Múslimar Evrópu einangraðir 12. febrúar 2006 00:01 Deilan um skopteikningarnar af Múhameð sem birtust í Jótlandspóstinum er túlkuð í fjölmiðlum sem menningarlegur árekstur á milli frjálslyndra Vesturlanda og múslimaheimsins sem afneitar hugmyndinni um tjáningarfrelsi. Til að halda fram þessari tilgátu fram þarf einkum tvennt að koma til: fáfræði og hræsni. Tjáningarfrelsinu eru takmörk sett á öllum Vesturlöndum og skapast það af tvennu: lögunum og ákveðnu félagslegu samkomulagi. Lögin reyna að bæla niður gyðingahatur sem og aðra fordóma gegn trúarhópum: kaþólska kirkjan í Frakklandi náði því til dæmis fram árið 2005 að hætt var að nota auglýsingu, þar sem notast var við mynd af síðustu kvöldmáltíðinni sem sýndi lærisveinana sem fáklæddar konur. Þetta eru sams konar andmæli og samtök múslima hafa sett fram uppá síðkastið. Voru einhver dagblöð sem birtu auglýsinguna með síðustu kvöldmáltíðinni til varnar tjáningarfrelsinu er kaþólska kirkjan í Frakklandi hafði látið taka hana úr umferð? Hvað má og hvað má ekki?Það er áhugavert að velta því fyrir sér hverju almenningi þykir við hæfi að sýna umburðarlyndi: ekkert vandað dagblað myndi birta viðtal við hinn umdeilda franska grínista Dieudonné í dag jafnvel þó að ekki sé enn búið að dæma hann fyrir Gyðingahatur. Ekkert stóru dagblaðanna myndi birta skopteikningar þar sem gert er grín að blindum, dvergum, samkynhneigðum eða sígaunum, og væri orsökin fyrir því frekar hræðsla við að almenningi þætti það ósmekklegt en vegna mögulegrar málshöfðunar. En þegar íslam á í hlut sætta dagblöðin sig við að einhverjum kunni að þykja umfjöllunin ósmekkleg því í almenningsálitinu er meira um fordóma gegn íslam.Mótmæli múslima í Evrópu, ef frá eru taldir nokkrir öfgasinnar sem hafa enga stjórn á sjálfum sér, eru í raun hófsöm og byggja á lögmálinu um tjáningarfrelsi. En á almennari hátt þá eru þau án efa líka hluti af einni mikilvægustu umræðu sem nú fer fram á Vesturlöndum: Á hvaða hvaða hátt skulu lögin verja það sem flokkast sem "hið heilaga", hvort sem átt er við guðlast, að afneita öðrum trúarbrögðum eða virðingu fyrir öðrum mönnum? Það er ekki skrítið að íhaldssamir fylgjendur trúarbragða, hvort sem þeir eru kristnir, gyðingar eða múslimar séu í auknum mæli farnir að sameinast um að vilja setja einhver takmörk á frelsi manna, hvort sem umræðan snýst um fóstureyðingar, hjónabönd samkynhneigðra, lífsiðfræði eða guðlast Það er ekki skrítið að franska kirkjuráðið, rabbínar og kirkjuráð mótmælenda hafi lýst yfir skilningi á reiði múslima. Þessi umræða um gildi snýst ekki um árekstur Vesturlanda og Íslam, heldur er þetta umræða um árekstur ólíkra gilda innan hins vestræna heims. En hvaðan kemur þá það ofbeldi sem við höfum orðið vitni að vegna birtingar skopteikninganna? Afskipti Evrópu ástæða ofbeldisinsEf litið er á þau lönd þar sem óeirðirnar hafa verið mestar þá sjáum við þetta eru lönd sem hafa sitjandi ríkisstjórnir, og þar eru öfgasinnuð pólitískt öfl, sem telja að ríkisstjórnir Evrópu og Evrópubúar hafi gert á sinn hlut. Ofbeldið hefur verið skipulagt af ríkisstjórnum og pólitískum samtökum sem eru mótfallin afskiptum landa Evrópu af ákveðnum deilumálum í Miðausturlöndum. Við erum að borga fyrir aukin diplomátísk afskipti í Miðausturlöndum. Að ríkisstjórn Sýrlands gefi sig út fyrir að standa vörð um íslam væri hlægilegt ef afleiðingarnar af stefnu hennar væru ekki eins sorglegar og þær eru. Ríkisstjórn sem hefur drepið tugþúsundir meðlima Bræðalags Múslima (The Muslim Brotherhood), er núna í framvarðasveit þeirra sem verja Múhameð. Hér er um ræða pólitískt kænskubragð til að komast aftur til valda í Líbanon og að fylkja liði með öllum þeim sem þykir sér ógnað eða sýnt fálæti af löndum Evrópu. Ástandið sýnir líka að pólitík landa Evrópu hefur þróast töluvert. Þegar Bandaríkin réðust inn í Írak var það álitið lofsvert að vera mótfallinn bandalagi Bandaríkjanna og Bretlands. Hin "gamla Evrópa" landanna á meginlandi Evrópu hafði andúð á innrás Bandaríkjamanna í Írak, var fylgjandi Palestínumönnum og tók sjálfræði ríkja heimsins stundum fram yfir útbreiðslu lýðræðishugmyndarinnar.Evrópa er langt frá því að vera hlutlaus því á síðastliðnum þremur árum hafa lönd Evrópu tekið upp aðra stefnu í Miðausturlöndum sem einkennist af aukinni íhlutun. Á sama tíma hafa samskipti Evrópu og Bandaríkjanna breyst til hins betra. Ólíkt því sem gerðist fyrir þremur árum þá vilja ráðamenn í Washington nú aukin afskipti landa Evrópu, sérstaklega núna þegar sá möguleiki er fyrir hendi að Bandaríkin kalli herlið sitt heim frá Írak. Þessi auknu afskipti valda því ofbeldi sem einkennilegt bandalag ríkisstjórna og samtaka stendur fyrir gegn löndum Evrópu. Segja má að þetta bandalag hafi einangrað múslima Evrópu enn frekar. Ofbeldið ákveðið af ríkisstjórnumAtlagan gegn danska ríkinu var ákveðin að frumkvæði sendiherra arabalandanna í Danmörku. Ríkisstjórnir arabalandanna hafa alltaf lagt sig fram um líta á þá araba sem flutt hafa til Evrópu sem eina heild sem hægt er að kalla saman til aðgerða. Í stuttu máli, bæði einstök ríki og einstök samtök múslima gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að múslímar Evrópu finni fyrir tengslum sínum við Miðausturlönd. Þetta er atriði sem hættir ekki að vera rökrétt.En sérhvern dag versna skoðanir meirihluta múslima Evrópu á þessum skipulögðu mótmælum: það er áhugavert að verða vitni að því að í raun þá hafa stærstu samtök þeirra ákveðið að halda sig í nokkurri fjarlægð við deilurnar um skopteikningarnar. (það nægir að líta á heimasíðu UQIF (Bandalag íslamskra samtaka í Frakklandi) eða á síðuna oumma.com). Það er í þessu sambandsleysi á milli múslima Evrópu og ástandinu í Miðausturlöndum sem finna þarf lausn á því hvernig beri að taka á þessari óumflýjanlegu spennu og eins þarf að koma fram við þá múslima sem búa í löndum Evrópu sem ríkisborgara, líkt og gert er við kristna menn og gyðinga, jafnvel þó að stundum þurfi að minna múslíma á að lögmálin um tjáningarfrelsi og frjálsa aðild að trúfélögum eru ríkjandi á Vesturlöndum.En það vantar líka upp á að almenningur í Evrópu átti sig á hinum miklu afskiptum sem lönd Evrópu eru byrjuð að hafa af málefnum Miðausturlanda, allt frá Palestínu til Afganistan því í þessari þátttöku felst aukin áhætta fyrir ríkiserindreka landanna, og starfsmanna samtaka sem ekki heyra undir ríkisvald (NGO) er munu starfa í Miðausturlöndum, sem og fyrir þegna landanna. Við getum verið sammála um að aukin þátttaka landa Evrópu í Afganistan og í Líbanon er af hinu góðu, en menn þurfa á sama tíma að átta sig á afleiðingum þessara auknu afskipta. Höfundur er stjórnmálafræðingur.Greinin birtist áður í lengri útgáfu í spænska dagblaðinu El Pais. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Deilan um skopteikningarnar af Múhameð sem birtust í Jótlandspóstinum er túlkuð í fjölmiðlum sem menningarlegur árekstur á milli frjálslyndra Vesturlanda og múslimaheimsins sem afneitar hugmyndinni um tjáningarfrelsi. Til að halda fram þessari tilgátu fram þarf einkum tvennt að koma til: fáfræði og hræsni. Tjáningarfrelsinu eru takmörk sett á öllum Vesturlöndum og skapast það af tvennu: lögunum og ákveðnu félagslegu samkomulagi. Lögin reyna að bæla niður gyðingahatur sem og aðra fordóma gegn trúarhópum: kaþólska kirkjan í Frakklandi náði því til dæmis fram árið 2005 að hætt var að nota auglýsingu, þar sem notast var við mynd af síðustu kvöldmáltíðinni sem sýndi lærisveinana sem fáklæddar konur. Þetta eru sams konar andmæli og samtök múslima hafa sett fram uppá síðkastið. Voru einhver dagblöð sem birtu auglýsinguna með síðustu kvöldmáltíðinni til varnar tjáningarfrelsinu er kaþólska kirkjan í Frakklandi hafði látið taka hana úr umferð? Hvað má og hvað má ekki?Það er áhugavert að velta því fyrir sér hverju almenningi þykir við hæfi að sýna umburðarlyndi: ekkert vandað dagblað myndi birta viðtal við hinn umdeilda franska grínista Dieudonné í dag jafnvel þó að ekki sé enn búið að dæma hann fyrir Gyðingahatur. Ekkert stóru dagblaðanna myndi birta skopteikningar þar sem gert er grín að blindum, dvergum, samkynhneigðum eða sígaunum, og væri orsökin fyrir því frekar hræðsla við að almenningi þætti það ósmekklegt en vegna mögulegrar málshöfðunar. En þegar íslam á í hlut sætta dagblöðin sig við að einhverjum kunni að þykja umfjöllunin ósmekkleg því í almenningsálitinu er meira um fordóma gegn íslam.Mótmæli múslima í Evrópu, ef frá eru taldir nokkrir öfgasinnar sem hafa enga stjórn á sjálfum sér, eru í raun hófsöm og byggja á lögmálinu um tjáningarfrelsi. En á almennari hátt þá eru þau án efa líka hluti af einni mikilvægustu umræðu sem nú fer fram á Vesturlöndum: Á hvaða hvaða hátt skulu lögin verja það sem flokkast sem "hið heilaga", hvort sem átt er við guðlast, að afneita öðrum trúarbrögðum eða virðingu fyrir öðrum mönnum? Það er ekki skrítið að íhaldssamir fylgjendur trúarbragða, hvort sem þeir eru kristnir, gyðingar eða múslimar séu í auknum mæli farnir að sameinast um að vilja setja einhver takmörk á frelsi manna, hvort sem umræðan snýst um fóstureyðingar, hjónabönd samkynhneigðra, lífsiðfræði eða guðlast Það er ekki skrítið að franska kirkjuráðið, rabbínar og kirkjuráð mótmælenda hafi lýst yfir skilningi á reiði múslima. Þessi umræða um gildi snýst ekki um árekstur Vesturlanda og Íslam, heldur er þetta umræða um árekstur ólíkra gilda innan hins vestræna heims. En hvaðan kemur þá það ofbeldi sem við höfum orðið vitni að vegna birtingar skopteikninganna? Afskipti Evrópu ástæða ofbeldisinsEf litið er á þau lönd þar sem óeirðirnar hafa verið mestar þá sjáum við þetta eru lönd sem hafa sitjandi ríkisstjórnir, og þar eru öfgasinnuð pólitískt öfl, sem telja að ríkisstjórnir Evrópu og Evrópubúar hafi gert á sinn hlut. Ofbeldið hefur verið skipulagt af ríkisstjórnum og pólitískum samtökum sem eru mótfallin afskiptum landa Evrópu af ákveðnum deilumálum í Miðausturlöndum. Við erum að borga fyrir aukin diplomátísk afskipti í Miðausturlöndum. Að ríkisstjórn Sýrlands gefi sig út fyrir að standa vörð um íslam væri hlægilegt ef afleiðingarnar af stefnu hennar væru ekki eins sorglegar og þær eru. Ríkisstjórn sem hefur drepið tugþúsundir meðlima Bræðalags Múslima (The Muslim Brotherhood), er núna í framvarðasveit þeirra sem verja Múhameð. Hér er um ræða pólitískt kænskubragð til að komast aftur til valda í Líbanon og að fylkja liði með öllum þeim sem þykir sér ógnað eða sýnt fálæti af löndum Evrópu. Ástandið sýnir líka að pólitík landa Evrópu hefur þróast töluvert. Þegar Bandaríkin réðust inn í Írak var það álitið lofsvert að vera mótfallinn bandalagi Bandaríkjanna og Bretlands. Hin "gamla Evrópa" landanna á meginlandi Evrópu hafði andúð á innrás Bandaríkjamanna í Írak, var fylgjandi Palestínumönnum og tók sjálfræði ríkja heimsins stundum fram yfir útbreiðslu lýðræðishugmyndarinnar.Evrópa er langt frá því að vera hlutlaus því á síðastliðnum þremur árum hafa lönd Evrópu tekið upp aðra stefnu í Miðausturlöndum sem einkennist af aukinni íhlutun. Á sama tíma hafa samskipti Evrópu og Bandaríkjanna breyst til hins betra. Ólíkt því sem gerðist fyrir þremur árum þá vilja ráðamenn í Washington nú aukin afskipti landa Evrópu, sérstaklega núna þegar sá möguleiki er fyrir hendi að Bandaríkin kalli herlið sitt heim frá Írak. Þessi auknu afskipti valda því ofbeldi sem einkennilegt bandalag ríkisstjórna og samtaka stendur fyrir gegn löndum Evrópu. Segja má að þetta bandalag hafi einangrað múslima Evrópu enn frekar. Ofbeldið ákveðið af ríkisstjórnumAtlagan gegn danska ríkinu var ákveðin að frumkvæði sendiherra arabalandanna í Danmörku. Ríkisstjórnir arabalandanna hafa alltaf lagt sig fram um líta á þá araba sem flutt hafa til Evrópu sem eina heild sem hægt er að kalla saman til aðgerða. Í stuttu máli, bæði einstök ríki og einstök samtök múslima gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að múslímar Evrópu finni fyrir tengslum sínum við Miðausturlönd. Þetta er atriði sem hættir ekki að vera rökrétt.En sérhvern dag versna skoðanir meirihluta múslima Evrópu á þessum skipulögðu mótmælum: það er áhugavert að verða vitni að því að í raun þá hafa stærstu samtök þeirra ákveðið að halda sig í nokkurri fjarlægð við deilurnar um skopteikningarnar. (það nægir að líta á heimasíðu UQIF (Bandalag íslamskra samtaka í Frakklandi) eða á síðuna oumma.com). Það er í þessu sambandsleysi á milli múslima Evrópu og ástandinu í Miðausturlöndum sem finna þarf lausn á því hvernig beri að taka á þessari óumflýjanlegu spennu og eins þarf að koma fram við þá múslima sem búa í löndum Evrópu sem ríkisborgara, líkt og gert er við kristna menn og gyðinga, jafnvel þó að stundum þurfi að minna múslíma á að lögmálin um tjáningarfrelsi og frjálsa aðild að trúfélögum eru ríkjandi á Vesturlöndum.En það vantar líka upp á að almenningur í Evrópu átti sig á hinum miklu afskiptum sem lönd Evrópu eru byrjuð að hafa af málefnum Miðausturlanda, allt frá Palestínu til Afganistan því í þessari þátttöku felst aukin áhætta fyrir ríkiserindreka landanna, og starfsmanna samtaka sem ekki heyra undir ríkisvald (NGO) er munu starfa í Miðausturlöndum, sem og fyrir þegna landanna. Við getum verið sammála um að aukin þátttaka landa Evrópu í Afganistan og í Líbanon er af hinu góðu, en menn þurfa á sama tíma að átta sig á afleiðingum þessara auknu afskipta. Höfundur er stjórnmálafræðingur.Greinin birtist áður í lengri útgáfu í spænska dagblaðinu El Pais.