Sport

Þrjú íslensk lið í pottinum

Íslandsmeistarar Njarðvík hefur keppni í Evrópukeppninni í nóvember.
Íslandsmeistarar Njarðvík hefur keppni í Evrópukeppninni í nóvember.

Í gær var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik en þrjú íslensk félag taka þátt í keppnunum á komandi tímabili. Íslandsmeistararnir í Njarðvík taka ásamt Keflavík þátt í Áskorendabikarkeppninni, EuroCup Challange, en alls taka sextán lið þátt í þeirri keppni. Njarðvík lenti í C-riðli og mætir þar Cherkasy frá Úkraínu, Samara frá Rússlandi og Tartu Rock frá Eistlandi.

Keflavík dróst í D-riðil ásamt Dnipro frá Úkraínu, Mlekarna Kunin frá Tékklandi og Norrköping frá Svíðþjóð. Suðurnesjaliðin leika fyrst á útivelli 8. og 9. nóvember, en fyrstu heimaleikir liðanna verða 16. og 17. nóvember.

Kvennalið Hauka tekur þátt í Evrópukeppni í annað sinn en liðið lenti í F-riðli Evrópubikarkeppni kvenna, EuroCup Women. Mótherjarnir verða Montpellier frá Frakklandi, Gran Canaria frá Spáni og Lavezzini Parma frá Ítalíu. Haukar hefja leik á heimavelli 9. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×