sínum listum, hvað þá opinberað stefnumál sín. Þetta tel ég að gefi honum sjö borgarfulltrúa í upphafi kosningabaráttu og baráttan muni standa um áttunda fulltrúann. Aðildarflokkar R-listans eiga skiljanlega undir högg að sækja eftir upplausn regnhlífarsamtaka sinna. Ég tel miklar líkur á því að Framsókn nái engum fulltrúa í vor. Bæði held ég að kjósendur telji litla ástæðu til að verðlauna ráðsmennsku Alfreðs í Orkuveitunni og hafi takmarkaðan áhuga á að koma á sama stjórnarmynstri í borginni og á landsvísu: hætta á að Framsókn komist í oddaaðstöðu og að aðstoðarmaður forsætisráðherra hljóti borgarstjóraembættið. Nóg er nú veldi þessa smáflokks samt. Auk þess fæ ég ekki með nokkru móti séð að Framsókn hafi nokkru hlutverki að gegna í íslenskri pólitík eftir að henni hefur heppnast með einarðri liðveislu samstarfsflokksins að færa eignir SÍS sáluga yfir í traustar hendur afkomenda flokkseigenda og kaupfélagsstjóra. Ef yfirstandandi prófkjör Samfylkingarinnar heppnast vel gæti hún hugsanlega verið með 5 fulltrúa inni í upphafi kosningabaráttu með möguleika til að vinna þann sjötta í baráttunni. Þá eru eftir tveir til þrír fulltrúar fyrir VG og Frjálslynda að bítast um. Morgunblaðið, sem nú hefur snúið við blaðinu og gerst hreint flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins eftir nokkurra áratuga útivist, hefur lýst því yfir að flokkurinn hafi nú staðsett sig á miðjunni svo traustum fótum að þaðan verði honum ekki haggað héðan af svo stutt sem er til kosninga. Samfylkingin hafi flæmt sig út í ystu vinstri myrkur. Hvaða öfgafólk skyldi nú vera þar í framboði?: Steinunn Valdís, sem sagt er að hafi hlotið borgarstjóraembættið með blessun Halldórs Ásgrímssonar; Stefán Jón Hafstein, sem talið hefur sér það til gildis að vera uppalinn í Sjálfstæðisflokknum eins og Ingibjörg Sólrún og Dagur B. Eggertsson, sem skráði sögu öfgamannsins Steingríms Hermannssonar í þremur bindum. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn færst yfir að miðjunni með sigri Vilhjálms á Gísla Marteini fæ ég ekki annað séð en einu gildi hvert þessara þriggja verður hlutskarpast í prófkjörinu nú um helgina: forystusveit Samfylkingarinnar verður eftir sem áður á miðjum hinum pólitíska orrustuvelli, hvað sem Morgunblaðið segir, og kosningabaráttan mun verða háð á hennar forsendum. Þetta eru mín rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engan veginn unnið þessar kosningar fyrirfram. Meðan listabókstafir hafa ekki fengið líf og lit, andlit og innihald er of snemmt að ganga út frá því að einhver fylkingin sé með unnið tafl. Þvert á móti tel ég að allt stefni í spennandi kosningaslag með tvísýnum úrslitum.