Þrír eftir - syngja topplög ársins 2005 31. mars 2006 17:31 Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is. Idol Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is.
Idol Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira