Liðsandinn smitar 2. júlí 2006 00:01 Þeir sem þekkja til í Þýzkalandi hafa rekið upp stór augu við að sjá myndirnar af svart-rauð-gula fánahafinu, af landsliðsmönnum raunverulega að syngja þýzka þjóðsönginn og almennt af þeirri fölskvalausu gleði sem ríkir þessa dagana í gestgjafalandi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Aldrei fyrr í sögu þýzka Sambandslýðveldisins hefur jákvæður liðsandi þýzks landsliðs smitazt með eins árangursríkum hætti yfir á þýzku þjóðina, sem almennt hefur forðast eins og heitan eldinn að hampa þjóðartáknum sínum frá því þýzk þjóðernisöfgastefna kallaði ólýsanlegar hörmungar yfir Evrópu og heiminn allan fyrir tæplega einum mannsaldri. Nema ef vera skyldi árið 1954, þegar landslið Vestur-Þýzkalands vann óvænt úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Bern í Sviss. Það var í fyrsta sinn eftir stríðið sem Þjóðverjum fannst þeir geta verið stoltir af einhverju. Þegar Jürgen Klinsmann tók við sem þjálfari þýzka landsliðsins og lýsti því yfir að heimsmeistaratitillinn væri markmiðið, ekkert minna, hæddust álitsgjafar opinberrar umræðu í Þýzkalandi gjarnan að honum. Nú er hins vegar svo komið að einbeittur sigurvilji og liðsandi landsliðsins hefur smitazt yfir á alla þjóðina. Nú keppast álitsgjafar og leiðarahöfundar þýzkra fjölmiðla við að bera lof á nýja liðsandann og benda stjórnmálamönnum landsins á að taka sér knattspyrnumennina til fyrirmyndar. Rétt eins og landsliðið hafi sýnt að það spili ekki hugmyndasnauðan öryggisfótbolta eins og flestir ættu að venjast þegar Þjóðverjar ættu í hlut, heldur metnaðarfullan, opinn og líflegan og næðu árangri með sigurvilja og einhug, ættu stjórnmálamennirnir að fylgja fordæmi landsliðsins og hefja sig uppúr umbótastíflunni og skotgrafahernaði sérhagsmunanna. Það er reyndar engu líkara en að stjórnmálamennirnir hafi tekið þetta strax til sín; uppstokkun á sambandsríkiskerfi Þýzkalands, sem togast hafði verið á um í mörg ár, var loks samþykkt á Sambandsþinginu á föstudag. Það sem liðsandinn er fyrir landsliðið er föðurlandsást fyrir þjóðina, skrifar einn leiðarahöfundurinn. Þjóðverjar hafa endurheimt þjóðartákn sín, sem stjórnmálamennirnir vissu ekki hvernig ætti að umgangast. Fáninn og þjóðsöngurinn eru allt í einu eign þjóðarinnar, þau eru tákn fyrir samheldni og samhug. Það bezta við þessa nýju þjóðernisvakningu í Þýzkalandi er þó, að hún verkar ekki ógnandi á grannþjóðirnar. Hún er vísbending um að skuggi nazismans á þýzku þjóðarsálinni sé loks að dofna. Eða eins og einn fótboltaáhugamaðurinn orðaði það: Við getum lagt söguna að baki. Við erum hið nýja Þýzkaland og viljum sýna heiminum að við kunnum að halda ærlega veizlu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Þeir sem þekkja til í Þýzkalandi hafa rekið upp stór augu við að sjá myndirnar af svart-rauð-gula fánahafinu, af landsliðsmönnum raunverulega að syngja þýzka þjóðsönginn og almennt af þeirri fölskvalausu gleði sem ríkir þessa dagana í gestgjafalandi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Aldrei fyrr í sögu þýzka Sambandslýðveldisins hefur jákvæður liðsandi þýzks landsliðs smitazt með eins árangursríkum hætti yfir á þýzku þjóðina, sem almennt hefur forðast eins og heitan eldinn að hampa þjóðartáknum sínum frá því þýzk þjóðernisöfgastefna kallaði ólýsanlegar hörmungar yfir Evrópu og heiminn allan fyrir tæplega einum mannsaldri. Nema ef vera skyldi árið 1954, þegar landslið Vestur-Þýzkalands vann óvænt úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Bern í Sviss. Það var í fyrsta sinn eftir stríðið sem Þjóðverjum fannst þeir geta verið stoltir af einhverju. Þegar Jürgen Klinsmann tók við sem þjálfari þýzka landsliðsins og lýsti því yfir að heimsmeistaratitillinn væri markmiðið, ekkert minna, hæddust álitsgjafar opinberrar umræðu í Þýzkalandi gjarnan að honum. Nú er hins vegar svo komið að einbeittur sigurvilji og liðsandi landsliðsins hefur smitazt yfir á alla þjóðina. Nú keppast álitsgjafar og leiðarahöfundar þýzkra fjölmiðla við að bera lof á nýja liðsandann og benda stjórnmálamönnum landsins á að taka sér knattspyrnumennina til fyrirmyndar. Rétt eins og landsliðið hafi sýnt að það spili ekki hugmyndasnauðan öryggisfótbolta eins og flestir ættu að venjast þegar Þjóðverjar ættu í hlut, heldur metnaðarfullan, opinn og líflegan og næðu árangri með sigurvilja og einhug, ættu stjórnmálamennirnir að fylgja fordæmi landsliðsins og hefja sig uppúr umbótastíflunni og skotgrafahernaði sérhagsmunanna. Það er reyndar engu líkara en að stjórnmálamennirnir hafi tekið þetta strax til sín; uppstokkun á sambandsríkiskerfi Þýzkalands, sem togast hafði verið á um í mörg ár, var loks samþykkt á Sambandsþinginu á föstudag. Það sem liðsandinn er fyrir landsliðið er föðurlandsást fyrir þjóðina, skrifar einn leiðarahöfundurinn. Þjóðverjar hafa endurheimt þjóðartákn sín, sem stjórnmálamennirnir vissu ekki hvernig ætti að umgangast. Fáninn og þjóðsöngurinn eru allt í einu eign þjóðarinnar, þau eru tákn fyrir samheldni og samhug. Það bezta við þessa nýju þjóðernisvakningu í Þýzkalandi er þó, að hún verkar ekki ógnandi á grannþjóðirnar. Hún er vísbending um að skuggi nazismans á þýzku þjóðarsálinni sé loks að dofna. Eða eins og einn fótboltaáhugamaðurinn orðaði það: Við getum lagt söguna að baki. Við erum hið nýja Þýzkaland og viljum sýna heiminum að við kunnum að halda ærlega veizlu.