Djöflaeyjan- Næsti bær við 12. janúar 2006 00:01 Jónsbók Einars Kárasonar markar vatnaskil í íslenzkum bókmenntum. Bókin býður lesandanum inn í völundarhús íslenzks viðskiptalífs, leiðir hann þar sal úr sal og leyfir honum að heyra sumt af því, sem þar var sagt og gert á lokuðum fundum. Aðrar þjóðir eiga slíkar bækur, en ekki við Íslendingar - ekki fyrr en nú. Í skjóli þessarar þurrðar hafa þögn og myrkur umlukið ýmis atvik viðskiptalífsins fyrr og nú og byrgt þjóðinni sýn og ruglað hana í ríminu. Menn hafa látið sér duga að hvískra um ýmislegt af því, sem Einar Kárason dregur nú fram í dagsljósið, svo að allir megi sjá og skilja og skemmta sér. Galdur höfundarins er að hafa gefið sér tíma til að hlusta á mikinn fjölda manna og raða frásögnum þeirra saman, svo að úr verður heilleg mynd og listileg. Hann gengur að sönnu vel undirbúinn til verksins, með Djöflaeyjuna og fleiri góðar bækur í farangrinum. Og hvílík mynd! Þarna er m.a. að finna nákvæmar lýsingar á því, hvernig nafngreindir stjórnarmenn Stöðvar 2, nátengdir Sjálfstæðisflokknum, reyndu að reka stöðina sem flokksstöð án þess að skeyta um hag hluthafanna. Flokkurinn reyndi að troða óhæfum flokkserindreka inn á stöðina sem sjónvarpsstjóra og kría út afslætti af auglýsingum umfram aðra viðskiptavini. Þeir litu á það sem köllun sína að mjólka einkastöðina fyrir Flokkinn. Sérstaða Jóns Ólafssonar fólst m.a. í því, að hann neitaði að verða við slíkum tilmælum, því að hann skildi, að viðskipti og stjórnmál eru vond blanda. (Samt hafði hann verið gjaldkeri í landsmálafélaginu Verði og komið til álita sem varaformaður félagsins, en það tókst ekki.) Stjórnarmönnunum, sem hugsuðu frekar um Flokkinn en stöðina, var á endanum skákað til hliðar eins og nauðsyn bar til. Þannig varð Jón Ólafsson að fjölmiðlarisa: flokkserindrekarnir gátu sjálfum sér um kennt. Jónsbók vekur áleitnar grunsemdir um það, að e.t.v. hafi öðrum fyrirtækjum Sjálfstæðisflokksins ekki heldur verið ætlað að skila arði, ekki frekar en Stöð 2 (eða Sambandi íslenzkra samvinnufélaga), og því þurfi enginn að furða sig á örlögum Kolkrabbans, sem er nú ekki nema svipur hjá sjón. Hann fór sömu leið og Sambandið og Sovétríkin - sumpart af sömu ástæðum. Einar Kárason segir einnig í bókinni frá fundi, þar sem Jón Ólafsson og Kjartan Gunnarsson, gullkistuvörður Sjálfstæðisflokksins, voru leiddir saman við fjórða mann til að leita sátta (!) milli Stöðvar 2 og Sjálfstæðisflokksins. Ein sáttatillagan fólst í því, að stöðin skyldi kaupa langa þáttaröð um samtímasögu af einum flokkserindrekanum. Ekki fannst Jóni það vera árennileg uppástunga, enda var efnisval handa stöðinni ekki í hans verkahring; röðin var þá seld ríkissjónvarpinu, engin fyrirstaða þar. Kaupverðið hefur ekki enn verið gefið upp þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir, þótt um opinbert fé sé að tefla. Og þannig raðar Einar Kárason sögunum af virðingarmönnum Sjálfstæðisflokksins að verki eins og kögglum á band, svo að úr verður fín lesning og fræðandi handa þeim, sem hafa ekki hingað til hirt um kynna sér þennan þátt viðskipta- og stjórnmálasögu landsins síðustu ár. Þessum þætti þjóðarsögunnar hafa ekki áður verið gerð svo góð skil á bók, þótt grein og grein hafi birzt í blöðunum um ýmsa anga sögunnar. Jónsbók bregður skírari og betri birtu á skuggahliðar Sjálfstæðisflokksins en margir árgangar Morgunblaðsins. Ég hnaut um tvær villur í bókinni, en þær eru sakleysið sjálft: þar eru höfð eftir Nixon Bandaríkjaforseta ummæli, sem Johnson fyrirrennari hans lét falla um J. Edgar Hoover alríkislögreglustjóra, og Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson eru eignaðir Sigvalda Kaldalóns. Sagan er að mestu leyti sögð í tímaröð, svo að tíminn ræður rás atburðanna í frásögninni, en það kemur ekki að sök hér, finnst mér, því að framvindan er eigi að síður bæði dramatísk og hröð eins og hún kemur af skepnunni. Jónsbók veitir á heildina litið réttvísandi og upplýsandi innsýn í viðskiptalíf landsmanna síðan árin eftir 1970, þegar frásögn bókarinnar hefst, og hún sviptir hulunni af eindrægum tilburðum yfirgangssamra stjórnmálamanna - sjálfstæðismanna! - og erindreka þeirra til að sölsa undir sig auð og völd, stundum með hótunum. Vonandi líta fleiri bækur af þessu tagi dagsins ljós á næstu árum. Skáld og rithöfundar hafa mikilvægu þjóðþrifahlutverki að gegna í uppeldi og upplýsingu lands og lýðs ekki síður en t.a.m. sagnfræðingar og aðrir fræðimenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun
Jónsbók Einars Kárasonar markar vatnaskil í íslenzkum bókmenntum. Bókin býður lesandanum inn í völundarhús íslenzks viðskiptalífs, leiðir hann þar sal úr sal og leyfir honum að heyra sumt af því, sem þar var sagt og gert á lokuðum fundum. Aðrar þjóðir eiga slíkar bækur, en ekki við Íslendingar - ekki fyrr en nú. Í skjóli þessarar þurrðar hafa þögn og myrkur umlukið ýmis atvik viðskiptalífsins fyrr og nú og byrgt þjóðinni sýn og ruglað hana í ríminu. Menn hafa látið sér duga að hvískra um ýmislegt af því, sem Einar Kárason dregur nú fram í dagsljósið, svo að allir megi sjá og skilja og skemmta sér. Galdur höfundarins er að hafa gefið sér tíma til að hlusta á mikinn fjölda manna og raða frásögnum þeirra saman, svo að úr verður heilleg mynd og listileg. Hann gengur að sönnu vel undirbúinn til verksins, með Djöflaeyjuna og fleiri góðar bækur í farangrinum. Og hvílík mynd! Þarna er m.a. að finna nákvæmar lýsingar á því, hvernig nafngreindir stjórnarmenn Stöðvar 2, nátengdir Sjálfstæðisflokknum, reyndu að reka stöðina sem flokksstöð án þess að skeyta um hag hluthafanna. Flokkurinn reyndi að troða óhæfum flokkserindreka inn á stöðina sem sjónvarpsstjóra og kría út afslætti af auglýsingum umfram aðra viðskiptavini. Þeir litu á það sem köllun sína að mjólka einkastöðina fyrir Flokkinn. Sérstaða Jóns Ólafssonar fólst m.a. í því, að hann neitaði að verða við slíkum tilmælum, því að hann skildi, að viðskipti og stjórnmál eru vond blanda. (Samt hafði hann verið gjaldkeri í landsmálafélaginu Verði og komið til álita sem varaformaður félagsins, en það tókst ekki.) Stjórnarmönnunum, sem hugsuðu frekar um Flokkinn en stöðina, var á endanum skákað til hliðar eins og nauðsyn bar til. Þannig varð Jón Ólafsson að fjölmiðlarisa: flokkserindrekarnir gátu sjálfum sér um kennt. Jónsbók vekur áleitnar grunsemdir um það, að e.t.v. hafi öðrum fyrirtækjum Sjálfstæðisflokksins ekki heldur verið ætlað að skila arði, ekki frekar en Stöð 2 (eða Sambandi íslenzkra samvinnufélaga), og því þurfi enginn að furða sig á örlögum Kolkrabbans, sem er nú ekki nema svipur hjá sjón. Hann fór sömu leið og Sambandið og Sovétríkin - sumpart af sömu ástæðum. Einar Kárason segir einnig í bókinni frá fundi, þar sem Jón Ólafsson og Kjartan Gunnarsson, gullkistuvörður Sjálfstæðisflokksins, voru leiddir saman við fjórða mann til að leita sátta (!) milli Stöðvar 2 og Sjálfstæðisflokksins. Ein sáttatillagan fólst í því, að stöðin skyldi kaupa langa þáttaröð um samtímasögu af einum flokkserindrekanum. Ekki fannst Jóni það vera árennileg uppástunga, enda var efnisval handa stöðinni ekki í hans verkahring; röðin var þá seld ríkissjónvarpinu, engin fyrirstaða þar. Kaupverðið hefur ekki enn verið gefið upp þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir, þótt um opinbert fé sé að tefla. Og þannig raðar Einar Kárason sögunum af virðingarmönnum Sjálfstæðisflokksins að verki eins og kögglum á band, svo að úr verður fín lesning og fræðandi handa þeim, sem hafa ekki hingað til hirt um kynna sér þennan þátt viðskipta- og stjórnmálasögu landsins síðustu ár. Þessum þætti þjóðarsögunnar hafa ekki áður verið gerð svo góð skil á bók, þótt grein og grein hafi birzt í blöðunum um ýmsa anga sögunnar. Jónsbók bregður skírari og betri birtu á skuggahliðar Sjálfstæðisflokksins en margir árgangar Morgunblaðsins. Ég hnaut um tvær villur í bókinni, en þær eru sakleysið sjálft: þar eru höfð eftir Nixon Bandaríkjaforseta ummæli, sem Johnson fyrirrennari hans lét falla um J. Edgar Hoover alríkislögreglustjóra, og Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson eru eignaðir Sigvalda Kaldalóns. Sagan er að mestu leyti sögð í tímaröð, svo að tíminn ræður rás atburðanna í frásögninni, en það kemur ekki að sök hér, finnst mér, því að framvindan er eigi að síður bæði dramatísk og hröð eins og hún kemur af skepnunni. Jónsbók veitir á heildina litið réttvísandi og upplýsandi innsýn í viðskiptalíf landsmanna síðan árin eftir 1970, þegar frásögn bókarinnar hefst, og hún sviptir hulunni af eindrægum tilburðum yfirgangssamra stjórnmálamanna - sjálfstæðismanna! - og erindreka þeirra til að sölsa undir sig auð og völd, stundum með hótunum. Vonandi líta fleiri bækur af þessu tagi dagsins ljós á næstu árum. Skáld og rithöfundar hafa mikilvægu þjóðþrifahlutverki að gegna í uppeldi og upplýsingu lands og lýðs ekki síður en t.a.m. sagnfræðingar og aðrir fræðimenn.