Handknattleikssambandið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að Ólafur Stefánsson muni ekki verða með landsliðinu í æfingaleikjunum tveimur í Ungverjalandi dagana 27.-28. október næstkomandi vegna meiðsla.
Ólafur hefur ekkert geta leikið með Evrópumeisturum Ciudad Real undanfarið vegna þrálátra meiðsla á öxl og hefur HSÍ boðað Ólaf hingað til lands á morgun til að gangast undir læknisskoðun.
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið Einar Örn Jónsson hjá Minden í landsliðshópinn í stað Ólafs og þá hefur Ólafur Gíslason hjá Val verið tekinn inn í hópinn sem þriðji markvörður.