Langþráður sigur Grindvíkinga 11. ágúst 2006 15:00 fín endurkoma Óli Stefán snéri aftur og skoraði. Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur. Íþróttir Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Fleiri fréttir Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sjá meira
Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur.
Íþróttir Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Fleiri fréttir Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sjá meira