Viðskipti innlent

Fitch staðfestir lánshæfi bankanna

Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest óbreytt lánshæfismat allra íslensku bankanna. Þetta kemur í kjölfar fréttar um að fyrirtækið hafi breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar.

Í umfjöllun Fitch segir að styrk eiginfjárstaða bankanna og hátt hlutfall af útlánasafni erlendis vegi upp á móti þjóðhagslegum áhættuþáttum heima fyrir, á borð við hækkandi verðbólgu, vaxandi skuldasöfnun erlendis, miklum viðskiptahalla og hækkandi eignaverði.

Útlán bankanna voru á bilinu 35-70 prósent erlendis um síðustu áramót og má reikna að hlutfallið fari hækkandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×