Brot gegn börnum 24. ágúst 2006 08:25 Samkvæmt frétt hér í blaðinu í gær varðandi tilkynningar um brot gegn börnum virðist ekki hafa verið vanþörf á að tekið væri upp samstarf Barnaverndarstofu og Neyðarlínunnar um slík brot. Hvorki meira né minna en 600 slíkar tilkynningar berast á hverju ári, en það samsvarar því að 50 tilkynningar berist í hverjum mánuði, eða nærri því tvær á dag. Það eru að vísu dagaskipti og vikuskipti varðandi tilkynningar sem þessar, en þörfin fyrir tilkynningakerfi sem þetta er greinilega fyrir hendi, þótt sumir hafi kannski haft efasemdir um það þegar þetta samstarf var kynnt opinberlega í ársbyrjun 2004. Ef menn telja að brotið sé gegn börnum á einhvern hátt, þá geta þeir hringt í aðalnúmer Neyðarlínunnar og tilkynnt um ætlað brot. Málið er þá afgreitt þar eftir eðli þess og í flestum tilfellum er því vísað til viðkomandi barnaverndarnefndar og í 10 til 20 af hundraði tilfella er lögregla send á staðinn, ef ætla má að þörf sé fyrir afskipti hennar. Reyndar eru nokkur tilfelli á þessu ári, þar sem börnin sjálf hafa hringt í Neyðarlínuna, en annars er algengast að það sé annað hvort foreldrið. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs bárust 159 tilkynningar til Neyðarlínunnar um ætluð brot gegn börnum, og þar af var í langflestum tilfellum um að ræða tilkynningar vegna vanrækslu barna. 90 þessara tilfella voru í Reykjavík, enda mannfjöldinn þar mestur, og þar er þessi þjónusta kannski best kynnt og þörfin fyrir hana mest. Í litlum samfélögum vítt og breitt um landið, þar sem allir þekkja alla ef svo má segja, koma nágrannarnir frekar til hjálpar ef eitthvað bjátar á hjá fjölskyldum, heldur en í þéttbýlinu, þar sem minni persónuleg kynni eru meðal íbúanna. Þar veigrar fólk sér kannski frekar við að hringja í Neyðarlínuna vegna brota gegn börnum. Þegar þessi starfsemi var tilkynnt var skýrt tekið fram að fyllsta trúnaðar væri gætt gagnvart öllum, og þess vegna ætti fólk ekki að hika við að tilkynna, ef það hefur grun um að brotið sé gegn börnum. Reyndar eru nokkur tilfelli á þessu ári, þar sem börnin sjálf hafa hringt í Neyðarlínuna, en annars er algengast að það sé annað hvort foreldrið. Í viðtali við starfsmann Neyðarlínunnar um þessi mál í Fréttablaðinu í gær sagði Kristján Hoffmann: „Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla á lögreglu. 112 er þá valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli." Það er mikilvægt að þessi þjónusta við borgarana þróist í rétta átt, því mál af þessu tagi geta verið mjög vandmeðfarin, og mikilvægt að hæft starfsfólk veljist til að sinna þessum málum. Neyðarlínunni er því vandi á höndum, en ekki er annað vitað en þessi starfsemi hafi gengið vel, og hún á greinilega eftir að vaxa, þegar tímar líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Samkvæmt frétt hér í blaðinu í gær varðandi tilkynningar um brot gegn börnum virðist ekki hafa verið vanþörf á að tekið væri upp samstarf Barnaverndarstofu og Neyðarlínunnar um slík brot. Hvorki meira né minna en 600 slíkar tilkynningar berast á hverju ári, en það samsvarar því að 50 tilkynningar berist í hverjum mánuði, eða nærri því tvær á dag. Það eru að vísu dagaskipti og vikuskipti varðandi tilkynningar sem þessar, en þörfin fyrir tilkynningakerfi sem þetta er greinilega fyrir hendi, þótt sumir hafi kannski haft efasemdir um það þegar þetta samstarf var kynnt opinberlega í ársbyrjun 2004. Ef menn telja að brotið sé gegn börnum á einhvern hátt, þá geta þeir hringt í aðalnúmer Neyðarlínunnar og tilkynnt um ætlað brot. Málið er þá afgreitt þar eftir eðli þess og í flestum tilfellum er því vísað til viðkomandi barnaverndarnefndar og í 10 til 20 af hundraði tilfella er lögregla send á staðinn, ef ætla má að þörf sé fyrir afskipti hennar. Reyndar eru nokkur tilfelli á þessu ári, þar sem börnin sjálf hafa hringt í Neyðarlínuna, en annars er algengast að það sé annað hvort foreldrið. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs bárust 159 tilkynningar til Neyðarlínunnar um ætluð brot gegn börnum, og þar af var í langflestum tilfellum um að ræða tilkynningar vegna vanrækslu barna. 90 þessara tilfella voru í Reykjavík, enda mannfjöldinn þar mestur, og þar er þessi þjónusta kannski best kynnt og þörfin fyrir hana mest. Í litlum samfélögum vítt og breitt um landið, þar sem allir þekkja alla ef svo má segja, koma nágrannarnir frekar til hjálpar ef eitthvað bjátar á hjá fjölskyldum, heldur en í þéttbýlinu, þar sem minni persónuleg kynni eru meðal íbúanna. Þar veigrar fólk sér kannski frekar við að hringja í Neyðarlínuna vegna brota gegn börnum. Þegar þessi starfsemi var tilkynnt var skýrt tekið fram að fyllsta trúnaðar væri gætt gagnvart öllum, og þess vegna ætti fólk ekki að hika við að tilkynna, ef það hefur grun um að brotið sé gegn börnum. Reyndar eru nokkur tilfelli á þessu ári, þar sem börnin sjálf hafa hringt í Neyðarlínuna, en annars er algengast að það sé annað hvort foreldrið. Í viðtali við starfsmann Neyðarlínunnar um þessi mál í Fréttablaðinu í gær sagði Kristján Hoffmann: „Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla á lögreglu. 112 er þá valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli." Það er mikilvægt að þessi þjónusta við borgarana þróist í rétta átt, því mál af þessu tagi geta verið mjög vandmeðfarin, og mikilvægt að hæft starfsfólk veljist til að sinna þessum málum. Neyðarlínunni er því vandi á höndum, en ekki er annað vitað en þessi starfsemi hafi gengið vel, og hún á greinilega eftir að vaxa, þegar tímar líða.