Indriði mun styrkja lið okkar mikið 10. ágúst 2006 10:00 Indriði Sigurðsson leikmaður Lyn í Noregi Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri. Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri.
Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira