Sjóðir eru sjaldnast lausn 12. febrúar 2006 00:01 Á nýliðnu Viðskiptaþingi ræddi Halldór Ásgrímsson um mikilvægi nýsköpunar og heitstrengingar um að ríkið legði sitt af mörkum til sjóðs til að efla nýsköpun í landinu. Menn eru almennt sammála um að mikilvægt sé að reynt sé að hlúa að efnilegum nýgræðingum í atvinnulífinu. Það er hins vegar ekki einhlítt hver sé besta leiðin til þess. Opinberir sjóðir hafa ekki reynst vel í þeim efnum. Til að allrar sanngirni sé gætt, þá er sú leið sem ríkið hyggst fara nú skynsamlegri en margar aðrar, þar sem ætlunin er að fjárfestar leggi fé í sjóðinn á móti ríkinu. Slíkt eykur líkurnar á því að fjármununum verði skynsamlega varið. Mikilvægast af öllu er þó að almenn skilyrði séu góð og innviðir samfélagsins skilvirkir og traustir. Þannig væri nýr ljósleiðari milli Íslands og Evrópu eitthvað sem myndi skila miklu og opna fjölda viðskiptatækifæra. Efling frumrannsókna og menntunar er einnig líkleg til að færa af sér nýjar viðskiptahugmyndir. Allt eru þetta almennar aðgerðir sem líklegar eru til þess að efla hag og möguleika einstaklinga og fyrirtækja. Traust og ábyrg efnahagsstjórn, skynsamlegt regluverk og samkeppnishæft skattaumhverfi eru aðrir þættir sem eru líklegir til þess að skapa frjóan jarðveg í efnahagslífinu. Þættir sem fara ekki í manngreinarálit og opna þeim tækifæri sem kunna og hafa kjark til að takast á við ögrandi verkefni. Reynslan af þátttöku ríkisins í atvinnulífinu er ekki góð. Ríkið er svifaseint og tregðulögmálin fljót að taka völdin. Gott dæmi um slíkt er sú staða sem Íbúðalánasjóður er lentur í. Innkoma bankanna á íbúðalánamarkaðinn hefði átt að kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda um að vinda ofan af sjóðnum. Venjulegt launafólk þarf ekki á ríkisábyrgð að halda til að koma sér þaki yfir höfuðið. Í flestum nágrannalöndum okkar hefur fólki tekist ljómandi vel að koma sómasamlega þaki yfir höfuðið, án atbeina ríkisins. Þeir hópar sem ekki hafa getað slíkt hafa þá notið öruggs leiguhúsnæðis. Íbúðalánasjóður getur ekki starfað með þeim hætti sem nú er. Því fyrr sem tekið er á þeirri staðreynd því betra. Raunar má segja að með seinagangi hafi verið búið til ástand þar sem íbúðalán í bönkum eru baggi á þeim og mun ekki skila þeim neinni afkomu um áratuga skeið. Lán sem í bankakerfum þróaðra landa mynda grunn að stöðugleika í starfsemi bankanna. Íbúðalán eru öruggustu lán bankakerfisins. Afskriftir af þeim eru litlar, enda tekst sem betur fer flestum að standa í skilum við greiðslu á eigin húsnæði. Með seinagangi hefur ríkinu tekist að veikja eina af stoðum bankakerfisins sem stendur sem betur fer afar vel um þessar mundir. Ríkt þjóðfélag eins og okkar hefur vel efni á að tryggja öllum íbúum þak yfir höfuðið. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki aðgang að lánsfé á frjálsum markaði þurfa líka að búa einhvers staðar. Þar hefur ríkið hlutverk. Við hin þurfum ekki á ríkinu að halda í þessum efnum og engin ástæða til þess að ríkið reki fjármálastofnun í harðri samkeppni við banka og sparisjóði. Einkavæðing bankanna og sá kraftur sem henni fylgdi ætti að hafa kennt okkur það að peningar vinna hraðar og betur í höndum annarra en ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á nýliðnu Viðskiptaþingi ræddi Halldór Ásgrímsson um mikilvægi nýsköpunar og heitstrengingar um að ríkið legði sitt af mörkum til sjóðs til að efla nýsköpun í landinu. Menn eru almennt sammála um að mikilvægt sé að reynt sé að hlúa að efnilegum nýgræðingum í atvinnulífinu. Það er hins vegar ekki einhlítt hver sé besta leiðin til þess. Opinberir sjóðir hafa ekki reynst vel í þeim efnum. Til að allrar sanngirni sé gætt, þá er sú leið sem ríkið hyggst fara nú skynsamlegri en margar aðrar, þar sem ætlunin er að fjárfestar leggi fé í sjóðinn á móti ríkinu. Slíkt eykur líkurnar á því að fjármununum verði skynsamlega varið. Mikilvægast af öllu er þó að almenn skilyrði séu góð og innviðir samfélagsins skilvirkir og traustir. Þannig væri nýr ljósleiðari milli Íslands og Evrópu eitthvað sem myndi skila miklu og opna fjölda viðskiptatækifæra. Efling frumrannsókna og menntunar er einnig líkleg til að færa af sér nýjar viðskiptahugmyndir. Allt eru þetta almennar aðgerðir sem líklegar eru til þess að efla hag og möguleika einstaklinga og fyrirtækja. Traust og ábyrg efnahagsstjórn, skynsamlegt regluverk og samkeppnishæft skattaumhverfi eru aðrir þættir sem eru líklegir til þess að skapa frjóan jarðveg í efnahagslífinu. Þættir sem fara ekki í manngreinarálit og opna þeim tækifæri sem kunna og hafa kjark til að takast á við ögrandi verkefni. Reynslan af þátttöku ríkisins í atvinnulífinu er ekki góð. Ríkið er svifaseint og tregðulögmálin fljót að taka völdin. Gott dæmi um slíkt er sú staða sem Íbúðalánasjóður er lentur í. Innkoma bankanna á íbúðalánamarkaðinn hefði átt að kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda um að vinda ofan af sjóðnum. Venjulegt launafólk þarf ekki á ríkisábyrgð að halda til að koma sér þaki yfir höfuðið. Í flestum nágrannalöndum okkar hefur fólki tekist ljómandi vel að koma sómasamlega þaki yfir höfuðið, án atbeina ríkisins. Þeir hópar sem ekki hafa getað slíkt hafa þá notið öruggs leiguhúsnæðis. Íbúðalánasjóður getur ekki starfað með þeim hætti sem nú er. Því fyrr sem tekið er á þeirri staðreynd því betra. Raunar má segja að með seinagangi hafi verið búið til ástand þar sem íbúðalán í bönkum eru baggi á þeim og mun ekki skila þeim neinni afkomu um áratuga skeið. Lán sem í bankakerfum þróaðra landa mynda grunn að stöðugleika í starfsemi bankanna. Íbúðalán eru öruggustu lán bankakerfisins. Afskriftir af þeim eru litlar, enda tekst sem betur fer flestum að standa í skilum við greiðslu á eigin húsnæði. Með seinagangi hefur ríkinu tekist að veikja eina af stoðum bankakerfisins sem stendur sem betur fer afar vel um þessar mundir. Ríkt þjóðfélag eins og okkar hefur vel efni á að tryggja öllum íbúum þak yfir höfuðið. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki aðgang að lánsfé á frjálsum markaði þurfa líka að búa einhvers staðar. Þar hefur ríkið hlutverk. Við hin þurfum ekki á ríkinu að halda í þessum efnum og engin ástæða til þess að ríkið reki fjármálastofnun í harðri samkeppni við banka og sparisjóði. Einkavæðing bankanna og sá kraftur sem henni fylgdi ætti að hafa kennt okkur það að peningar vinna hraðar og betur í höndum annarra en ríkisins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun