Viðskipti erlent

Hráolíuverð undir 70 dölum

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AFP

Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar.

Lengi vel var óttast að hitabeltisstormurinn ylli skemmdum á olíuborpöllunum með þeim afleiðingum að olíuframleiðsla við Mexíkóflóa drægist saman. Búist er við að margir Bandaríkjamenn verði á faraldsfæti um næstu helgi, sem verður löng.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, lækkaði um 1,16 dali á markaði í Bandaríkjunum það sem af er dags og fór í 69,45 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, lækkaði um 1,20 dali á markaði í Bretlandi og fór í 69,71 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×